Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Jóhann efstur á Samveld- ismótinu Frá Margeiri Péturssyni í London. JÓHANN Hjartarson er efstur á opna breska Samveldismótinu, þegar ein umferð er til loka mótsins. Jóhann hefur sjö vinn- inga af átta mögulegum, en í öðru sæti er Indveijinn Prasad, með sex og hálfan vinning. í síðustu umferðinni, sem tefld verður í dag, þriðjudag, mætir Jó- hann væntanlega bandaríska stórmeistaranum Kudrin. Þótt Jó- hann sigri á mótinu verður hann þó ekki Samveldismeistari, þann titil geta að sjálfsögðu einungis keppendur frá Samveldislöndunum unnið. Jóhanni gekk mjög vel um helg- ina. í sjöttu umferð vann hann Murey frá ísrael. í sjöundu umferð vann hann enska stórmeistarann Plaskett og í gær vann hann banda- ríska stórmeistarann deFirmian. Sú skák gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart: deFirmian. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Be2 - e5, 7. Rb3 - Be7, 8. 0-0 - 0-0, 9. Be3 - Be6, 10. Rd5 — Rxd5, 11. Rxd5 — Bf5, 12. Dd2 - Rd7, 13. a4 - a5, 14. Bb5 - Rf6, 15. f3 - Dc7, 16. c4 - Bg6, 17. Df2 - Rd7, 18. Khl - h6, 19. f4 - exf4, 20. Bxf4 - Bf6, 21. Hacl - Be5, 22. c5 - Dxc5, 23. Bxe5 — Rxe5, 24. Dxc5 - Dxc5, 25. Rxc5 - b6?, 26. Hfel! - f6, 27. Re6 - Hfc8, 28. Hxc8 - Hxc8, 29. d6 - Hc2, 30. h3 - Rf7, 31. Be8 - Hd2, 32. d7 og í þessari vonlausu stöðu féll svartur á tíma. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Listflugsveitin yfir Reykjavík á laugardagskvöldið. Anægjulegt að sýna Reykvíking- um listflug á af- mæli borgarinnar - sagði fonngi frönsku listflugsveitarinnar ÞAJD VAR mjög ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að sýna Reykvíkingum örlítið listflug," sagði Francois Sido, einn yfir- manna frönsku Patrouille de France-listflugsveitarinnar. List- flugsveitin var yfir höfuðborginni á sjöunda tímanum síðdegis sl. laugardag og sýndi listir sínar í 3—5 mínútur. Óhætt er að segja að koma hennar hafi vakið mikla athygli því hvarvetna mátti sjá fólk á Reykjavíkurflugvelli og raunar víðar um borg- ina, horfa til himins á listflugið. „Mér skilst að um þessar mundir séu fbúar Reykjavíkur að halda upp á 200 ára afmæli borgarinnar, svo við erum auðvitað himinlifandi að hafa einmitt átt leið um á þessum tíma þegar allir virtust í hátíðar- skapi. Sem flugmönnum þótti okkur sérstaklega vænt um að þessi flug- sýning okkar skyldi vera eins konar forskot á sæluna fyrir flugáhuga- menn á íslandi sem mér skilst að haldi upp á 50 ára afmæli íslensku flugmálastjómarinnar og Flug- málafélags íslands," bætti Sido flugsveitarforingi við. Venjulega taka sýningar Potrou- ille de France um 20 mínútur en þar sem hinni eiginlegu listflugferð sveitarinnar í N-Ameríku var lokið, var aðeins sýnt hér í 3—5 mínútur. „Þó að sýning okkar hafi verið stutt, þá vona ég að höfuðborgar- búar hafi haft ánægju af henni en á hana má líta á sem einskonar afmælisgjöf Patrouille de France til Reykvíkinga. „Veðurguðimir bmgðust öðmvísi við komu okkar nú en fyrir 7 vikum þegar við millilentum á Keflavíkur- flugvelli á leið til Bandaríkjanna. Þá var slæmt veður og ekki sást í heiðan himin fyrir bólstraskýjum. Að þessu sinni var veðrið eins og best varð á kosið til að sýna listflug. Fyrst veðrið ber á góma má ég til með að segja frá því að það var ákaflega falleg sjón að sjá ísland úr fjarska. Himinn var alveg heiðskír og tærblár, hafið spegil- slétt, hvítar jökulrendumar bar í haf og himin. Þetta vom ótrúlega fallegar andstæður og ógleymanleg sjón fyrir okkur Fransmenn." Svo varð Sido flugsveitarforingi að loka hlífínni sem var yfir stjómklefanum og ræsa hreyfla Alpha Jet-vélar sinnar fyrir brottförina frá íslandi. iW tr rird1*-1"' cn VÍku °g5 „áÞeSS **'S!tgs-....... tsÓSu Flugleiðir bjóða mara- þonfargjöld í TILEFNI af Reykjavíkurmara- þoni, sem fram fer 24. ágúst, hafa Flugleiðir ákveðið að bjóða þátttakendum utan af landi sér- stök kjör á flugi til Reykjavíkur. Afsláttur af venjulegu fargjaldi fram og til baka mun nema 35%. Sem dæmi má nefna að maraþon- fargjald fram og til baka frá Akureyri er 3.908 krónur, frá Egils- stöðum 4.825 krónur og frá ísafírði 3.708 krónur. í þessu verði er einn- ig innifalið þátttökugjald í Reylqavíkurmaraþoninu og mara- þonpeysa. Laugardaginn 23. ágúst milli klukkann 9 og 14 þurfa þeir þátt- takendur sem nýta sér maraþon- fargjald Flugleiða að koma í Ferðaskrifstofuna Úrval, Pósthús- afhend keppnisgögn og maraþon- stræti 13, og munu þeir þar fá peysu gegn framvísun farseðils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.