Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 19
aaor q^gÓTWi vr .fnTOAnTTMMTT?. aiGA TflWTTOSTOT/ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 15 milljón lítra of- framleiðsla á mjólk INNANLANDSSALA mjólkur og mjólkurafurða á siðasta verð- lagsári samsvarar 96.826 þúsund lítrum mjólkur. Er það um einni milljón lítra minna en á árinu á undan. Á þessu sama tímabili var innvegin mjólk hjá mjólkursam- lögunum 111.586 þúsund lítrar. Offramleiðsla mjólkur i landinu samsvaraði því nærri 15 milljón lítrum mjólkur og er framleiðsl- an rúmlega 15% umfram innan- landsneyslu. Þess ber jafnframt að geta að stefnt er að samdætti mjólkurframleiðslunnar niður í 106 milljónir lítra á yfirstand- andi verðlagsári og niður í 102 miiyónir lítra á því næsta. Á verðlagsárinu voru seldir 34.884 þúsund lítrar af nýmjólk, og er það 1.304 þúsund lítrum eða 3,6% minna en árið á undan. Sala á léttmjólk og súkkulaðimjólk hefur aftur á móti aukist mikið og ef all- ar tegundir seldrar mjólkur eru dregnar saman kemur í '.jós að í lítrum talið er lítilsháttar aukning á milli verðlagsára, eða 0,57%. Af öðrum mjólkurafurðum er það að segja að sala rjóma jókst um 3,02%, skyrsala minnkaði um 6,28%, sala á undanrennu jókst um 8,43% og mysu um 34,89%, smjörsala minnk- aði um 1,46% og sala á ostum jókst um 2,53%. Ölvunarakst- ur í Keflavík AÐ SÖGN lögreglunnar í Keflavík voru finun kærðir fyrir ölvunarakstur aðfaranótt laug- ardags. Mennimir voru teknir á tímabil- inu 11 á fostudagskvöld til 8.30 á laugardagsmorgun. Tíðindalítið var á öðrum stöðum úti á landsbyggð- inni samkvæmt heimildum lögregl- unnar, minni háttar umferðarslys varð á Akureyri er bam hljóp fyrir bíl í miðbænum. Þá gistu 3 fanga- geymslur lögreglunnar þar í bæ. Aukning í framleiðslu og sölu á svínakjöti SALA á svínakjöti hefur aukist um tæp 16% á síðasta verðlags- ári, ef marka má bráðabirgða- skýrslu Framleiðsluráðs Rúðubrot í miðbænum TALSVERÐ ölvun var á ungling- um í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt og rúður brotnar. Að sögn lögreglunnar voru rúður brotnar í gullsmíðaverslun í Hafnar- stræti, gleraugnaverslun í Austur- stræti og Ferðamiðstöðinni í Aðalstræti. landbúnaðarins um framleiðslu og sölu svínakjöts. Framleiðslan hefur líka aukist, en þó ekki svo mikið að framleiðsla og sala er nokkurn veginn í jafnvægi ef lit- ið er á árið i heild. í upphafi verðlagsársins, þann 1. september 1985, vom til í birgð- um 50 tonn af svínakjöti. Fram- leiðslar. á árinu var 1.795 tonn, 306 tonnum eða 20,6% meiri en árið á undan. Seld voru 1.771 tonn af svínakjöti, sem er 240 tonnum og 15,7% meira en verðlagsárið 1984/85. Birgðir af svínakjöti í lok verðlagsársins, þann 31. ágúst síðastliðinn, voru taldar vera 70 tonn og er það tæpum 20 tonnum eða 39,5% meira en var í birgðum í upphafi verðlagsársins. Ýsulöndun í Reykjavík. Gert ráð fyrir að ýsuafli verði 50 þúsund tonn Úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar: FYRSTU átta mánuði þessa árs var ýsuafli svipaður og á sama tima í fyrra. Skýrslur um afla á sóknareiningu eru aðeins fyrir hendi frá togurum. Fyrstu 5 mánuði ársins hefur afli togara á sóknareiningu aukist um 13% miðað við sömu mánuði 1985. Sóknargögn fyrir báta- flotann liggja ekki fyrir, en fyrstu 5 mánuði ársins reyndist ýsuafli bátaflotans þó fjórðungi minni en sömu mánuði 1985. Gert er ráð fyrir að ýsuaflinn 1986 verði mjög svipaður og 1985 eða 50 þúsund tonn. Síðustu tvö ár hefur aldursdreif- ing ýsuaflans breyst þannig, að eldri árgangar eru að mestu úr veiðinni, en yngri árgangar orðnir uppistaða aflans. Hlutur 7 ára og eldri ýsu er 20% í fjölda og 30% í þyngd. Fyrstu fimm mánuði ársins 1986 er hlutur árgangs 1980 32% í þungd og árgangs 1981 24%. Astand stofnsins Veiðistofn ýsu, það er 4 ára og eldri fisks er áætlaður 165 þúsund tonn og hrygningarstofn 115 þús- und tonn í ársbyijun 1986. Hliðstæð úttekt á ástandi ýsustofnsins frá september 1985 gerði ráð fyrir að stærð veiðistofns í upphafi áré 1986 væri 150 þúsund tonn og stærð hrygningarstofns 95 þúsund tonn. Árgangur frá 1982 er nú talinn heldur stærri. Miðað