Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 37 Heimsmeistaramóti unglinga í skák lokið; Ath.! Blööin eru einnig seld í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstig 1 - simi 29266. Arencidia bar sigur úr býtum - Þröstur Þórhallsson lenti í 20. til 25. sæti Heimsmeistaramóti unglinga í skák lauk í Gausdal í Noregi í gær. Þröstur Þórhallsson, full- trúi Islands á mótinu, varð í 20. til 25. sæti, en alls tóku 60 kepp- endur þátt. í mótinu, einn frá hvetju landi. Þröstur tapaði síðustu skák sinni í gær er hann tefldi við Anand frá Indlandi, en hann er alþjóðlegur meistari í skák, með 2.420 stig. Sigurvegari í mótinu var Arencidia frá Kúbu, en hann hlaut níu og hálfan vinning af 13 mögulegum. Jafn marga vinninga hlaut Agden- stein frá Noregi, en hann lenti í öðru sæti þar sem hann tapaði fyr- ir Arencidia í þriðju umferð. I þriðja sæti var Hellers, frá Svíþjóð, með níu vinninga. Jafn honum að vinn- ingum, en í fjórða sæti var Sovét- maðurinn Bareev og í fimmta sæti var Austurríkismaðurinn Klinger, sem einnig hlaut níu vinninga. Þröstur var að sögn nokkuð án-.ö, ægður með árangur sinn á mótinu, en hann fékk sjö vinninga. Mótið hefur staðið yfir í tvær vikur og heldur Þröstur heim á miðvikudag, ásamt aðstoðarmanni sínum, Davíð Ólafssyni. British Midland vill jyfirtaka leyfi til Islandsflugs Stjórn Manchester-flugvallar mótmælir því að British Airways verði svipt leyfi BRESKA flugfélagið British Midland Airways hefur sótt um leyfi tiláætlunarflug til Keflavíkur frá Heathrow- flugvelli í London, með millilendingu í Glasgow. Leyfi til flugs á þessari leið hefur verið í höndum British Airways. Fer British Midland einnig fram á að leyfi BA til flugs frá Manchester verði afturkallað. Stjórn Manchester-flugvallar hefur þegar mótmælt hugsanlegri afturköllun leyfisins. Umsóknin er nú til skoðunar hjá yfirvöldum breskra flug- mála. Framkvæmdastjóri British Mid- Iand, George Walden, vildi ekki skýra frá því hvenær flugfélagið ætlaði að byija að fljúga til Kefla- víkur, né hversu oft yrði flogið í viku. Hann sagði þó að til flugsins yrðu notaðar DC-9 vélar, sem væru þær einu í vélarkosti félags- ins er gætu flogið á úthafsleiðum. „Það væri okkur í hag að geta veitt upplýsingar, en reglur banna mér það. Breska utanríkisráðuney- tið verður að koma umsókninni á framfæri við flugmálayfírvöld á Islandi, og þætti mér leitt ef þau læsu fyrst um hana í dagblöðun- um,“ sagði hann. Mótmæli stjórnar Manchester- flugvallar eru fyrst og fremst „tæknileg“, að sögn Gilliam Lambie, blaðafulltrúa vallarins. „Við finnum engin rök sem mæla með því að leyfi British Airways falli niður, þvi British Midland hef- ur engan áhuga á því að fljúga frá Manchester til Keflavíkur. Að sjálfsögðu vonumst við til þess að British Airways hefji aftur flug á þessari leið einhvem daginn." Lambie sagði að ef bresk flug- málayfirvöld myndu fella leyflð niður yrðu sennilega engin eftirmál af hálfu vallarins. „Málið er ekki það alvarlegt," sagði hún. Lesancli góöur! Jóhannes Valdemarsson leigubílstjóri við Citroönbifreiðina sem hann keypti i desember sl. Bensini var af misgáningi dælt á bílinn áður en Jóhannes fékk hann afhentan, og telur Jóhannes að það hafi vald- ið óbætanlegum skemmdum og vill því láta kaupin ganga til baka. Því hefur umboðið neitað. Rb-tækniblöö Rannsóknastofnunar Byggingariðnaöarins eru mörgum að góðu kunn. Nú er þriðja mappan komin og fjöldi verkefna nálgast hundrað. Efni blaðanna er mjög fjölbreytt og eru þar að finna upplýsingar um flesta þætti byggingariðnaðarins, m.a. lagningu parkets, útveggjaklæðningu, hljóðeinangrun, steypu