Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 22

Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Þessir verkamannabústaðir í Hamborg eru hlutí þeirra, sem Schiesser hefur nú keypt víðs vegar um Vestur-Þýskaland. V estur-Þýskaland: Brauðgerðarmaður kaupir 200.000 verka.ma.nna.ihii ðir Vestur-þýska Alþýðusambandið, DGB, seldi alls óþekktum brauðgerðareiganda, Horst Schiesser, í Vestur-Berlín alla verka- mannabústaði sambandsins fyrir helgina. Sala byggingafyrirtæk- isins Neue Heimat, sem reistí og rak bústaðina með gífurlegu tapi, kom eins og þruma úr heiðskiru loftí. Sérstakur ráðgjafi var í óða önn að reyna að bjarga þvi frá gjaldþroti þegar leiðtogar Hlutafélags um félagsbúskap, BGAG, sem rak Neue Heimat, til- kynntu að verkamannabústaðirnir væru seldir og Alþýðusamband- ið laust allrar ábyrgðar á þeim. Schiesser greiddi 50 miiyónir þýskra marka, um einn milijarð 17 milljarða marka skuld hvílir Neue Heimat var stofnað snemma á sjötta áratugnum þegar Alþýðusambandið ákvað að byggja hundruð þúsunda íbúða fyrir láglaunafólk. Mikill hús- næðisskortur ríkti þá enn í Vestur Þýskalandi eftir eyðileggingu seinni heimsstyrjaldarinnar. DGB reisti alls 260.000 íbúðir sem um ein milljón manns býr nú í víðs vegar um landið. Rekstur íbúðanna fór að ganga illa um miðjan áttunda áratuginn og þingnefnd er nú með hann f rannsókn. Stjóm Neue Heimat keypti land sem engin þörf reynd- ist fyrir, hún byggði íbúðir sem enginn vildi búa í; flárfesti í lúxus- íbúðum í París, hóteli í Mónakó og landsvæðum í Suður Ameríku; og safiiaði óviðráðanlegum skuld- um. Sérstakur ráðgjafi, Manfred Meier-Preschany, var ráðinn um síðustu áramót til að ráða fram úr erfíðleikum byggingafélagsins. Hann er kristilegur demókrati en fyrrverandi bankastarfsmaður og þekktur fyrir að hafa gegnt mikil- vægu hlutverki í endurreisn AEG-fyrirtækisins. Hann sá að Neue Heimat var ekki viðbjargandi og lagði til að byggingafyrirtækinu, sem er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu, yrði skipt upp á milli landa Vest- ur-Þýskalands. Johannesi Rau, jafnaðarmanni og forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen, leist vel á það og var reiðubúinn að kaupa 40.000 Neue Heimat-íbúðir í umdæmi hans. Stjóm jafnaðar- manna og græningja í Hessen var einnig reiðubúin að kaupa 30.000 íbúðir í Hessen. Leiðtogar annarra landa vom ekki eins sólgnir í íbúð- imar. Flestar þeirra era í norður- isl. kr., fyrír 200.000 íbúðir sem á. Brauðgerðarmaðurinn Horst Schiesser hefur ekki verið áberandi í vestur-þýsku við- skiptalífi. Nú hefur hann fest kaup á 200.000 verkamanna- íbúðum. hluta Vestur-Þýskalands og þykja mjög mismunandi að gæðum. Efnahagsástandið þar er verra en annars staðar í landinu og leið- togamir sáu ekki fram á að þeir gætu selt íbúðimar aftur. í Suð- ur-Þýskalandi var lítill áhugi á að hjálpa Alþýðusambandinu og Jafnaðarmannaflokknum að ráða fram úr erfíðleikum Neue Heimat svo skömmu fyrir kosningamar 25. janúar n.k. Meier-Preschany taldi sig vera búinn að tryggja rekstur fyrirtæk- isins út næsta ár þegar honum var tilkynnt að Neue Heimat væri selt. Forstjóri BGAG, Alfons Lappas, og aðrir verkalýðsleið- togar trúðu því ekki að þessi kristilegi demókrati gæti reist byggingafyrirtækið við. Það var orðið óvinsælt í verkalýðshreyf- ingunni vegna hneykslismála og leiðtogar Jafnaðarmannaflokks- ins, eins og Hans-Jochen Vogel, formaður þingflokksins, gagn- rýndu það harðlega. Lappas og félagar hans ákváðu að grípa til eigin ráða. Schiesser skrifaði Lappas bréf í maí og lýsti yfír áhuga á að kaupa Neue Heimat. Lappas tók bréfíð ekki alvarlega og stakk því ofan í skúffu. Hann mundi aftur eftir því þegar raddir um að losna við byggingafélagið urðu æ há- værari. Hann ræddi við Schiesser og kaupsamningurinn var gerður án þess að forystumenn Alþýðu- sambandsins og Jafnaðarmanna- flokksins væra látnir vita. Um 2.500 starfsmenn Neue Heimat munu skipta um vinnu- veitanda um mánaðamótin þegar Schiesser eignast verkamannabú- staðina. Milljón leigjendur munu þar með fá nýjan leigusala. Schiesser býst við að fækka starfsfólki um 400 í framtíðinni og segir að leigjendur megi búast við hærri leigu þegar leigusamn- ingar þeirra renna út. Schiesser, sem er 56 ára, er lærður bakari og verslunarmaður. Hann erfði brauðgerð af föður sínum og rekur hana auk þess að fást við ýmis viðskipti önnur. Hann hefur ekki verið áberandi í vestur-þýsku viðskiptalífí fram til þessa og er hann sagður „ósköp venjulegur maður". Hann hefur trú á að Neue Heimat geti borið sig ef fyrirtækið er rekið rétt. Hann hefur ráðið Jurgen Haven- stein, skattaráðgjafaogfv. starfs- mann flárfestingafyrirtækis, forstjóra Neue Heimat. Þeir von- ast til að smærri fjárfestingaraðil- ar Qárfesti í fyrirtækinu, en Schiesser segir að hann kæri sig ekki um stóra hluthafa. „Við vilj- um gera Neue Heimat að því sem það átti að verða: sterkt og traust byggingafyrirtæki, ekki síst fyrir fólkið sem býr { íbúðum þess.“ Heimild: Der Spiegel. Á ferð I Reykjavík. Skólaganga í sveitmni. í Þjóðminjasafninu Utanríkisráðherra á allsherjarþingi MATTHÍAS Á. Mathiesen utanríkisráðherra situr nú 41. allsheijarþing Samein- uðu þjóðanna sem formaður íslenzku sendinefndarinnar á þinginu og hélt á mánudag ræðu í ahnennri umræðu þingsins, segir í frétt frá utanrí kisráðuneytinu. í för með utanríkisráðherra era þeir Ólafur Egilsson, skrifstofu- stjóri, Hreinn Loftsson, aðstoðar- maður ráðherra og Davíð Ólafsson fyrrverandi seðlabankastjóri. Auk þeirra annast fastanefnd íslands hiá Sameinuðu þjóðunum þátttöku Islands í störfum þingsins og er Hörður Helgason sendiherra varaformaður sendinefndarinnar. Samkvæmt venju er gert ráð fyrir að þingflokkamir eigi einnig full- trúa sem sitji allsheijarþingið. Þingið hófst 16. september og mun ljúka um miðjan desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.