Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 IrtMI LOFTAPLÖTUR OG PRÓFÍLAR Eigum fyrirliggjandi Donn-loftaplötur stærðir 30x30 cm og 60x60 cm til upplímingar ásamt lími. T-prófílar fyrir niðurhengd loft og Paraline- stálprófílar 84 mm með 16 mm fúgu. Hringið og fáið upplýsingar. Uppsett sýnishorn í glæsiiegum sýningarsal. ÍSLEnZKA VERZLUnARrÉLAGlÐ HF UMBOÐS- & HEII.DVERZLUN ----BÍLDSHÖPÐA ló - P.O.BOX 8016 ^ 7 128 REYKJAVÍK - SÍMI687550 Minning: Zophanías Snorrason Það er laugardagskvöld 23. ágúst 1986. Við hjónin erum háttuð á heimili okkar á Blönduósi. Konan mín sofnar strax, þreytt eftir önn dagsins. Bömin og bamabörnin em í heimsókn úr Reykjavík. Ég get ekki sofnað, er að hugsa um fjöl- skylduna og atburði síðustu daga. Fimmtudaginn 13. ágúst varð hún mamma mín níræð. Við fómm suð- ur og heimsóttum hana á Hrafnistu. Ósköp var hún orðin gömul. Hún man ekkert orðið, nema helst það sem er fjærst í tímanum. Við gáfum okkur ekki tíma til að heimsækja Zóphónías frænda sem nú var búinn að vera á sjúkrahúsum í nærri þijú ár. Hún varð 87 ára 18. maí síðast- liðinn. Á fímmtudagsmorgun 20. ágúst hringir síminn. Það var Snorri frændi minn að segja mér fréttina. „Hann pabbi dó í morgun." Nú var þessari löngu bið lokið. En ævin hans Zóphóníasar hafði ekki öll verið bið, svo athafnasamur sem hann var. Um allt þetta var ég að hugsa og gat ekki sofnað. Það var betra að klæða sig aftur, heldur en liggja andvaka. Kannski gæti ég látið pennann fylgja hugs- unum mínum eftir. Ég settist við borðið mitt. Fyrir framan mig voru myndir af afa mínum og ömmu og nú leitar hugurinn til Skagafjarðar til ársins 1890. Ég sá fyrir mér ung hjón, þau Snorra Bessason frá Kýr- holti í Viðvíkursveit og Önnu Bjömsdóttur frá Enni í sömu sveit. Þau voru að byija sinn búskap að Stóragerði í Óslandshlíð. Þar bjuggu þau í þijú ár og þar fædd- ist þeim fyrsta bamið 13. maí 1891. Var það sonur sem var skírður Steinn Marinó. Þaðan fóru þau að Hringveri 1893—99. Þar fæddust fjögur böm: Guðrún 13. ágúst 1896, og tvíburabróðir hennar er lést fárra mánaða, Bjöm Helgi 23. maí 1898 og Zóphónías 18. maí 1899. Lengst bjuggu þau hjónin í Garðakoti í Hjaltadal frá 1899— 1916 og þar fæddist yngsti sonur- inn Bessi 13. október 1901. Nú sé ég fyrir mér lágreistan bæ, lítil og þýfð tún. Ég sé hann afa minn, kvikan og kraftmikinn vera að slétta túnin og dytta að húsum. Ég sé bömin leika sér í kringum hann og reyna að hjálpa til. Ég sé hana ömmu mína við hlóðimar að elda matinn. Ég sé fjölskylduna alla í baðstofunni á kvöldvökunni. Aii er að flétta reipi, bömin, enn lítil, ærslast á baðstofugólfinu. í gegnum ærslin og rokkhljóðið henn- ar ömmu heyri ég hana raula: Drottinn blessi börnin þessi, bóndinn Snorri sem að á Zóphónías, Bjöm og Bessi blíður Steinn og Guðrún smá. Eins og áður segir fluttust þau Anna og Snorri í Garðakot árið 1899. Þar ólust bömin upp og áttu sín athafna- og hamingjuár. Á heimilinu ríkti glaðværð og vinnu- semi. Það var spunnið, pijónað og ofið, það var smíðað, bundnar inn bækur og leikið á hljóðfæri. Afí smíðaði langspil, og spilaði á það. Bræðumir komust einhvem veginn yfir orgel sem spilað var á og mik- ið