Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 27
A TCTT/T T cr^qrOT^O <?r 5TTTOA0T.TMMTTP (TT MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 27 Fréttabréf úr Borgarfirði eystra: Litið yfir liðið Leiðir allra ferðamanna liggja i Álfastein. Borgarfirði eystri. „Syrtir að í sálum, sorgblíð titrar innsta þráin, björkin er nú bliknuð, blómin eru löngu dáin, sumarsöngvum lokið, svifnar lóur út í geiminn Það er eins og ellin ætli nú að sigra heiminn.” Þannig kveður Jóhannes úr Kötl- um á vetumóttum og svo vildu fleiri kveðið hafa. En nóg um það. Að haustnóttum er við hæfi að líta yfír liðið sumar og sannfær- umst við þá um, að það var okkur gott og gjafmiit, að vísu blandið skuggum og skúrum, en veitti okk- ur þó margar sólskinsstundir. Við munum þær nú a.m.k. betur, en hinar myrkari, þegar upp er gert. Segja má, að hér hafi aflast vel í sumar, þótt dregið hafi úr afla- föngum með haustinu og mun hlutur sjómanna góður, þegar vertíð líkur á heimaslóðum. Grasspretta var góð og hey hirtust óhrakin að mestu. Eftirlitsmaður og skytta hreindýra, Páll Sveinsson í Hvann- stóði, lætur vel af veiðunum. Felldi hann 61 dýr og fýllti þannig kvót- ann. Telur hann stofninn hér svipaðan og undanfarin ár eða ca. 300—500 dýr. í vor vora unnir 10 refir og 25 minkar í Víkum og ná- grenni Borgarfjarðar. Um síðustu helgi var farið í fyrstu fjallgöngur og smalað í Húsavík og Loðmundarfirði. Til þessa hefur fé verið slátrað hér heima, en í haust mun sláturfé flutt í sláturhúsin á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Frystihúsið héma er í eign KHB, Egilsstöðum og varð alitaf að stöðva frystingu fisks í því í sláturtíðinni. En stjóm KHB taldi flárhagslega hagkvæmara að flytja sláturfé til fyrmefndra staða, en að stöðva fiskvinnslu hér á meðan. Er ekki að efa að íjárhagslega er þetta fyrirkomulag hagkvæmara, enda þótt bændur séu þar ekki á einu máli, því flutningur flárins hefur aukinn kostnað í för með sér fyrir þá og svo missa þeir spón úr askinum sínum, því áður höfðu þeir ávallt árvissa atvinnu við að slátra fé sínu. í dag var Grannskóli Borgar- flarðar settur. Tala nemenda 28 og kennarar 4, auk skólastjórans Ólafs Amgrímssonar, sem verið hefur hér undanfarið ár. í blíðviðrinu í sumar flölgaði hér mjög ferðamönnum og vora aldrei fleiri en í sumar. Þótt staðurinn sé ekki beinlínis í almannaleið og tak- markað sem hann hefur að bjóða gestsauga, þá er hér samt margt sem gleður augað, náttúrafegurð mikil innan tignarlegs fjallahrings og hér liggur leiðin til hinna fögra eyðibyggða, Loðmundaifyarðar og Húsavíkur. Og hvarvetna hér era hinar ótölulega fjölbreyttu steina- tegundir og gerðar að hinum mestu skrautgripum, þegar Álfasteinn hefur farið höndum um þær. En Álfasteinn er eins og flestir vita, steiniðja, sem vinnur hina fegurstu og fjölbreyttustu hluti úr íslenskum .bergtegundum og steinum, aðallega borgfirskum. Einn fyrstur manna, sem gerði sér grein fyrir, hve mikil náma af fögram, margbreytilegum og fáséð- um steinum Borgarflörður var, mun vera sr. Snorri Sæmundsson, sem sat á Desjarmýri árin 1837—1844 sumar og lést þar langt um aldur fram. í gömlu handriti er bréf frá honum, þar sem hann vekur athygli á þessu og ályktar, að þar sé efni til vinnslu, sem úr megi framleiða fegurstu muni til gleði og hagnaðar. Fer hann fram á það til yfirvalda, að þau veiti nokkra ríkisdali til að kosta mann og tvo hesta, til að afla þessarra steina, flyija heim og