Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 REYKJAVÍK 200 ÁRA þýska flughernum, sýna flugyöll- inn í Vatnsmýrinni og flugvélakost hemámsliðsins. Borgarskipulagið sýnir samþykkt aðalskipulag fyrir Reykjavík á mismunandi tímum og kynnt er aðalskipulag fyrir tímabilið 1984 til 2004. Við opnunina var leikþátturinn „Flensað í Malakoff“, sem Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gísla-' son settu saman, frumsýndur. Leikaramir sem fram koma eru: Edda Þórarinsdóttir, Saga Jóns- dóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Erlingur Gíslason. Auk þeirra koma fram Grétar Skúlason, Eyþór Amalds, Benedikt Erlingsson og Kristín Guðmundsdóttir. Tónlist fyrir leikþáttinn útsetti og samdi Finnur Torfi Stefánsson en bún- inga og leikmynd gerði Margrét Magnúsdóttir. Leikþátturinn verð- ur sýndur á virkum dögum kl. 21:00 og á laugardögum og sunnu- dögum kl. 16:00. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14:00 til 22:00 og stendur til 28. september. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15:00 er boðið upp á sérstaka dagskrá, „Reykjavíkur- spjall". Fyrsti fyrirlesarinn var frú Auður Auðuns fyrrverandi ráð- herra, borgarstjóri og forseti borgarstjómar. Seinna munu einn- ig flytja erindi Gerður Magnús- dóttir, Guðni Guðmundsson, Bragi Kristjónsson, Valgerður Tryggva- dóttir, Ludvig . Hjálmtýsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Pétur Sig- urðsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Álfheiður Kjartansdóttir. Saga borgarinnar í máli og mynd á Kjarvalsstöðum „Á 200 ára afmæli borgarinnar er ekki undarleg sú árátta okkar að líta yfír það sem liðið er og líta yfír farinn veg,“ vom upphafsorð Davíðs Oddssonar borgarstjóra í ávarpi sem hann flutti við opnun- ina. Hann sagði að sýningin væri náma af fróðleik um sögu höfuð- borgarinnar í máli og myndum og að skoða sýninguna væri að fara yfir 200 ára sögu hennar á skömm- um tíma. „Sýningin kostar mikla vinnu og fé, sem ekki er á glæ kastað,“ sagði Davíð. Hann þakk- aði þeim sem unnið höfðu að sýningunni og opnaði hana í trausti þess að gestir ættu eftir að njóta hennar. Sýningin er byggð upp á göml- um og nýjum Ijósmyndum af borgarlífínu, málverkum og líkön- um frá ýmsum tímum. Þar getur að iíta sýnishom af efnisbútum ásamt upplýsingum um hvað ein alin kostaði um það leyti sem versl- un hófst í Reykjavík. Eftirlíking af krambúð hefur verið reist innan- dyra og er þar boðið upp á bolsíur og kandís, gráfíkjur, rúsínur og sveskjur. Reist hefur verið virki sem minnir á stríðsárin og dagsett- ar loftmyndir, sem teknar voru af HÁTÍÐARHÖLD vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur hófust sl. laugardag með opnun sýningar- innar, „Reykjavík í 200 ár; svipmyndir mannlífs og byggð- ar“, á Kjarvalsstöðum. Lúðrasveit verkalýðsins tók á móti sýningargestum og lék nokk- ur lög fyrir framan Kjarvalsstaði í góða veðrinu. Þegar inn var kom- ið ávarpaði Þorvaldur S. Þorvalds- son, forstöðumaður Borgarskipu- lagsins og formaður sýningar- nefndar, gesti. Rakti hann aðdraganda að sýningunni og lýsti helstu verkþáttum um leið og hann þakkaði þeim sem unnu að undir- búningi og uppsetningu hennar. Knútur Zimsen borgarstjóri ræðir við Odd sterka af Skaganum áður en hann vindur sér í að stjóma umferðinni á horai Pósthússtrætis og Austurstrætis. Álengdar stendur Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn. Loftur Guðmundsson tók myndimar um 1920. Aðalstræti séð til norðurs. Hvíta húsið við enda göcunnar er spítalinn og klúbburinn á neðri hæðinni. Þar voru haldnir dansleikir. Hægra megin eru hús innréttinganna og lengst til hægri Sunchenberg verslun, sem seinna varð verslun Fischers kaup- manns. Myndin er frá árunum 1865 til 1870 og er ein af elstu myndum sýningarinnar. Ljósmyndari er ókunnur. Frá Austurvelli kvenréttindadaginn 19. júní 1919. Ljósmyndari Magnús Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.