og steypuskemmdir, gufubað, sólbekki, arinn, skjólveggi, glerjun og margt fleira. Jóhannes sagði að hann hefði átt í stöðugum vandræðum með bflinn, gert margar tilraunir til að fá gang- truflanir og ýmsar aðrar smábilanir Munið að nýir áskrifendur fá 50% afslátt af möppunum. Einnig er hægt að fá einstök tækniblöð send heim en þau kosta aðeins kr. 50-70 hvert. Hringdu í okkur í síma 83200 og pantaðu það sem þú vilt fá, eða ókeypis pöntunarlista. Rannsóknastotnun byggingaridnaðarins Keldnaholti - Reykjavik Bensím dælt á nýjan dieselbíl Kaupandinn í stríði við umboðið vegna vélarbilunar af þeim sökum „ÉG TEL augljóst að sá bíll sem ég fékk afhentan er ekki sá sem ég borgaði fyrir. Bíllinn var gall- aður vegna mistaka, sem umboðið er ábyrgt fyrir, og á þeim forsendum hef ég farið fram á riftun kaupsamnings. Því hefur umboðið hins vegar alfarið neitað," sagði Jóhannes Valde- marsson leigubílstjóri hjá BSR í samtali við Morgunblaðið. Jóhannes keypti í desembermán- uði síðastliðnum bifreið af gerðinni Citroén CX Familialle, árgerð 1985, af Citroénumboðinu Glóbus hf. Kaupverð var 860 þúsund krónur. Bfllinn gengur fyrir dieselolíu, en vegna mistaka starfsmanns Skelj- ungs var hann fylltur af bensíni áður en Jóhannes fékk hann af- hentan. Jóhannesi tókst að eigin sögn með herkjum að aka bflnum hálfan kílómetra, frá umboðinu í Lágmúla í Hátún, þar sem hann hugðist láta setja í bflinn gjald- mæli. Þegar þangað var komið var rafgeymirinn orðinn orkulaus. Eftir misheppnaðar tilraunir til að hlaða geyminn var ákveðið að draga hann til viðgerðar i Kópavog. „Ég hafði ekki hugmynd um á þessu stigi að bensíni hafði verið dælt á bílinn í stað olíu. Hefði ég vitað það hefði mér ekki dottið ( hug að hreyfa hann frekar," sagði Jóhannes. „Það er stjömu olíuverk í bifreiðinni, en það fær alla smurn- ingu frá dieselolíunni. Venjulega þarf vél ekki að skaðast af því þótt lítið bensínmagn fari saman við olí- una, en í þessu tilfelli var um hreint bensín að ræða. Kunnugir segja mér að það sé ekki nokkur vafi á því að vélin hafi skemmst af þessum sökum, því bæði var mikið reynt að ræsa bflinn og auðvitað snerist vélin þegar bíllinn var dreginn í Kópavog. Má ætla að þá hafí tölu- vert bensín farið inn á bullustrokk- ana og þurrkað upp þar alla smumingu," sagði Jóhannes. lagfærðar, en alltaf hefði sótt í sama farið aftur. „Hann gekk orðið þannig að olíuverkið sló ekki alltaf út þegar gjöf var sleppt og var far- inn að „koka“ eins og illa stilltur bensínbíll. Þá var olíuverkið farið að leka með þeim afleiðingum að megna olíulykt lagði inn í farþega- rými. Bfllin hafði fleiri galla, sem komu þessum mistökum með bensínáfyllinguna ekki beint við, og því ákvað ég fyrir röskum mánuði síðan að taka af honum númerin og leggja honum, en þá hafði ég ekki hreyft hann lengi. Og fór fram á riftun samninga, en á það er ekki hlustað. Þvi hef ég nú leitað til lög- manns til að verja rétt minn. Fyrsta skrefið var að kveðja til óvilhalla menn til að meta ástand bílsins og verður það gert fljótlega," sagði Jóhannes. _ Gestur Ámason hjá Glóbus sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki þýddi að ræða um bætur eða riftun samninga fyrr en sannaðist að vélin væri skemmd. „En það hefur ekki fengist staðfest. Sérfræðingur frá verksmiðjunum í Frakklandi hefur prófað bílinn og fann hann ekkert að honum. Við höfum reynt að gera það sem í okkar valdi stendur fyrir Jóhannes, en við getum ekki látið kaupin ganga til baka nema hafa vissu fyrir að bfllinn sé alvarlega gallaður," sagði Gestur Ámason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.