Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1586
Sagan um Joan Kennedy
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Marcia Chellis: The Joan
Kennedy Story
Útg. Sidgwick & Jackson Ltd.
1985
Stöllumar Sylvía Guðrún, Fanný og Kristín efndu til hluta-
veltu í Rauðagerði 63 hér í bænum til ágóða fyrir Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Söfnuðust þar 830 krónur.
Þessar ungu dömur, Hulda Ýr og Móheiður, efndu til hluta-
veltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða Kross íslands og
söfnuðu rúmlega 600 krónum.
Marcia Chellis var persónulegur
vinur Joan Kennedy og auk þess
sérstakur ráðgjafi hennar þegar
eiginmaðurinn Edward Kennedy
sóttist eftir útnefningu demókrata-
flokksins í Bandaríkjunum við
forsetakosningamar 1980. Hún
hefur augsýnilega kynnzt vel Joan
Kennedy og segir sögu hennar
þennan tíma af hreinskilni og mik-
illi vinsemd í garð Joan.
Joan Kennedy giftist ung Ed-
ward Kennedy, en átti alla tíð erfitt
með að aðlaga sig að „Kennedy-
stflnum". Fljótlega tók að bera á
erfiðleikum milli þeirra hjóna og
kvensemi eiginmannsins átti hún
sérstaklega örðugt með að afbera.
Henni fannst óbærilegt að vera í
sviðsljósinu og smátt og smátt
hneigðist hún til óhóflegrar
víndrykkju og varð það ekki til að
bæta ástandið. Annar sonur þeirra
gekkst undir krabbameinsupp-
skurð, Kennedy slasaðist í flugslysi
Myndin er tekin tun það leyti sem
Kennedy tilkynnti að hann sækt-
ist eftir útnefningu demókrata-
flokksins við forsetakosningar
1980. Akveðið var að reyna að
flikka upp á hjónabandið í leið-
inni, ef það yrði honum til
framdráttar.
og til að kóróna allt kom svo
Chappaquiddick-atburðurinn til,
þegar Edward Kennedy ók út af
brú og ung stúlka farþegi í bílnum
drukknaði. Allt í kringum þann at-
burð var hið dularfyllsta og raunar
INNRITUNISTARFSNAM
Tvær nýjar námsbrautir
Bókhaldsbraut
Skrifstofubraut
1) Verslunarreikningur Skjalameðferð 401. 3ein. 5) Bókfærsla IIA+B Bók 405 601. 5ein. 1) Vélritun I 405A 401. 3ein. 5) Vélritun I4 405B 401. 3 ein.
2) Bókfærsla I Bók 205 601. 5 ein. 6) Bókfærsla III Bók813 40t. 4ein. 2) Bókfærsla I Bók 205 601. 5ein. 6) Ritvinnsla 401. 3ein.
3) Rekstrarhagfræði Rek 203 401. 3ein. 7) Tölvubókhald 401. 3) Verslunarreikningur 401. 7) Viðskiptaskjöl Skjalavarsla Tímastjórnun 401.
4) Tölvur 203 + 403 601. 6 ein. 8) Kostnaöarbókhald Kos 213 401. 3 ein. 4) fslenska 40t3ein. 8) Viðskiptaenska 401.
Tilgangur með brautum þessum er að bjóða upp á sérhæft nám
fyrir fólk í atvinnulífinu og aðra þá sem leggja vilja stund á sér-
hæft og hagnýtt nám sem tengist þeirra áhugasviði.
Hægt veröur að Ijúka brautarnáminu á einum vetri en lengst á
þremur misserum.
Námsbrautirnar eru sjálfstætt áfangakerfi sem tengjast einnig
öldungadeild að hluta til.
Frekari upplýsingar ásamt innritun er á skrifstofu
skólans í síma 688400 og 688597.
Skólinn verður settur miðvikudaginn 10. septem-
ber kl. 14.00.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Ofanleiti 1, 108 Reykjavfk.
hefur Kennedy aldrei gert mjög
sannfærandi hreint fyrir sínum dyr-
um í því máli. í bók Marciu Chellis
kemur ótvírætt fram að eftir þann
atburð var hjónaband Joan og
Kennedy varla meira en nafnið
tómt. Drykkja hennar ágerðist, hún
leitaði sér loks lækninga en féll
aftur og hélt áfram að drekka. Hún
lagði stund á píanónám sem hún
hafði hætt á yngri árum, drakk, fór
á meðferðarstofnanir og sambúð
þeirra hjónanna var slitið án þess
að um skilnað væri að ræða. Þegar
Kennedy ákvað að sækjast eftir
útnefningu flokks síns 1980 var
flikkað upp á fjölskylduímyndina
og sett á svið sæmilega lukkulegt
hjónaband. Joan var þá hætt að
drekka og hún virðist heils hugar
hafa viljað vinna að því að hjálpa
og styrkja stöðu manns síns. Á hinn
bóginn höfðu ýmsir áhyggjur af því
að hún yrði honum fremur fjötur
um fót en hitt. í þessari baráttu sem
Marcia Chellis lýsir af nákvæmni
og ritgleði, virðist Joan hins vegar
hafa staðið sig með hinum mesta
sóma. Margt forvitnilegt kemur
fram í frásögninni og fróðlegt að
fá nasasjón af öllum þessum undir-
búningi sem er í kringum slíkar
forkosningar. Allan tímann virðist
Joan Kennedy hafa vonað, að
hvemig sem niðurstaðan yrði,
myndi EkJward fást til að reyna al-
vörusambúð á nýjan leik. Sú von
brást og satt að segja er sú mynd
sem Marcia Chellis dregur upp af
Kennedy ákaflega ógeðfelld. Lok-
aður, fjarrænn maður, tilfínninga-
lega klemmdur, dæmigerður
hnútamaður og karlrembusvín. Þó
er ég ekki viss um að þetta sé vilj-
andi gert. En óhjákvæmilega hlýtur
maður að vera bara feginn því,
hvað sem öðru líður, að hann skyldi
ekki ná útnefningu — hvað þá verða
kosinn. Þó svo að höfundur kunni
að ýkja. Myndin af Joan er engin
glansmynd heldur, en hún er mann-
eskjuleg og auðskilin og á virðingu
skilið fyrir hvemig hún háði sína
eigfin baráttu og hvemig henni hef-
ur síðan famast eftir að þau hjónin
ákváðu loks að skiija að skiptum.
TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF
LaugauegilS'l-Reijfciauit 5=21901
í Tómstundahúsinu fæst geysilegt úrval af fjarstýrðum bílum
af öllum gerðum og í öllum verðflokkum. Jeppar — Pickup
— Buggí — Rallí — og hreinir kappakstursbílar. Allt þetta
fæst hjá okkur ásamt tilheyrandi mótorum og fjarstýringum.
Þú getur próflaus ekið bíl frá Tómstundahúsinu — og
gleymdu ekki varahlutaþjónustunni — Tómstundahúsið er
alvöru bílaumboð. Póstsendum um land allt.