sungið. Árið 1916 hafði skipast veður í lofti. Þá hafði komist inn á heimilið sá illræmdi gestur, sem á þeim tíma lék þessa þjóð grátt, hvíti dauðinn, berklamir. Hættu þau hjónin þá búskap í Garðakoti og fluttust að Enni. Þar lést Anna árið 1917. Elsti _______A ÁÆTLANA- GERÐAR- KERFIÐ MULTIPLAN Multiplan er áætlanageröarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér við útreikninga. Viö áætlanagerð getur Multiplan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu. Markmið námskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. Efni: Uppbygging Multiplan-(tölvureikna) • Helstu skipanir • Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). Tími og staður:___________ 28. ágústkl. 8.30-17.30 og 29. ágúst kl. 8.30-12.30 Ánanaustum Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur Stiómunarfélaa Islands Ananaustum 15 Sími: 6210 66 Sigurrós Jóhanns- dóttir - Minning Fædd 23. ágúst. 1895 Dáin 18. ágúst 1986 Lækningamiðillinn, sjáandinn og mannvinurinn Sigurrós Jóhanns- dóttir er látin. Hún lézt að morgni 18. ágúst, á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar, 92 ara að aldri. Ég kynntist Sigurrósu heitinni um áramótin 1977, er hún bjó í Bjamaborg við Hverfisgötu. Þá hafði birst viðtal við hana í Jóla- blaði Tímans, og þótti mér það viðtal það merkilegt, að ég ákvað að halda á hennar fund og ræða við hana um lífsreynslu hennar, rannsóknir, viðhorf og mannlífíð í sinni víðustu mynd. Það sem vakti fölskvalausa virð- ingu mína í garð þessarar greindu konu, var hversu heil og víðsýn fordómalaus og djúpskyggn hún var á aðrar sálir og hve fram úr hófí glettin hún var á menn og málefni. Hún helgaði líf sitt gjörsamlega kærleikanum öðrum til handa í rúma hálfa öld. 24 tíma sólarhrings- ins var þessi góða kona á þönum í þágu annarra, ef það gat orðið ein- hveijum að liði. Með okkur Sigurrósu tókst prýð- isgóð vinátta er hélst alveg fram í andlátið, og þótt rúmur 50 ára ald- ursmunur væri á milli okkar, þá var ekki hægt að fínna það, því hún var aldurslaus með öllu. Það var engu líkara en ung stúlka væri á ferðinni, en ekki nærri 100 ára gömul kona. Hún gat sett sig inn í líf dýra, smábama, unglinga, ungs fólks, þroskaðs fólks, aldraðs fólks, ham- ingjusams fólks og sorgmædds fólks. Þar sem Sigurrós fór, var ekki ótuktin á ferð. Hún átti hana ekki til. En hún trúði gjörsamlega á það góða og uppbyggilega og varðveitti sína guðstrú frá föðurhúsum fram í andlátið. Sigurrós talaði iðulega um það þegar mikið lá við, að það væri „soddan rusl á flandri“ allstað- ar. Þá átti hún við mannlífíð í sinni svörtustu mynd. Sigurrós þurfti oft á lífsleiðinni, að skipta um húsnæði og sætta sig við miður góðar aðstæður, en alla þá erfíðleika bar hún með reisn, án þess svo mikið sem blikna. Hún eignaðist fjögur mannvæn- leg böm með Hannesi, manni sínum, en hann féll frá um 1960. Tvö þeirra eru á lífi, þau Sigríður og Jóhann, en Borghildur lést 1955 og Agnar lést fyrir um 2 ámm, og var móður sinni mikill harmdauði. Hún gekk Ijórum bamabömum sínum í móðurstað, þeim Gísla, Kalla, Sigga og Sigurrósu yngri, og reyndist þeim öllum traust og ástrík móðir. Árið 1981 varð merkisár í lífí Sigurrósar þá