Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
W. Bindel
skipstjóri:
Veður
víða um heim
Lægst Hæst
Akureyri 11 skýjað
Amsterdam 12 18 skýjað
Aþena 22 36 heiðskirt
Barcelona 26 hálfskýjað
Berlin 7 20 skýjað
Brússel 7 20 heiðskírt
Chicago 18 25 skýjað
Dublin 9 15 rigning
Feneyjar 21 léttskýjað
Frankfurt 10 16 rigning
Genf 13 15 rigning
Helsinki 12 14 rigning
Hong Kong 28 32 skýjað
Jerúsalem 19 31 heiðskírt
Kaupmannah. 8 17 heiðskírt
London 15 rigning
Los Angeles 17 29 heiðskírt
Lúxemborg 15 skýjað
Malaga 28 léttskýjað
Mallorca 29 skýjað
Miami '27 31 rigning
Montreal 12 17 rigning
Moskva 14 22 skýjað
New York 15 24 heiðskirt
Osló 7 16 skýjað
Peking 19 28 heiðskírt
Reykjavík 10 skúr
RíodeJaneiro 16 30 skýjað
Rómaborg 24 31 heiðskírt
Stokkhólmur 12 9 rigning
Sydney 12 18 rigning
Tókýó 22 30 heiðskírt
Vinarborg 12 24 skýjað
Þórshöfn 11 hálfskýjað
Þegar írakar gerðu árás á Sirri-eyju hinn 12. þessa mánaðar varð risaolíuskipið Azarpad fyrir
eldflaug og kviknaði í því. Hér má sjá dráttarbát reyna að koma skipverjum til hjálpar.
Iran:
Olíuútflutninerur minnkar um 50%
Nikósíu, AP. °
í SÍÐUSTU viku minnkaðj olúútflutningur írans
um helming vegna árása íraka að því er ábyggi-
legt efnahagstímarit á Kýpur skýrði frá á
mánudag. Er dagsframleiðsla nú aðeins um
600.000 tunnur að meðaltali.
Efnahagstíðindi Miðausturlanda, sem gefin eru
-út í Nikósíu, greindu frá því að íranir hefðu hætt
olíufermingu frá Sirri-eyju, a.m.k. í bili og færi nú
olíuútflutningurinn að mestu um Larak-eyju, sem
er rúmum 200 km austar og í Hormuz-sundi miðju.
Árásir voru gerðar á Sirri-eyju hinn 12. þessa
mánaðar, en þær hafa ekki orðið fyrir árás áður,
enda hafa írakskar vélar ekki fyrr flogið svo sunnar-
lega. Talið er að frakar muni nú einbeita sér frekar
að því en áður að lama efnahag íran, sem þó var
ekki beysinn fyrir.
Olíuhöfnin í Larak hefur verið lokuð að undan-
fömu vegna veðurs, en nú hefur ferming hafist að
nýju og bíður 21 olíuskip þess að geta lagt úr höfn.
Líkur eru taldar á að olíútflutningur verði samur
sem áður, en óvíst er hvenær af því verður.
Tamílarnir
ekki í hættu
Toronto, AP.
WOLFGANG Bindel, vestur-
þýski skipstjórinn sem álitinn er
hafa flutt á skipi sínu tamilana
155 er fundust á reki í björgunar-
bátum undan strönd Kanada 11.
ágúst, kveðst hafa reynt að
tryggia öryggi fólksins.
Kanadíska dagblaðið The Tor-
onto Star segist hafa rætt við Bindel
sl. sunnudag er hann var staddur
um borð í skipi sínu, Aurigae, í Las
Palmas á Kanaríeyjum. Hann hefði
ekki beinlínis viljað viðurkenna að
hafa flutt fólkið yfir hafið, en sagð-
ist hafa gert allt sem í hans valdi
stóð til að tryggja öryggi þess. Það
hefði fengið áttavita og hefði því
átt að geta bjargað sér.
Lögreglan í Hamborg í Vestur-
Þýskalandi segir að Bindel hafi
fengið fé sem svarar til um 20 millj-
óna ísl. króna fyrir að flytja fólkið
til Kanada í lest skipsins.
Er AP-fréttastofan hafði sam-
band við Bindel á mánudag vildi
hann ekki staðfesta ummælin í
kanadíska blaðinu, sagðist vera á
leið til Bremerhaven í V-Þýskalandi
og myndi ekki láta hafa neitt eftir
sér fyrr en þangað kæmi.
