Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Peter Strauss og Mary Steenburgen í nýjum framhaldsmyndaflokki ríkissjónvarpsins Ríkissjónvarpið hefur í kvöld sýningar á framhaldsmyndaflokki frá BBC sem gerður er eftir skáldsögu F. Scotts Fitzgerald, Tender Is the Night eða Ljúfa nótt eins og hún heitir í íslenskri þýðingu. Myndaf lokkurinn er í sex þáttum en á eftir fyrsta þættinum í kvöld verður sýnd athyglisverð heimildamynd um Fitzgerald og eiginkonu hans, Zeldu. Peter Strauss í hlutverki Divers. Ljúfa nótt eftir Fitzgerald John Heard í hlutverki Abe North. Með aðalhlutverkin í sjónvarpsþáttunum fara Peter Strauss (Masada) og Mary Steen- burgen, handritshöfundur er Dennis Potter en leikstjóri Robert Knights. Sagan hefst í Zurich árið 1917. Dick Diver (Strauss) er ungur bandariskur sálfræðingur sem starfar í Sviss. Hann verður ástfanginn af forríkum landa sínum, Nicole Warren (Steenburgen), sem þjáist af ofsóknarbijálæði og dvelur á geðveikrahæli. Hún er dóttir margmilljóner- ans Devereux Warren (Edward Asner) og sinnisveiki hennar er sprottin af kynferðislegu sambandi við hann. Diver hefur mjög góð áhrif á Nicole og kvænist henni, ekki síst fyrir hvatningarorð systur hennar, Baby Warren (Kate Harper). Hann leggur þar með væntanlegan frama í sálfræðinni á hilluna, gefur sig allan að Nicole og hellir sér út í hið ljúfa líf ríka fólksins. Dick og Nicole eru glæsilegt par. Þau eign- ast vini eins og ungu Hollywood-stjömuna Rosemary Hoyt (Sean Young), málaliðann Tommy Barban (Joris Stuyck) og tónskáldið og fyllibyttuna Abe North (John Heard). Framhjáhald og ágreiningur setja svip sinn á sambandið og taka þungan toll af viðkvæmri heilsu Nicole. En eftir því sem tímar líða færist drykkjusýki Divers í vöxt og geðheilsa Nicole batnar að sama skapi. Allt hans líf hefur snúist um að líta eftir henni en eftir því sem hún verður sterkari og sjálfstæðari fjarlægjast þau hvort annað. Eins og flest önnur verk Fitzgeralds er Ljúfa nótt byggð á reynslu hans sjálfs og konu hans Zeldu. Hann hafði lifað nógu lengi til að skrifa sögu um sinnisveiki og drykkju- sýki. Hvort tveggja þekkti hann vel. Þættimir voru fílmaðir á þeim stöðum sem Fitzgerald dvaldi á í Evrópu: Rívíerunni í Frakkiandi, París og Sviss. „Stundum held ég að Zelda og ég séum persónur í sögum mínum," á hann að hafa sagt einhvequ sinni. í heimildamyndinni um Fitzgerald, sem sýnd verður að fyrsta þættinum loknum, er talað við ýmsa af samtíðarmönnum hans eins og Morley Callaghan, sem skrifaði um sam- skipti sín við Fitzgerald og Hemingway í hinni indælu bók That Summer in Paris, og Mal- colm Cowley, bókmenntagagnrýnanda, sem sá um endurútgáfu á Ljúfu nótt eftir leið- beiningum sem lágu eftir Fitzgerald að honum að lýsa þessu tímabili og fólkinu sem setti svip sinn á það af meiri kunnáttu og list en nokkur annar bandarískur höfundur og nær þetta tvennt hátindi í skáldsögunni Gatsby hinn mikli, sem út kom árið 1925. Níu árum seinna kom Ljúfa nótt. Það hafði tekið hann langan tíma að koma henni frá sér því það var eins og hann hefði aldrei næði til að skrifa hana. Hann varð alitaf að vera að skrifa smásögur fyrir Saturday Even- ing Post til að hafa í sig og á, sinnisveiki Zeldu ágerðist með árunum og drykkjusýki hans sjálfs að sama skapi. Hann treysti mjög á að Ljúfa nótt sæi honum fyrir