Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 NYJA LEIÐTOGAFRUIN EFTIR JÚLIU VOSNÉSSENSKAJU DagblöÖ og tímarit á Vesturlöndum eru önnum kafin viö þaÖ aÖ segja fréttir af feröalögum Raissu Gorbasjovu, af heillandi framkomu hennar og klœÖaburÖi, og fjölmargar fréttamyndir birtast af henni viÖ öll möguleg tœkifœri. Heima í Rússlandi veit almenningur hins vegar ekki neitt um eigin- konu œÖsta leiÖtogans — alveg eins og þess hefur veriÖ gœtt þar í landi aÖ þegja vandlega um eigin- konur fyrri leiÖtoga i Kreml, og þaggaÖ hefur veriÖ niður í þeim konum innan Flokksins, sem á ein- hvern hátt hafa tekiö aÖ sér aÖ sýna sérstakt pólitískt árœÖi og ákveÖna afstööu. Allt frá dögum Nadéshdu Krúpskaju, eiginkonu og baráttufélaga Lenins, hefur þessi háttur veriÖ hafður á. Júlia Vosnésenskja, rithöfundur frá Leningrad („Kvenna-Dekameron'j, gagnrýnir erlendis ogger- ir samanburÖ á því sjónarspili og hinni fandsam- legu stefnu Kreml-forystunnar í garð sovéskra kvenna. Sovézk stjórnvöld visuöu Júlíu Vosnés- enskaju úr landi eftir aÖ hún haföi fengiÖ aÖ reyna þjáningarfulla fangavist í sovézka Gúlaginu. „Hvemig fellur þér við Raissu Gorbatsjovu?" spurði fréttamaður austurríska sjónvarpsins sovézkan sjóliða á götu í Moskvu, þegar hann var að leita álits almennings á eiginkonu leiðtoga Sovétríkjanna. Sjóliðinn yppti öxjum: „Hvað kemur hún mér við? Ég er hrifinn af konunni minni." Sennilega kom þetta svar Aust- urríkismanninum mjög á óvart, því að einmitt á sama tíma kepptust blaðamenn og fréttamenn á Vest- urlöndum við að lýsa því, hvert sovézka leiðtogafrúin væri að fara í það og það skiptið og hvers vegna, hvemig hún hafi verið klædd, í hvers konar skóm hún hafí verið, hvenær hún hafí brosað framan í einhvem og svo framvegis og svo framvegis. Tveir heimar Og hvað stóð svo um allt þetta tilstand í sovézkum blöðum? Ekki orð, ekki stafkrókur. Af sovézkum blöðum að dæma hefur Raissa Gorbatsjova ekki farið í neitt ferða- lag, var hvergi erlendis og hefur því samkvæmt þessu ekki snúið heim aftur neins staðar frá — ef frá er talin ein fréttamynd, þar sem frú Gorbatsjova sést í hópi hinnar opinbem sovézku sendinefndar til Genfar (þess skal hér getið innan sviga, að sovézkur almenningur frétti ekki um tilvist eiginkonu næsta sovézka aðalritara á undan, Tsjémenkos, fyrr en hún var orðin ekkja, og hana gat að líta við hina hátíðlegu útfararathöfn eiginmanns síns). Það kom mér því óneitanlega á óvart, þegar ég, ein fyrsta sovézka baráttukonan fyrir jafnrétti kynj- anna, andófskona og fyrrverandi Gúlag-fangi, höfundur bókar um sovézkar konur, sem gefín var út á Vesturlöndum, að einmitt ég skyldi allt í einu vera beðin um að skrifa um Raissu Gorbatsjovu. Og af hverju skyldi ég undrast það? Jú, það er af því að ég, líkt og svo margir pólitískir flóttamenn á Vesturlöndum, lifí á vissan hátt samtímis í tveimur heimum, það er að segja hér í Þýzkalandi — og svo í annan stað heima í Rússlandi. Eins og við öll, sem emm landflótta, fylgist ég svo sem kímileit með öllu stússinu í kringum eiginkonu Gor- batsjovs, því að það veit ég, að í Sovétríkjunum er hún á engan hátt talin vera nein fremsta frú landsins, ég veit að enginr. hefur hinn