við 50 þúsund tonna veiði á árinu 1986 er áætlað að veiði- stofn í ársbyijun 1987 verði 165 þúsund tonn og hiygningastofn óbreyttur. Styrkur árganga frá 1983 og eldri er í meginatriðum óbreyttur að undanskildum árgang- inum frá 1982. Allt öðru máli gegnir um árgang 1984. í síðustu úttekt var hann áætlaður af meðal- stærð. í stofnmælingaleiðangri botnfiska í mars 1986 voru árgang- ar 1984 og 1985 mjög áberandi í sýnunum. Með tilliti til þess hefur styrkur þessara árganga verið end- urmetinn. Þessir árgangar eru nú taldir sterkir eða 80 og 100 milljón- ir 2 ára fisks, en meðalárgangur telst 66 milljónir. Síðan árið 1982 hefur vöxtur ýsu aukist fram til 1985. Fyrir árið 1986 er gert ráð fyrir sömu meðal- þyngd eftir aldri og árið 1985, en í framreikningi ýsustofnsins er not- ast við meðalþyngd áranna 1983 til 1985. Æskilegt að halda óbreyttri sókn Framreikningar á stærð ýsu- stofnsins fyrir árin 1987 til 1989 miðað við mismunandi ársafla eru byggðir á áðumefndum forsendum um árgangastærðir þyngd og nýlið- un og að afli árið 1986 verði 50 þúsund tonn. Veiðistofn ýsu er áætlaður 165 þúsund tonn í ársbyijun 1987. Þar sem tveir sterkir árgangar era í uppvexti, mun veiðistofninn fara stækkandi frá og með árinu 1988. Við óbreytta sókn mun afli ekki aukast að marki fyrr en árið 1989. í ljósi þessa telur Hafrannsókna- stofnunin æskilegt að halda óbreyttri sókn í ýsustofninn næstu árin og samkvæmt því er lagt til að ýsuafflinn verði 50 þúsund tonn 1987 og 55 þúsund tonn 1988. Tenorsaxafónleikarinn George Adams. Góðir gestir snúa aftur - George Adams/Don Pullen kvartettinn í Islandsheimsókn Það kemur stundum fyrir að góðir jazzgestir koma aftur í Islandsheimsókn. Niels-Henn- ing 0rsted Pedersen kemur hér reglulega og jazzsendiboðar Art Blakeys hafa leikið hér tvívegis. Nú er von á kvartetti George Adams og Don Pullen og munu þeir haida tónleika í boði Jazzvakningar fimmtu- daginn 16. október i Gamla bíói. Þeir félagar komu hingað i nóvember 1979 og héldu þá tónleika sem seint gleymast í Austurbæjarbiói. Kvartettinn skipa George Ad- ams er leikur á tenorsaxafón og flautu, Don Pullen er leikur á píanó og Danny Richmond trommuleikari, en þeir þremenn- ingamir komu hingað 1979 og era allir þekktir fyrir leik sinn í hljóm- sveit Charles heitins Mingusar bassasnillings. Bassaleikari kvart- ettins nú er Lonnie Plaxico en Cameron Brown kom með þeim 1979. Lonnie er aðeins 26 ára gamall en hefur leikið með köpp- um á borð við Art Blakey, Dexter Gordon og Chet Baker auk ung- stirni jazzins, Wynton Marshalis. Danny Richmond er aldurs- forseti kvartettins, fimmtugur og fæddur í New Vork. Hann er tengdari Charles Mingus en flest- ir aðrir, lék með honum á áranum 1956—1970 og frá 1974 til dauða bassaleikarans. Á árunum 1970—74 lék hann með ýmsum poppuram: Mark-Almond, Joe Cooker og Elton John. Auk þess að leika með Adams/Pullen leikur Danny með eigin hljómsveit og kennir. George Adams er 46 ára og á rætur að rekja í blús og gospeltón- list. Hann lék með köppum á borð við Sam Cooke og Bill Doggett áður en hann komst í slagtog við Roy Haynes, Gil Evans og Art Blakey. 1973 réðist hann til Ming- usar og lék með honum það sem eftir var ævi Mingusar. Saxafónleikur hans ber merki rýþmablúsins sem framúrstefn- unnar og hann syngur oft frábærlega blús. Flautuleikari er hann góður og bassaklarinettið leikur í höndum hans. Don Pullen er 42 ára og nam m.a. píanójeik hjá Muhal Richard Abrams. Á áranum 1965 til 70 var hann með eigin hljómsveit en lék síðan með Ninu Simon og Art Blakey. Til Mingusar kom hann 1973. Hann er óvenjulegur píanisti og fer ekki alltaf hefðbundnar leiðir. Handleggi og olnboga notar hann þegar verkast vill og er þá mikill hamagangur á sviðinu. Samt er sveiflan alltaf á fullu því eins og George Adams er Pullen frábær blúsisti og rýþmaskynjun- in öragg. Það er öraggt að þeir er nutu tónleika þeirra í Austurbæjarbíói gleyma því seint og ekki verða þessir tónleikar síðri ef að líkum lætur, því kvartettinn er nú talinn ein fremsta smáhljómsveit jazz- heimsins. „ _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.