réðst Hörpuútgáfan á Akranesi í það að gefa út bók um líf og starf hennar er nefnist: „Lækningamiðillinn og sjáandinn Sigurrós Jóhannsdóttir" er Þórar- inn Elís Jónsson skráði. Vinnsla og gerð þessarar bókar var Sigurrósu ákaflega kær, og jók henni lífsgleði og styrk — því með þessu móti gat hún náð til fólks um land allt. Og orðið því að liði. Fyrir dyrum stóð að gefa út aðra bók um starf hennar og stóð efnis- öflun einmitt yfir er kallið kom. Með Sigurrósu er gengin ein af göfugustu dætrum íslands. Hún var stórbrotinn persónuleiki, skaprík, og umfram allt óendanlega glettin, hlý og mild kona, — mér liggur við að líkja henni við móður jörð, því hún var svo mikil af sjálfri sér. Ég vil að endingu þakka þessari fallegu, góðu og göfugu vinkonu minni samfylgdina þessi 9 ár er við höfum þekkst og árna henni heilla á nýjum víddum, því ég efa ekki að hún muni áfram sem fyrr „vinna á björtum leiðum". Guð blessi minningu Sigurrósar Jóhannsdóttur. Rósa Ingólfsdóttir sonurinn, Steinn Marinó, hafði farið suður til náms að mig minnir í Flensborg árið 1909—10. Árið 1911 giftist hann Steinunni ísaksdóttur, hjúkrunarkonu á Vífílsstöðum. Þau eignuðust eina dóttur, Fjólu, gifta Lúðvík Jósefssyni. Árið 1918 kemur Steinn heim að Enni. Er mér sagt að það ár hafí hann verið fluttur á kviktijám frá Enni til Sauðárkróks og dáið þar sama ár. Nú er þetta orðin mikil harmsaga svo heimilið leystist upp. Fara bræðumir þrír suður en Guðrún fer með föður sínum að Hólum í Hjaltadal og búa þau í gamla torfbænum sem marg- ir hafa séð. Guðrún, móðir mín, fer svo til Reykjavíkur 1920. Hún gift- ist Bjarna Sigmundssyni og eignuð- ust þau fjögur böm. Bjöm, sem var bókbindari, flutt- ist til Kaupmannahafnar og giftist þar, eignaðist einn son, Gunnar Snorrason. Hann missti þá konu. Giftist aftur Helenu sem er enn á lífi og á með henni eina dóttur, Mimi Snorrason. Hann dó af slys- fömm. Afí kemur svo suður 1923. Bræðumir tveir, Zóphónías og Sigurrós Jóhannsdóttir frá Skíðsholti í Mýrasýslu lézt þ. 18. ágúst nærri 91 árs að aldri. Hún dvaldist í heimahúsum til 28 ára aldurs, en fluttist þá til Reykjavík- ur. Hún giftist Hannesi Gíslasyni og áttu þau 4 böm, sem öll komust upp og hafa átt böm. Sum bama- börnin ólust upp hjá Sigurrósu. Sigurrós mun lengi hafa búið við lítil efni og kröpp kjör, og ekki var hún í hópi þeirra, sem hátt ber í þjóðfélaginu. En sú reisn, sem fylg- ir hinu rétta hugarfari, og ekki þarf á vegtyllum að halda, var henni gefín í ríkum mæli. Minnist ég nú þessarar konu sem einnar af hinum mætustu persónum, sem ég hef kynnzt á ævi minni. Kynni mín af Sigurrósu hófust fyrst, og þó aðeins lítillega, í sam- bandi við Jón Sigurðsson guðfræð- ing, sem var með bæklaðar hendur og gat því ekki orðið prestur. Ævi- kjör hans voru ekki sem bezt, og mun hún hafa hlynnt að honum. En hann hafði mikinn áhuga á hug- sambandsfræðum, og þar var Sigurrós fyrir, og bar þessu öllu vel saman við minn áhuga og minna beztu kunningja. Jón lézt, og féll þetta niður. Nokkmm ámm síðar vora hafnar samfelldar sambands- tilraunir á vegum Nýalssinna, og segir mér þá góður félagi, að til sín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.