minnsta áhuga á henni þarlendis og enginn hefur neina þörf fyrir hana. Það verður vart hjá því komizt að spyrja, hver hún eiginlega sé, úr því að það er skrifað um hana hérna á Vesturlöndurn og talað um hana. Satt bezt að segja er ég sjálf algjör- lega sammála áðurnefndum sovézk- um sjóliða, sem kom austurríska fréttamanninum svo mjög í opna skjöldu með svari sínu: Eg þykist sannfærð um, að þessi sjómanns- kona, ósköp venjuleg rússnesk koná, sem verður að sjá af manni sínum svo mánuðum skiptir, bíður full óróleika eftir að hann snúi heim aftur — kona, sem verður á meðan að sjá ein og óstudd sínum farborða og annast um fjölskylduna í fjar- veru mannsins; ég er þess fullviss, að heima í Rússlandi hefur fólk meiri áhuga á þessari konu, ég held að hún veki þar meiri athygli manna; hún á samúð allra vísa. Raunveruleg kjör rússneskra kvenna all- ólík kjörum Raissu Gorbatsjovu En áður en ég vík aftur að Raissu, ætla ég, kæri lesandi, að leyfa mér smávegis útúrdúr. Fyrst vil ég koma hér opinberlega með brennandi ástaijátningu. Ég ann rússneskum konum. Þeim konum, sem ekki er skrifað um í vestrænum tímaritum; þeim konum, sem sjást að kvöldlagi með töskur og inn- kaupanet í neðanjarðarbrautum og strætisvögnum í sovézkum borgum. Ég elska þessar konur, sem sitja daprar og uppgefnar í biðstofum sovézku skriffinnanna og biðja um, að barnið þeirra fái aðganga að bamaheimili, að loksins verði gert við skemmdirnar í herbergisloftinu heima hjá þeim; konur sem eru að biðja um að komast bara í eitthvað húsnæði — eða grátbæna meira að segja um einhveija vernd gegn eiginmönnum sínum, sem eru von- lausir drykkjusvolar. Ég ann rússnesku bændakonun- um, sem vínna baki brotnu á litla jarðskikanum, sem þær mega kalla sinn eigin, og tekst að næra börnin sín með þeim jarðargróða, sem litla landspildan gefur af sér — og raun- ar dijúgum meira en það, því að samanlagt afla þessar vinnusömu bændakonur einum þriðja allra íbúa Sovétríkjanna viðurværis eins og hinar opinberu hagskýrslur frá Moskvu staðfesta ár eftir ár. Ég ann sovézku kvenlæknunum. Fyrir regluleg sultarlaun (miklu lægri laun en það, sem bílstjóri ber úr býtum eða handverksmaður) og við starfsskilyrði, sem m.a. fela í sér „ókeypis læknishjálp" — og raunar kostar hún fólk líka sáralít- ið, vegna þess hve allt sem lítur að sovézkum læknavísindum er óskaplega langt á eftir tímanum — færa þær sönnur á órofa tryggð sína við hinn hippokratíska eið og það af þvílíkri þrautseigju, að þess finnast naumast nokkur dæmi nú- orðið meðal lækna hér á Vestur- löndum. Ég ann kennslukonunum okkar í Sovétríkjunum, sem stöðugt verða að bijóta um það heilann, á hvern hátt sé unnt að sneiða nokkurn veginn hjá hinni opinberlegu fyrir- skrifuðu hugmyndafræðilegu námsskrá, hvernig fara eigi að því að smeygja þó í kennslunni líka inn hjá bömunum þeim hugtökum, sem hafa að geyma varanlegan sann- leika og hafa alltaf gildi í lífinu, auk þess breytilega sannleika, sem Flokkurinn lætur boða; þær velta því fyrir sér hvernig hægt sé að rækta með börnunum ósvikna sómatilfinningu og siðferðiskennd en ekki bara innantómar siðferðis- kenningar Flokksins. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.