Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 230. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, við upphaf leiðtogafundarins í Höfða í gærmorgun. Morgunbiaðií/Ragnar Axeisson ^ Reagan: Eg er alltaf bjartsýnn æ Gorbachev: Islendingar vilja samninga RONALD Reagan og Mikhail Gorbachev ræddust við í tæpar tvær klukkustundir i Höfða að morgni laugardags. Þegar Morgunblaðið fór i prentun siðdegis var annar fundur þeirra að hefjast. Ekkert hefur verið látið uppskátt um efnisatriði viðræðnanna og samkvæmt ákvörðun bcggja aðila verður það ekki gert fyrr en þeim er lokið. Á fundinum í gærmorgun ræddust þeir Reagan og Gorbachev eins- lega við með túlkum og skrifurum i 51 mínútu, en siðan kvöddu þeir utanrikisráðherra sina George Shultz og Eduard Shevardnadze til viðræðnanna og voru þeir með leiðtogunum þar til fundinum lauk. Áformað er, að þriðji fundur leið- toganna verði í Höfða um kl. hálf ellefu í dag, sunnudag, og hugsan- lega verður boðaður Qórði fundur- inn síðdegis. Mikhail Gorbachev hefur boðað til blaðamannafundar í Háskólabíói sídegis í dag. Larry Sp>eakes, blaðafulltrúi Hvíta húss- ins, sagði Morgunblaðinu, að sá fundur breytti í engu ákvörðun Reagans að efna ekki til blaða- mannafundar hér á landi og ávarpa þjóð sína að kvöldi mánudags. Ronald Reagan kom til fyrri laugardagsfundarsins í Höfða kl. 10:23, en Gorbachev kom kl. 10:29. Fyrir utan Höfða spurðu frétta- menn forsetann, hvað hann vildi segja. „Góðan daginn" sagði hann og brosti og hélt inn í húsið með föruneyti sínu, Shultz, John Poin- dexter öryggismálaráðgjafa, Donald Regan starfsmannastjóra, Paul Nitze, ráðgjafa um afvopnun- armál, Rozanne Ridgway, aðstoðar- utanríkisráðherra, aðstoðarmönn- um og öryggisvörðum. Gorbachev var einnig fámáll fyrir utan Höfða, en virtist í hýru skapi eins og Bandaríkjaforseti, þrátt fyrir að gengi á með skúrum og strekkingi. Þegar Gorbachev kom til fundarins var Reagan í stofunni i Höfða, en gekk síðan út á tröppumar og heils- aði honum. Með Gorbachev vom Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra, Anatoly Dobrynin, yfir- maður alþjóðadeildar sovéska kommúnistaflokksins, og Alexand- er Yakovlev, sérlegur ráðgjafi Gorbachevs. Þeir gengu síðan inn í húsið, þar sem Davíð Oddsson, borgarstjóri, bauð leiðtogana form- lega velkomna í Höfða með þeim orðum að Reykvíkingar væru ánægðir og stoltir yfir þvi, að vera gestgjafar þeirra og borgaryfirvöld- um væri sérstaklega kært að þeir skyldu hafa valið þennan fundar- stað. Borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að leiðtogamir hefðu beðið sig fyrir þakkir til borg- arbúa og borgaryfírvalda. Við svo búið skráðu þeir nöfn sin í nýja gestabók Höfða og kvöddu borgar- stjóra. Merki Reykjavíkur var í blómaskreytingu á milli þeirra stóla, sem leiðtogamir sátu í, á meðan hópar ljósmyndara sinntu störfum sínum. Rétt áður én viðræður leiðtog- anna hófust fengu nokkrir frétta- menn og ljósmyndarar að fara inn í Höfða í fáeinar mínútur. Við það tækifæri sagði Gorbachev við Reag- an: „íslendingamir, sem við hittum í gær reyndu að sannfæra mig um það með mjög góðum rökum, að við yrðum að ná einhverju sam- komulagi við yður, herra forseti. Ég spurði þá, hvort þeir hefðu sagt hið sama við forsetann og þeir full- vissuðu mig um það.“ Reagan var spurður, hvort hann hefði einhveij- ar nýjar tillögur fram að færa. „Við munum ræða það á fundin- um,“ svaraði hann. Hann vildi engu spá um það, hvort dagsetning næsta leiðtogafundar yrði ákveðin í Höfða, en sagði: „Eg er alltaf bjartsýnn." Þegar Gorbachev var spurður um dagsetningu næsta fundar svaraði hann: „Þið vitið, að við ætium að ræða mörg málefni við forsetann.“ Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna fundarins í Höfða. íslenskir lögreglumenn og borgaralega klæddir öryggisverðir frá Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um voru fyrir utan Höfða, en stórt svæði í nágrenninu er afgirt og hundruð íslenskra björgunarsveita- manna þar á varðbergi. Á hús- þökum í nágrenninu og í nærliggj- andi byggingum eru vopnaðir verðir, þ.á m. úr svonefndri Víkingasveit lögreglunnar. Þá ligg- ur Islenskt varðskip í Rauðarárvík og vamar óviðkomandi umferð sjó- leiðina. Sjá fréttir og greinar á bls. 2, 3, 4, 5, 20, 21 og 32-33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.