Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 4
Georgi Arbatov er annar frá vinstri og Jevgeny Yelikov lengst til hægri. Morgunblaðið/Einar Falur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 ILEIÐTOGAFUNDURINN I REYKJAVIKH * ________ I skoðunarferð um Reykjavik: Raisa áhugasöm og spurði margs MEÐAN á heimsókn Raisu Gorbachevu stóð var hún meðal annars spurð að því hvemig henni litist á íslendinga. Hún sagði að hún hefði ekki kynnzt þeim mikið, en fyrsta tilfinning hennar væru sú að þeir væru friðsöm þjóð í miklu jafnvægi. Þetta væri aðeins fyrsta tilfinn- ingin, en hún væri yfirleitt rétt. Raisa Gorbacheva fór í skoðunar- ferð um Reykjavík í gær ásamt Eddu Guðmundsdóttur forsætisráð- herrafrú og fylgdarliði. Fjölmargir fréttamenn og ljósmyndarar fylgdu henni og fylgdarliði hennar eftir. í ferðinni var komið við í sundlaugun- um í Laugardal. Raisa gekk fram á brún sundlaugarinnar og sund- laugargestir klöppuðu fyrir henni. Hún brosti og klappaði á móti og sagðist vona að fólk hresstist af sundsprettinum. Síðan breyttist tónninn í rödd hennar og það þurfti engan rússneskusérfræðing til að heyra hvað henni fannst mikið til um ungan sundlaugargest, sem svamlaði upp að laugarbrúninni með góðri aðstoð móður sinnar. Raisa beygði sig niður og tók í hönd barnsins, sem hefur eflaust undrast hvað þessi fína kona var að segja. Óskaði gestum alls hins besta Ekki varð dvöl Raisu við sund- laugarbrún löng. Hún kallaði yfir laugina að hún óskaði gestum alls hins besta og hvarf síðan aftur inn í anddyri sundlaugarinnar. Þar tók hún Júlíus Hafstein, formann íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur tali og spurði hann um sundlaugar í Reykjavík og fyrst og fremst um það hvaðan heita vatnið í laugamar kæmi. Þá fannst henni mikið til koma þegar Júlíus tjáði henni að sundlaugar í Reykjavík væru §órar og gestir þeirra væru 1,4 milljónir árlega. Spurði hún hvort sund væri þá ekki vinsælasta íþróttin á íslandi. Júlíus sagði að sundið væri vinsælasta almennings- íþróttin, en af keppnisíþróttum væri knattspyman vinsælust. Þegar talið barst að knattspymunni hló Raisa og vissi greinilega af leik íslenska landsliðsins og þess so- véska fyrir skömmu, þar sem liðin skyldu jöfn og skoruðu eitt mark hvort. Raisa var leyst út með gjöf í sundlaugunum, því henni var færð- ur glervasi, sem gerður var í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar. Að lokinni laugarferð var haldið í Breiðholtið, ekið um og Raisu sýnd ný íbúðarhverfi. Á leið að stofnun Áma Magnússonar var ekið fram- hjá Árbæjarsafni og þar hægði bílalestin ferðina. Mestan áhuga á Konungsbók í Ámastofnun leiddi Ólafur Halldórsson, handritafræðingur og deildarstjóri, Raisu Gorbachevu um safnið og sagði henni frá því mark- verðasta, sem þar er. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Raisa hefði verið mjög áhugasöm og spurt mikið um handritin og íslendinga- sögumar. Mestan áhuga hefði hún haft á Konungsbók Eddukvæða og spurt um höfund hennar, en því miður hefði ekki verið hægt að svara þeirri spumingu. Hann sagð- ist einnig hafa lesið fyrir hana kafla úr Flateyjarbók, þar sem minnzt er á Garðaríkí (Rússland). Hún hefði greinilega haft gaman af því og hefði sagt að gaman væri að á þeim tíma hefði verið samband milli ríkjanna og vonaðist til að það héld- ist áfram. Ólafur sagði að heim- sóknin hefði verið ánægjuleg og áhugi Raisu Gorbachevu hefði verið meiri en margra annarra gesta, sem þangað hefðu komið. Öiyggisverðir hefðu látið lítið fyrir sér fara, en blaðamenn verið fullmargir og að- gangsharðir. í stofnun Áma Magnússonar var Raisu Gorba- chevu færð að gjöf Helgastaðabók, en í henni er að finna Nikulásar- sögu, en Nikulás er þjóðardýrlingur i