Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 41
41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
Frá opnun sýningarinnar
Norræn vika í Stykkishólmi
Stykkishólmi t/
Laugardaginn 4. oktober var
opnuð í Hótel Stykkishólmi, norr-
æn vika og standa að henni
Norræna félagið og Stykkis-
hólmshreppur. Samskonar vika
hófst einnig i Borgarnesi, Akra-
nesi og Búðardal.
Sýning var um leið opnuð á
sænskum grafíkmyndum, eftir
myndlistarmanninn Ulf Trotzig, en
hann er með merkustu nútímalista-
mönnum Svíþjóðar. Menningarfull-
trúi sænska sendiráðsins Esbjöm
Rosenblad opnaði sýninguna með
því að flytja kveðju þjóðar sinnar
og minnast aukinna tengsla þjóð-
anna í gegnum norræna samvinnu.
Rakti hann að nokkru listamanns-
feril Ulfs. Margir gestir vom
viðstaddir og í upphafí bauð Sturla
Böðvarsson sveitarstjóri viðstadda
velkomna. Sérstaklega hina að-
komnu gesti. Af hálfu norræna
félagsins í Reykjavík mætti Eyjólfur
Pétur Hafstein. Ellert Kristinsson
oddviti tók síðastur til máls og
flutti þakkir Stykkishólmshrepps,
fagnaði aukinni samvinnu Norður-
landa og minntist samskipta við
vinabæi Stykkishólms með gagn-
kvæmum heimsóknum m.a. för
leikfélagsins til Finnlands og Lúðra-
sveitarinnar til hinna vinabæjanna.
Þakkaði þessa sýningu og norræna
kynningu. Þá skoðuðu gestir sýn-
inguna og létu vel af, en sýningin
verður opin áfram.
Næsta fímmtudag 9. október
verður svo í félagsheimilinu Fær-
eyjakvöld í umsjá Hjartar Pálssonar
fyrmrn forstjóra Norræna hússins
í Færeyjum. Sýnd verður kvikmynd
frá Færeyjum og Hjörtur flytur
erindi um Færeyjar. Þá les hann
úr færeyskum bókmenntum og
heimamenn aðstoða við lestur
þýddra ljóða.
Föstudaginn 10. október er svo
sænski homaflokkurinn Luijámt-
ama með tónleika og sænska
vísnasöngkonan Theresa Juel syng-
ur, en hún er mjög þekkt sænsk
vísnasöngkona og hefír verið hér á
landi í söngferð með Bergþóru
Ámadóttur. Hún syngur einnig
íslensk lög. Homaflokkurinn sam-
anstendur af 6 hljóðfæraleikurum
og hefír hann leikið víða og getið
sér gott orð.
Norræna félagið rekur um-
fangsmikia starfsemi í Norræna
húsinu í Reykjavík og þar er ailtaf
eitthvað að gerast í landkjmningum
og listum. Þar koma fram á hveiju
ári margir listamenn allra Norður-
landanna. Félögum §ölgar og
viðfangsefnin aukast og vináttu-
bönd meðal þegna þjóðanna vaxa.
Og þær dragast nær hver annarri.
Þökk þeim sem leggja hér hönd að.
| jármögnunarfélagið Lýsing hf.
óskar að ráða
| ramkvæmdastjóra
í
jármögnunarfélagið Lýsing hf. óskar að ráða
FRAMKVÆMDASTJÓRA. Starfið krefst víðtækrar viðskipta-
fræðimenntunar og starfsreynslu. Við leitum að einstaklingi,
sem tilbúinn er að taka að sér krefjandi starf í nýju fyrirtæki
með öfluga bakhjarla.
L
ýsing hf. er alíslenskt hlutafélag í eigu
Búnaðarbanka Islands, Landsbanka íslands, Brunabóta-
félags íslands, Sjóvátryggingarfélags íslands hf. og Líftrygg-
ingarfélags Sjóvá hf. Félagið mun m.a. annast fjármögnunar-
leigu og er ætlað að tryggja að fgrysta hérlendis á þessu
sviði verði í íslenskum höndum. í stjórn Lýsingar hf. eru:
Helgi Bergs, Jón Adolf Guðjónsson, Ingi R. Helgason, Einar
Sveinsson, Sólon Sigurðsson og Brynjólfur Helgason.
U.
msóknum um starf framkvæmdastjóra,
ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun skal senda
stjórn félagsins í pósthólf 57, 121 Reykjavík fyrir 24. október
n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og
þeim svarað.
MIIITIPLAIV
framhaldsnámskeið
ítarlegt og vandað námskeið fyrir þá sem
kunna grunnatriðin í notkun MULTIPLANS
en vilja læra að nota möguleika kerfisins til
fulls.
Dagskrá:
* Upprifjun á helstu skipunum í MULTIPLAN
* Rökaðgerðir í MULTIPLAN
* Notkun stærðfræðifalla
* Endurreikningsaðferðin „ITERATION"
* Ýmis algeng verkefni leyst með MULTIPLAN
* Notkun tilbúinna líkana í MULTIPLAN
* Tenging við teikniforritið CHART
* Notkun MACRÓ skipana í MULTIPLAN 2.0
* Umræður og fyrirspurnir
Tími 20., 22. og 24. október kl. 17—20.
Innritun í símum 687590 og 686790
tesasfMTÖLVUFRÆÐSlAN
Borgartúni 28.
.«#
JUNCKERS
HARÐVIÐAR
Parket
Á LAOER
Hvitt beyki 12 mm
Hvitt beyki 22 mm
BeykiA 12mm
BeykiB 12mm
BeykiA22mm
Askur22mm
EikB 12mm
EikB22mm
GEGNHEILT OG VARANLEGT
EGILL ARNAS0N HF.
PARKETVAL
SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111