Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 28

Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 REYKJAVÍK 200 ÁRA þýska flughernum, sýna flugyöll- inn í Vatnsmýrinni og flugvélakost hemámsliðsins. Borgarskipulagið sýnir samþykkt aðalskipulag fyrir Reykjavík á mismunandi tímum og kynnt er aðalskipulag fyrir tímabilið 1984 til 2004. Við opnunina var leikþátturinn „Flensað í Malakoff“, sem Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gísla-' son settu saman, frumsýndur. Leikaramir sem fram koma eru: Edda Þórarinsdóttir, Saga Jóns- dóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Erlingur Gíslason. Auk þeirra koma fram Grétar Skúlason, Eyþór Amalds, Benedikt Erlingsson og Kristín Guðmundsdóttir. Tónlist fyrir leikþáttinn útsetti og samdi Finnur Torfi Stefánsson en bún- inga og leikmynd gerði Margrét Magnúsdóttir. Leikþátturinn verð- ur sýndur á virkum dögum kl. 21:00 og á laugardögum og sunnu- dögum kl. 16:00. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14:00 til 22:00 og stendur til 28. september. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15:00 er boðið upp á sérstaka dagskrá, „Reykjavíkur- spjall". Fyrsti fyrirlesarinn var frú Auður Auðuns fyrrverandi ráð- herra, borgarstjóri og forseti borgarstjómar. Seinna munu einn- ig flytja erindi Gerður Magnús- dóttir, Guðni Guðmundsson, Bragi Kristjónsson, Valgerður Tryggva- dóttir, Ludvig . Hjálmtýsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Pétur Sig- urðsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Álfheiður Kjartansdóttir. Saga borgarinnar í máli og mynd á Kjarvalsstöðum „Á 200 ára afmæli borgarinnar er ekki undarleg sú árátta okkar að líta yfír það sem liðið er og líta yfír farinn veg,“ vom upphafsorð Davíðs Oddssonar borgarstjóra í ávarpi sem hann flutti við opnun- ina. Hann sagði að sýningin væri náma af fróðleik um sögu höfuð- borgarinnar í máli og myndum og að skoða sýninguna væri að fara yfir 200 ára sögu hennar á skömm- um tíma. „Sýningin kostar mikla vinnu og fé, sem ekki er á glæ kastað,“ sagði Davíð. Hann þakk- aði þeim sem unnið höfðu að sýningunni og opnaði hana í trausti þess að gestir ættu eftir að njóta hennar. Sýningin er byggð upp á göml- um og nýjum Ijósmyndum af borgarlífínu, málverkum og líkön- um frá ýmsum tímum. Þar getur að iíta sýnishom af efnisbútum ásamt upplýsingum um hvað ein alin kostaði um það leyti sem versl- un hófst í Reykjavík. Eftirlíking af krambúð hefur verið reist innan- dyra og er þar boðið upp á bolsíur og kandís, gráfíkjur, rúsínur og sveskjur. Reist hefur verið virki sem minnir á stríðsárin og dagsett- ar loftmyndir, sem teknar voru af HÁTÍÐARHÖLD vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur hófust sl. laugardag með opnun sýningar- innar, „Reykjavík í 200 ár; svipmyndir mannlífs og byggð- ar“, á Kjarvalsstöðum. Lúðrasveit verkalýðsins tók á móti sýningargestum og lék nokk- ur lög fyrir framan Kjarvalsstaði í góða veðrinu. Þegar inn var kom- ið ávarpaði Þorvaldur S. Þorvalds- son, forstöðumaður Borgarskipu- lagsins og formaður sýningar- nefndar, gesti. Rakti hann aðdraganda að sýningunni og lýsti helstu verkþáttum um leið og hann þakkaði þeim sem unnu að undir- búningi og uppsetningu hennar. Knútur Zimsen borgarstjóri ræðir við Odd sterka af Skaganum áður en hann vindur sér í að stjóma umferðinni á horai Pósthússtrætis og Austurstrætis. Álengdar stendur Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn. Loftur Guðmundsson tók myndimar um 1920. Aðalstræti séð til norðurs. Hvíta húsið við enda göcunnar er spítalinn og klúbburinn á neðri hæðinni. Þar voru haldnir dansleikir. Hægra megin eru hús innréttinganna og lengst til hægri Sunchenberg verslun, sem seinna varð verslun Fischers kaup- manns. Myndin er frá árunum 1865 til 1870 og er ein af elstu myndum sýningarinnar. Ljósmyndari er ókunnur. Frá Austurvelli kvenréttindadaginn 19. júní 1919. Ljósmyndari Magnús Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.