Rússlandi. {Ámagarði varð lítilsháttar rösk- un á gangi mála og meðal annars varð að færa til og fresta prófí í læknisfræði. Sigrún Ámadóttir, einn nemenda í læknisfræði sagði að prófið hefði þurft að færa af þriðju á fjórðu hæð og það dregizt um 15 mínútur. Hún sagði að þó þetta hefði gerzt, hefðu nemendur ekki haft teljandi ama af og fannst í góðu lagi að rýma til fyrir Raisu Gorbachevu. Vildi sjá hannyrðir Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur, tók á móti Raisu Gorbachevu í Þjóðminjasafninu að lokinni heim- sóknni í Stofnun Áma Magnússon- ar. Hún bað fyrst og fremst um að sjá hannyrðir og hafði mikinn áhuga á útskurði og vefnaði. Þór Magnússon sagði hana hafa spurt margs. Meðal annars hvaðan ís- lendingar hefðu fengið timbur. Sér hefði verið ánægja að geta sagt frá því, að hluti rekaviðar hefði komið Morgunblaðið/Bjami Raisa Gorbacheva ræðir við Júlíus Hafstein í sundlaugunum í Laug- ardal. Fyrir miðri mynd er túlkur Raisu. Raisa Gorbacheva og Edda Guðmundsdóttir lögðu leið sína í stofnun Áma Magnússonar og koma hér til safnsins ásamt fylgdarliði sínu. frá Síberíu. Hún hefði lýst ánægju með það, sem hún hefði séð og borið það saman við gamla muni, sem hún þekkti frá Ukraínu. Auk þess hefði hún haft mikinn áhuga á fomum klæðnaði íslendinga og þjóðbúningum. í þjóðminjasafninu var Raisu færð að gjöf íslandsbók Hjálmars Bárðarsonar og eftirlíkingu af Þórs- hamrinum, sem er eins konar einkennismerki safnsins. Að loknum hádegisverði í Ráð- herrabústaðnum við Tjamargötu var Alþingi heimsótt. Þaðan var haldið í Æfingadeild Kennarahá- skólans þar sem Raisa hitti nemendur sem hafa sent þjóðarleið- togunum bænarskjal um frið. Þá var listasafn Einars Jónssonar Hnit- björg skoðað og Leifur Breiðijörð glerlistamaður sóttur heim. Degin- um lauk með kvöldverði á heimili forsætisráðherrahjónanna. Til Þingvalla í dag í dag ferðinni heitið til Þingvalla þar sem sr. Heimir Steinsson mun taka á móti Raisu og fylgdarliði. Hádegisverður verður snæddur í ráðherrabústaðnum. Að honum loknum verður ekið að bænum Búr- felli í Grímsnesi þar sem hjónin Böðvar Pálsson og Lísa Thomsen taka á móti gestunum. Á leið til Reykjavíkur verður komið við í Hótel Örk í Hveragerði þar sem drukkið verður kaffí og íslenskar vörur kynntar. Framtíðarviðræður leiðtoganna í húfi nA■ l. .. í*.. ... .,.. V._! / - sagöi Georgi Arbatov um Reykjavíkurfundinn GEORGI Arbatov, yfirmaður Kanada- og Bandaríkjastofnun- ar Sovétríkjanna, og Yevgeny Velikov, vopnasérfræðingur í sovésku vísindastofnuninni, lögðu höfuðáherslu á að Sovét- menn hefðu stöðvað kjamorku- vopnatilraunir um stundar sakir en Bandaríkjamenn haldi þeim áfram á fréttamanna- fundi á Hótel Sögu í gær. Þeir sögðu að eftirlit með vopnatil- raunum væri ekki lengur vandamál og sú yfirlýsing Bandarikjamanna að Ronald Reagan, forseti, ætlaði loks að biðja öldungadeild þingsins að samþykkja gamla samninga um vopnadlraunir, TTBT og PNET samningana, sé fullkomið auka- atriði. „Þessir samningar hafa verið virtir. Samþykkt þingsins hefði skipt máli 1976 en ekki nú,“ sagði Arbatov. Það vakti athygli á fundinum að þessir tveir háttsettu sérfræð- ingar Sovétríkjanna nefndu geimvamarannsóknir Bandaríkja- manna ekki einu orði. Evgeni Primokov, sem var einn talsmanna Sovétstjómarinnar á fundinum, sakaði Bandaríkja- menn um að bijóta samkomulag um fréttaleynd yfir viðræðum Reagans og Gorbachevs með því að skýra frá nýjum tillögum um takmarkanir á kjamorkuvopnatil- raunum á föstudagskvöld. Arbatov sagði að leiðtogafund- urinn í Reykjavík væri mjög mikilvægur. „Hér verður úr því skorið hvort að viðræður leiðtoga stórveldanna halda áfram í fram- tíðinni eða ekki,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.