vinna úr þeim. Sr. Snorri mun hafa verið gæddur listrænum hæfileik- um, söngmaður góður og músík- alskur og ritfær ræðumaður, enda era af honum komnir listamenn svo sem Amdís Bjömsdóttir leikkona, Ingi T. Lárasson tónskáld o.fl. slíkir. Sem slíkur fagurkeri hafði hann næmt auga fyrir fegurð í náttúr- unni og eflaust meira gefínn fyrir slíka hluti en búskaparbasl og búk- sorgir. Mun hann ekkert svar hafa fengið við þessum tilmælum og mætt þar takmörkuðum skilningi enda hafa yfirvöld og sóknarböm talið annað við hæfí prests, er sat höfuðból, eins og Desjarmýri þá var, en að vanrækja búskapinn, og sinna meira „fánýti" sem ekki varð látið í askana. Líða svo tímar. Menn tína sér steina til augnayndis, en engir era svo stórhuga sem Desjarmýrar- klerkur forðum, fyrr en fyrir nokkram áram, að steiniðjan Álfa- steinn hf. er stofnuð og hefur vegur þess fyrirtækis eflst og dafnað og á vonandi fyrir sér langa framtíð. Hér í Bakkagerðiskirkju er líka altaristaflan fræga eftir Kjarval, sem er iandskunn og flestir ferða- menn spyija fyrst um og viija helst sjá. Um og eftir síðustu aldamót var hér i Borgarfirði kaupmaður, Þor- steinn Jónsson að nafni, oftast nefndur Þorsteinn borgari. Og kem- ur hann óhjákvæmilega í huga, þegar rætt er um altaristöflu í Bakkagerðiskirkju. í fundargerð sóknamefndar Bakkagerðiskirkju frá þessum áram, er getið um það, að sam- þykkt hafi verið að láta fyrmefndan Þorstein borgara fá altaristöflu kirkjunnar gegn því að hann „skaffi aðra sæmilega". Og var svo gert, en þessi „sæmilega" tafla er enn ekki komin. Um töflu þá er lítið vitað nema það, að hún var stór, máluð af dönskum málara og sýndi vitringana frá Austurlöndum færa baminu í jötunni gjafir sínar. Er þett furðuleg framkoma sóknar- nefndar og naumast heimil. Líða svo tímar til ársins 1915 að nokkrar konur fá Kjarval til að mála altaristöflu í kirkjuna, sem hann og gerði, þeim og kirkjunni að kostnaðarlausu. Var það fjall- ræðan og duldist mönnum naumast, að fjöllin í baksýn bára greinilegt svipmót DyrQallanna. Þegar þáver- andi biskup, dr. Jón Helgason, vísiteraði Bakkagerðissókn og leit töfluna, fann hann henni margt til foráttu, þar á meðal það, að lista- maðurinn skyldi taka Dyrijöllin til hliðsjónar og er mælt að hann hafi sagt sem svo: — Allsstaðar klessir hann þessum Dyrflöllum. Mun bisk- up aldrei hafa tekið töfluna í sátt, en engu að síður hélt hún velli á sínum stað í kirkjukómum. Árið 1968 vísiterar svo þáverandi biskup, hr. Sigurbjöm Einarsson, Bakkagerðiskirkju og er ekki sam- mála forvera sínum í biskupsstól, viðvíkjandi altaristöfluna. Dómur hans er aðeins eitt orð: „gersemi". Og þess álits hefur altaristaflan í Bakkagerðiskirkju notið allra þeirra sem litið hafa hana augum. Flest er tilviljunum háð. Hefði kaupmaðurinn Þorsteinn, nefndur borgari, ekki bragðist því heiti sínu, að láta kirkjuna fá „aðra töflu, sæmilega" þá ættum við nú ekki þá gersemi, sem prýðir kór Bakka- gerðiskirkju og hrífur hvem þann er þangað kemur. Fyrir það ber að þakka. Sverrir reikningur Til eigenda Alreiknings Við vissum að þörfin væri mM fyrir Alreikning en okkur hafði ekki dreymt um jafn góðar viðtökur. Alreikningur hefur svo sannarlega slegið í gegn - svo rækilega að við höfum ekki undan að sérvinna tékkheftiogveski. Við biðjum því nýja Alreikningshafa um dálitla biðlund pakkinn verður sendur jafnskjótt og hann verður tilbúinn. Iðnaðarbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.