Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Lífsgleðin leysir vandann ÞÆR VORU kátar stöllurnar Margrét Edea Stefándsdóttir og Edda Bergmann þjálfari f Sjálfs- bjargarlauginni. Enda er œrin ástæða til því Margrét, sem er spastísk, hefur sýnt miklar framfarir í sundinu. Fyrst þegar hún kom á æfingu lá hún hreyf- ingarlaus í kútnum en núna heimtar hún að fá að synda ein fyrir forvitna blaðamenn. Það þarf ekki að koma á óvart þó Magga eigi eftir að verða með- limur f keppnisflokki ÍFR. 11 * . f » ♦♦ * gSNQ; Keppnisflokkur ÍFR f sundi. Þau eru: Kristfn, Hulda, Jón, Friðbergur, Halldór, Haukur, Óli, Sóley, Elfsabet, Ásdfs, Skúli og Oddný. íþróttafélag fatlaðra Reykjavík Gífurlegur sundáhugi ÞAU Erlingur Jóhannson og Edda Bergmann sundþjálfarar hjá íþróttafélagi fatlaðra hafa f nógu að snúast því innan félagsins er gíf urlegur áhugi á sundi. Oneitan- lega hlýtur það þó að vera ánægjulegt fyrir þjálfarana þegar þeir sjá hinar miklu framfarir sem margir nemendur þeirra sfna f íþróttinni. Flestir innan félagsins byrja sundiðkun sína í byrjendaflokki. Þar komast félagarnir yfir vatns- hræðsluna en til þess beitir Ragna ýmsum brögðum og er söngurinn um litlu andarungana óspart not- aður. Úr því að litlu andarungarnir hneigja höfuð í djúpið og hreyfa Iftil stél þykir krökkunum spenn- andi að feta í fótspor þeirra. Eftir sundæfingarnar í byrjenda- flokknum er farið í heitu pottana þar sem gerðar eru teygjuæfingar sem eru þessum íþróttamönnum yfirleitt mjög nauðsynlegar og gagnlegar vegna fötlunar sinnar. Sumir fara beint í keppnisflokk eftir að hafa verið útskrifaðir úr byrjendaflokki og hefst þá alvaran. Æfingarnar þar hefjast á þrekæf- ingum og þar dugir sko ekkert elsku mamma. Eftir að Erlingur þjálfari hefur séð til að allir taki vel á á þrekæfingunni er farið ( laugina og þar er ekkert gefið eftir heldur. Sumir hafa ekki áhuga á að fara í keppnisflokkinn en þeir geta þá farið í svokallaðan Öðlingaflokk sem er flokkur þeirra sem eru vel syndir og einnig er öðlingaflokkur oft millistig milli byrjenda- og keppnisflokks. Að fylgjast með æfingu hjá sundfólkinu í íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík er skemmtileg reynsla. í því félagi er íþróttafólk sem hefur náð ótrúlegum árangri. Árangur þessara krakka er tilkominn vegna samspils margra þátta og aðila en fyrst og fremst vegna dugnaðar þeirra sjálfra. ( íþróttum fatlaðra endurspeglast bestu eiginleikar íþróttagleði; glaðværð, félags- skapur og uppbygging líkama og sálar. • Snorri Karlsson 6 ára er f byrjendaflokknum f sundi hjá ÍFR. í fyrra lenti hann f slysi og lamaðlst fyrir neðan mitti. Hann hefur náð sór ótrúlega vel sfðan og gengur núna einn og óstuddur. Þessu þakkar hann þjálfuninni og sundinu en hann fer í sund þrisvar f viku og þykir skemmtilegast að kafa. • Halldór tekur á á þrekœfingu. Halldór Sævar Guðbergsson: Annará heims- leikum fatlaðra HALLDÓR Sævar Guðbergsson er félagi í íþróttafélagi fatlaðra f Reykjavfk og æfir hann og keppir í sundi með því féiagi. Halldór keppir í flokki sjónskertra og hef- ur hann náð sérlega glæsilegum árangri í þeim flokki. Á heimsleikum fatlaöra unglinga sem haldnir voru í Englandi nú í september hafnaði Halldór í 2. sæti í baksundi og 3. sæti í bringu- sundi. „Það er nú kannski ekki J hægt að segja að ég hafi verið nálægt því að vinna heimsmeist- aratitil því það var þó nokkurt bil á milli mín og þess sem sigraði í baksundinu. En ef þessir leikar verða haldnir aftur næsta ár á ég góða möguleika því þá verð ég 16 /////////iínHHUHV ára og verð því ekki árinu yngri en keppinautar mínir eins og var í mörgum tilfellum á mótinu í Eng- landi," sagði Halldór um þennan glæsilega árangur. Auk ferðarinn- ar á heimsleikana hefur kappinn farið í 3 keppnisferðir erlendis þannig að hann er orðin veraldar- vanur. ( vetur veröur allstíft keppnis- prógramm hjá Halldóri og fólögum hans því a.m.k. 5 mót eru fyrirsjá- anleg og því verður að æfa vel. Um það svíkst Halldór heldur ekki því hann æfir allt að 4 sinnum á viku. Þessar æfingar hafa skilað sór og er hann nú fremstur í sínum flokki hér á iandi þrátt fyrir að hafa aðeins æft í 3 ár. 60 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.