Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 20

Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Jóhann efstur á Samveld- ismótinu Frá Margeiri Péturssyni í London. JÓHANN Hjartarson er efstur á opna breska Samveldismótinu, þegar ein umferð er til loka mótsins. Jóhann hefur sjö vinn- inga af átta mögulegum, en í öðru sæti er Indveijinn Prasad, með sex og hálfan vinning. í síðustu umferðinni, sem tefld verður í dag, þriðjudag, mætir Jó- hann væntanlega bandaríska stórmeistaranum Kudrin. Þótt Jó- hann sigri á mótinu verður hann þó ekki Samveldismeistari, þann titil geta að sjálfsögðu einungis keppendur frá Samveldislöndunum unnið. Jóhanni gekk mjög vel um helg- ina. í sjöttu umferð vann hann Murey frá ísrael. í sjöundu umferð vann hann enska stórmeistarann Plaskett og í gær vann hann banda- ríska stórmeistarann deFirmian. Sú skák gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart: deFirmian. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Be2 - e5, 7. Rb3 - Be7, 8. 0-0 - 0-0, 9. Be3 - Be6, 10. Rd5 — Rxd5, 11. Rxd5 — Bf5, 12. Dd2 - Rd7, 13. a4 - a5, 14. Bb5 - Rf6, 15. f3 - Dc7, 16. c4 - Bg6, 17. Df2 - Rd7, 18. Khl - h6, 19. f4 - exf4, 20. Bxf4 - Bf6, 21. Hacl - Be5, 22. c5 - Dxc5, 23. Bxe5 — Rxe5, 24. Dxc5 - Dxc5, 25. Rxc5 - b6?, 26. Hfel! - f6, 27. Re6 - Hfc8, 28. Hxc8 - Hxc8, 29. d6 - Hc2, 30. h3 - Rf7, 31. Be8 - Hd2, 32. d7 og í þessari vonlausu stöðu féll svartur á tíma. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Listflugsveitin yfir Reykjavík á laugardagskvöldið. Anægjulegt að sýna Reykvíking- um listflug á af- mæli borgarinnar - sagði fonngi frönsku listflugsveitarinnar ÞAJD VAR mjög ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að sýna Reykvíkingum örlítið listflug," sagði Francois Sido, einn yfir- manna frönsku Patrouille de France-listflugsveitarinnar. List- flugsveitin var yfir höfuðborginni á sjöunda tímanum síðdegis sl. laugardag og sýndi listir sínar í 3—5 mínútur. Óhætt er að segja að koma hennar hafi vakið mikla athygli því hvarvetna mátti sjá fólk á Reykjavíkurflugvelli og raunar víðar um borg- ina, horfa til himins á listflugið. „Mér skilst að um þessar mundir séu fbúar Reykjavíkur að halda upp á 200 ára afmæli borgarinnar, svo við erum auðvitað himinlifandi að hafa einmitt átt leið um á þessum tíma þegar allir virtust í hátíðar- skapi. Sem flugmönnum þótti okkur sérstaklega vænt um að þessi flug- sýning okkar skyldi vera eins konar forskot á sæluna fyrir flugáhuga- menn á íslandi sem mér skilst að haldi upp á 50 ára afmæli íslensku flugmálastjómarinnar og Flug- málafélags íslands," bætti Sido flugsveitarforingi við. Venjulega taka sýningar Potrou- ille de France um 20 mínútur en þar sem hinni eiginlegu listflugferð sveitarinnar í N-Ameríku var lokið, var aðeins sýnt hér í 3—5 mínútur. „Þó að sýning okkar hafi verið stutt, þá vona ég að höfuðborgar- búar hafi haft ánægju af henni en á hana má líta á sem einskonar afmælisgjöf Patrouille de France til Reykvíkinga. „Veðurguðimir bmgðust öðmvísi við komu okkar nú en fyrir 7 vikum þegar við millilentum á Keflavíkur- flugvelli á leið til Bandaríkjanna. Þá var slæmt veður og ekki sást í heiðan himin fyrir bólstraskýjum. Að þessu sinni var veðrið eins og best varð á kosið til að sýna listflug. Fyrst veðrið ber á góma má ég til með að segja frá því að það var ákaflega falleg sjón að sjá ísland úr fjarska. Himinn var alveg heiðskír og tærblár, hafið spegil- slétt, hvítar jökulrendumar bar í haf og himin. Þetta vom ótrúlega fallegar andstæður og ógleymanleg sjón fyrir okkur Fransmenn." Svo varð Sido flugsveitarforingi að loka hlífínni sem var yfir stjómklefanum og ræsa hreyfla Alpha Jet-vélar sinnar fyrir brottförina frá íslandi. iW tr rird1*-1"' cn VÍku °g5 „áÞeSS **'S!tgs-....... tsÓSu Flugleiðir bjóða mara- þonfargjöld í TILEFNI af Reykjavíkurmara- þoni, sem fram fer 24. ágúst, hafa Flugleiðir ákveðið að bjóða þátttakendum utan af landi sér- stök kjör á flugi til Reykjavíkur. Afsláttur af venjulegu fargjaldi fram og til baka mun nema 35%. Sem dæmi má nefna að maraþon- fargjald fram og til baka frá Akureyri er 3.908 krónur, frá Egils- stöðum 4.825 krónur og frá ísafírði 3.708 krónur. í þessu verði er einn- ig innifalið þátttökugjald í Reylqavíkurmaraþoninu og mara- þonpeysa. Laugardaginn 23. ágúst milli klukkann 9 og 14 þurfa þeir þátt- takendur sem nýta sér maraþon- fargjald Flugleiða að koma í Ferðaskrifstofuna Úrval, Pósthús- afhend keppnisgögn og maraþon- stræti 13, og munu þeir þar fá peysu gegn framvísun farseðils.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.