Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 55
f MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 55 Arazik náði bestum árangri ökumanna Chemopetroi, varð þrettándiá 130 hestafla Skoda. með mörgum hæðum og gatnamót- um. Við höfðum aldrei séð leiðina, sem gerði erfítt fyrir nokkrum sinn- um þegar við komum æðandi að gatnamótum. í eitt skiptið var vink- ilbeygja óvenjukröpp, ég reif í handbremsuna, bíllinn skrikaði til og afturhjól hékk í augnablik útaf hengiflugi. „Ekkert mál, ekkert mál,“ sagði Sedivy á góðri ensku og áfram héldum við. Aksturinn gekk vel og við náðum betri tíma en allir sambærilegir keppnisbílar í okkar flokki. „Jæja, þá erum við búnir með síðustu leiðina," sagði Sedivy, þegar við ókum aftur í átt að Mlada Boleslav. Ég brosti og jánkaði því. Stuttu síðar þóttist ég ekki koma bílnum í gír og hamaðist á kúplingu og gírstönginni. Sedivy gránaði í framan en náði lit aftur, þegar ég setti í gir brosandi út að eyrum. Fyrir tveimur árum hafði hann dottið út á síðustu kílómetrun- um, þegar gírkassi keppnisbíls hans bilaði. Keppnisstjórinn Vaclav Arazim var ánægður þegar við komum í mark. Við náðum 39. sæti af þeim 76 sem luku keppni. Fæstir höfðu reiknað með að við lykjum keppni, vegna skorts á æfingu á leiðunum. Á fundi eftir keppni var ákveðið að ég keppti á sama bíl í rallkeppni í september og í fimm röllum á næsta ári í Tékkóslóvakíu. En skil- yrði var að ég lærði á leiðarnótur með Sedivy og í slíkt var ég til- búinn, enda von á árangri enginn án þess. Um kvöldið gerði ég til- raun til að kenna meðlimum liðsins íslenska þjóðsönginn á balli keppn- isstjómar, en ákveðið var að fyrstu tvær línumar dygðu fram að næstu keppni. Á meðan á ég að læra mikil- vægustu tékknesku orðin. Ást og rallý . . . Þýskur djass í Djúpinu HLJÓMSVEIT þýska saxófóns- leikarans Michaels Sieverts mun dagana 19. til 21. ágúst leika í Djúpinu við Hafnarstræti. Hefj- ast tónleikarnir klukkan 22:00 öll kvöldin. Michael Sievert er einn þeirra Þjóðveija sem hrifust af bandaríska fijálsdjassinum. Hann hefur á síðustu tíu ámm leikið víða um lönd auk þess sem hann nam við Crea- tive Music Foundation í New York í þrjú ár. Hann hefur einnig hljóðrit- að með öðmm þekktum djassleikur- um af yngri kynslóðinni svo sem Ahmadu Jarr, Ándrew Cyrille, Ed- vard Vesala, Harry Miller og Heinz Becker. Auk Michael Siéverts skipa hljómsveitina þeir Friðrik Karlsson á gítar, Pétur Grétarsson á tromm- ur og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Michael Sievert. Nuddstofa Krisljönu opnuð í Kaupgarði KRISTJANA Jónatansdóttir opn- aði nýverið nuddstofu í Kaup- garði á Engihjalla 8 í sanivinnu við Hárgreiðslustofu Sigríðar Finnbjarnardóttur og Lilju Guð- mundsdóttur. Kristjana býður upp á heilnudd, partanudd, andlitsnudd, svæðanudd og auk þess sérstaka meðferð gegn eiturfitu (selloite) og notar til þess olíu frá Rene Guinot, sem vinnur gegn þessu vandamáli. Kristjana nam nudd hjá Sigurlaugu Sigurð- ardóttur, Gufubaðstofunni á Hótel Sögu. Nuddstofa Kristjönu er opin 9.00—18.00 virka daga og á laugar- dögum í vetur kl. 10.00—17.00. NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 piortyimWúfcift Kristjana Jónatansdóttir á stofu sinni. AUKhl. 15.140/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.