peningum í rikum mæli svo hann gæti losað sig úr skuld- um og hætt að hafa fjárhagsáhyggjur, en það brást. Ljúfa nótt, sem Fitzgerald leit alltaf á sem sína bestu bók, seldist aðeins í 12.000 eintökum. Peningaþörfin rak hann til Hollywood. Hann missti aldrei trúna á hæfleika sína, segir einkaritari hans frá þessum tíma, en það var orðin breyting á; hinn ungi, sjálfsör- uggi og lífsglaði Fitzgerald þriðja áratugarins var orðinn einrænn, daufur og drykkjusjúkur Hollywood-penni. Hann vann lítil afrek í draumaverksmiðjunni en byrjaði á sinni síðustu skáldsögu, The Last Tycoon. Honum auðnaðist ekki að ljúka við hana. Hann lést af hjartaslagi árið 1940. Handritshöfundur myndaflokksins Ljúfa nótt er rithöfundurinn Dennis Potter eins og áður sagði ,en hann hefur skrifað fjölda sjón- varpsleikrita og er kannski þekktastur fyrir þætti sína hjá BBC, sem seinna urðu að bíó- myndinni Pennies From Heavens. Leikstjór- inn, Robert Knights, er einnig þekktur í Bretlandi fyrir störf sín í sjónvarpi, banda- ríska leikarann Peter Strauss þekkjum við vel úr Masada en mótleikari hans, Mary Steenburgen, hefur ekki leikið mikið í sjón- varpi. Jack Nicholson veitti henni fýrst athygli og fékk hana til að leika í mynd sinni Goin’ South. Næst lék hún í Time After Time með breska leikaranum Malcolm McDowell, sem hún seinna giftist. Steenburgen fékk Óskars- verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Melvin og Howard með Paul Le Mat og Jason Rob- aíds en síðan hefur hún unnið með leikstjórum eins og Woody Allen (Kynlífsgamanmál á Jónsmessunótt) og Milos Forman (Ragtime). Mary Steenburgen (Nicole) og Joris Stuyck (Barban) í Ljúfa nótt. látnum. Einnig er talað við ævisöguritara Zeldu, Nancy Milford, Matthew Bruccoli, ævisöguritara Fitzgeralds, og Shelu Graham, sem annaðist Fitzgerald í Hollywood. Fitzgerald gaf jassöldinni nafn, lifði hana og sá hana brenna út. Hann fæddsit í borg- inni St. Paul í Minnesota og nam við Prince- ton-háskólann í Qögur ár en hvarf frá námi árið 1917 og gekk í herinn. Hann vildi taka þátt í stríðinu, láta reyna á hugrekki sitt, en hann komst aldrei til Evrópu. Daginn sem hann steig í flutningalestina sem bera átti hann í stríðið var lýst yfir vopnahléi. Hann komst aldrei að því hvort hann væri hugrakk- ur maður. Fyrsta skáldsaga hans kom út þremur árum síðar og hann nefndi hana This Side of Para- dise. Hann hafði byijað á bókinni, sem gerist í háskóla, í helgarfríum meðan hann var í hemum og var bókinni það vel tekið að hann þurfti ekki að hafa neinar fjárhagsáhyggjur næstu árin ólfkt samferðamönnum sínum eins og Faulkner eða Hemingway. Allt snerist um að eignast peninga og eyða þeim eins og fram kemur í heimildamyndinni og þótt hann hefði þá næga á tímabili eignað- ist hann aldrei neitt. Peningamir fóru í hótelreikninga, veitingahús, ferðalög og leigu. En hann var aldrei ríkur eins og fólkið sem hann umgekkst og skrifaði um. Hann hafði unun af að vera með unga, rika og fallega fólkinu. „Ég held að hann hafi ekki þekkt nokkum fátækan mann,“ segir samtíðarmað- ur hans. Því hefur verið haldið fram að þessi snemm- komna velgengni hafi í rauninni orðið Fitz- gerald meira til ills en góðs. Þetta voru ár mikilla veisluhalda og Fitzgerald hafði ekkert á móti slíku um dagana. En hann átti eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.