V
Ballettskóli
Eddu
Scheving
Skúlatúni 4
5 vikna haustnámskeið hefst 1. september. Fjölbreytt
og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa frá 5 ára. Upp-
lagt tækifæri fyrir byrjendur til kynningar áður en vetrar-
önn hefst. Innritun í síma 38360 kl. 16—18 daglega.
Afhending skírteina sunnudaginn 31. ágúst kl. 14—16.
Ferðist um
Suðurland
Á Suðurlandi eru margar helstu
perlur íslenskrar náttúru og
víðfrægir sögustaðir.
Hvar sem þú ferð er stutt í næsta
veitinga- og gististað, hótel,
sumarhús, farfuglaheimili eða
tjaldstæði. Öll önnur ferðaþjón-
usta við hæfi hvers og eins.
FerðamáSasamtök Suðurlands
Pakistan:
Sljórnarand-
staðan undirbýr
óhlýðniherf erð
Islamabad, Pakistan, AP.
FLOKKAR í stjómarandstöðu í Pakistan tilkynntu að þeir myndu
efna til herferðar þar sem fólk yrði hvatt til þess að sýna stjórn-
völdum óhlýðni þar til Zia Ul-Haq, forseti Iandsins, hefði hrökklast
úr embætti. Lögregla hélt i gær áfram þeirri iðju sinni að handtaka
leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Stjórnarandstaðan krefst þess að
efnt verði til kosninga í landinu sem
fyrst en ríkisstjómin hefur sagt að
kosningar verði ekki fyrr en árið
1990. Mohammad Kahn Junejo for-
sætisráðherra þvertók í gær fyrir
að kosningar yrðu fyrr en þá og
varaði fólk við því að bijóta lögin
eða reyna að ýta undir óróleika í
þjóðfélaginu. „Ríkisstjórnin trúir á
frjálst stjómmálalíf, en það gefur
mönnum ekki leyfí til þess að skaða
þjóðina," sagði hann meðal annars.
Junejo ræddi ástand öryggismála
í landinu við þá sem þar um véla
og eftir fundinn hermdu heimildir
að ríkisstjórnin væri staðráðin í að
bæla alla andstöðu niður með ,járn-
hnefa“.
Ekki er ljóst hvenær leiðtogar
stjórnarandstöðunnar verða látnir
lausir, en um það bil 500 þeirra
hafa verið handteknir frá því til-
kynnt var að almennir fundir yrðu
ekki leyfðir 14. ágúst síðastliðinn á
þjóðhátíðisdegi Pakistan. Meðal
hinna handteknu er Benazir Bhutto,
dóttir Alis Bhutto, fyrrum forsætis-
ráðherra, en hann var tekinn af lífi.
Að minnsta kosti 29 manns hafa
látið lífið undanfarinn tæpan hálfan
mánuð í óeirðum.
Danmörk:
Viðskiptahalli meiri
en spáð haf ði verið
Kaupmannahöfn^ AP.
VIÐSKIPTAJOFNUÐUR í Danmörku var óhagstæður um 2,3 millj-
arða danskra króna í júlí og er það töluvert meira en ráð hafði
verið gert fyrir, segir í skýrslu frá tölfræðistofnun rikisins.
Sérfræðingar um efnahagsmál
höfðu spáð því að viðskiptahallinn
yrði um einn milljarður króna. Hall-
inn í júlí 1985 var 1,3 milljarðar,
sagði í skýrslu tölfræðistofnunar-
innar.
Danir fluttu inn vörur fyrir 13,2
milljarða króna í júlí (14,03 millj-
arða í júli 1985). Aftur á móti fluttu
Danir út vörur að andvirði 10,9
milljarða króna í júlí (12,7 milljarða
í júlí 1985).
Anders Andersen, viðskiptaráð-
herra, sagði að viðskiptahallinn
væri alvarlegt mál í útvarpsviðtali
og sakaði landa sína um að vera
helst til neyslufreka.
Hann var spurður hvort grípa
ætti til sérstakra spamaðarráðstaf-
ana: „Það er alltaf verið að velta
vöngum yfír því,“ sagði ráðherrann:
„En ekkert hefur verið ákveðið um
það enn sem komið er.“
Fyrir tveimur vikum birti töl-
fræðistofnun upplýsingar um
viðskiptahallann á fyrri hluta þessa
árs. Sagði að hann hefði verið 18
milljarðar króna, en 13,7 milljarðar
fyrri hluta ársins 1985. Hallinn
fyrstu sex mánuði ársins var svipað-
ur því sem ríkisstjórnin hafði gert
ráð fyrir árið allt.