Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 SOVÉZK SKARTKONA ■::oy.o::o::o:-:o::o::o: fcxc.x<::c jkj. . >x •: •: •’ r:o::o::o:-:o::o::o: "••xo::o:-:o::o::o: :o::o::o::o: ■:-:o:-:o::o::o::o: :o::oxo::o:<c > :co:ö::o:-:o:K K. ::o::o:-:o:- Ri>::o::o::o::o::c •::c::o::oxoxo;- „;o:-:c.::o:-:o:-:o:-:c «K>:-:o:-:o::o:<oxo:- . o:-:o::o::oxq:-:o::c m/y.oy.oy.oy.oy.oy.o: fio::o::o:<o::p:-::.::c ■5pxo:<pxo:-:oxd:-:->:- Rpxpxo:-:oxo:-:o:-:o:« l>:-:o::o::o::o:-:oxo:-:o: ■joxoxoxoxoxoxoxc *>::oxo::oxoxoxoxo: »: :oxoxo: :oxoxoxoxc 'xoxoxoxoxoxo:- o::oxo::o:-:o::o:-:c xoxoxoxoxoxoxoxo:-: „ .oxoxoxoxoxoxoxoxc Koxoxoxoxoxoxoxoxox oxpxpxpxqxpxpxpxpxc pxp! ...iXOXOXlíXÍ . :o: :oxoxr t:oxo:-:oxq!., Joxoxoxoxo: B::o::oxo::r- •• X'ioííoí'lHpf:?;:-:..; hinn dáði sýningargripur Raissa til að bera. í mínum augum hafði á hinn bóginn kona á borð við Nínu Khrúsjtsjovu að vísu minni þjálfun og færni í að koma þægilega fyrir opinberlega en var aftur á móti gædd miklu meiri óvituðum per- sónuþokka og það þótt einungis væri um að ræða þann þokka, sem ein „babúsjka" getur búið yfír. En núna má að minnsta kosti gera fastlega ráð fyrir því, að ekki einungis sjálfur Michail Gorbatsjov heldur líka aðrir stjómarherrar í Moskvu séu orðnir samþykkir því, að þeir geti eftirleiðis vel haft „eig- inkonu á ferðalagi" með sér til sýnis á Vesturlöndum. Med ráð undir rif i hverju Þessu hefur þó ekki alltaf verið þannig varið, enda þótt Raissa Gorbatsjova sé ekki sú fyrsta meðal eiginkvenna sovétleiðtoganna, sem tekizt hefur að vekja á sér verulega athygli erlendis — þótt af öðrum ástæðum sé heldur en sú athygli sem fyrri leiðtogafrúr í Sovétríkjun- um vöktu. Eiginkona Vladímirs Leníns, Nadéshda Konstantinovna Krúpskaja, var til dæmis kona vitur og vel menntuð. Hún kunni til hlítar fleiri erlend tungumál (og þá ekki bara að því marki að geta komið erlendum blaðamönnum í opna skjöldu með málakunnáttu sinni); hún var hin trygga, óbifanlega trausta stoð og stytta leiðtoga heimsbyltingarinnar. Skömmu eftir andlát Leníns, eftir að Stalín hafði látið breyta líkamsleifum hans, nafni og hugmyndum í rækilega smurða, innantóma safngripi, lét hinn nýi flokksleiðtogi í Kreml breiða út staðhæfulausar sögusagn- ir um hina óhuggandi ekkju Leníns, sem væri buguð af sorg, og kom þannig á kreik goðsögninni um hið lifandi minnismerki hins látna leið- toga. En svo var það að ekkjan fór að láta sér til hugar koma að gerast virkt afl í sovézkum stjórnmálum, sem taka yrði tillit til, og hún var jafnvel svo óvarkár að dirfast að andmæla hinum almáttka, allsráð- andi Jossif Vissarionovitzj. Þegar svo var komið, var einn af riturum Stalíns sendur á hennar fund, og hafði hann meðferðis eftirfarandi dæmigerða orðsendingu: „ Tilkynnið Nadéshdu Konstantínovnu það, að ef hún breyti ekki hegðun sinni og færi til betri vegar, þá munum við fínna Vladímír Iljitsj aðra ekkju. “ Þeir sem gjörla þekkja til sovéska kerfisins fara ekkert í grafgötur um, að þessi orðsending fól í sér blákalda alvöru en var engan veginn hugsuð sem gráglettnisleg skrýtla: I landi okkar eru ekki til neinir sem eru ómissandi, og hver sé raun- verulega eiginkona hvers eða ekkja hvers, um það er bara tekin ákvörð- un í stjómmálanefnd Flokksins, þegar einhver vafí þykir leika á um þau atriði. Þannig fór til dæmis fyrir Gríg- oríj Romanov, þeim sem beið lægri hlut sem keppinautur Gorbatsjovs um leiðtogasessinn, þegar hann ætlaði sér að skilja við eiginkonu sína og ganga síðan að eiga vísna- söngkonu eina í Leningrad, Ljúd- mílu Sentsjínu að nafni, sæmilega „þéttvaxna" Ijósku, sem gædd er umtalsverðum kynþokka. I stjóm- málanefnd Flokksins var honum aftur á móti „eindregið ráðið frá því“ að skipta um eiginkonu. Maður fær ekki varizt brosi, ef gert væri ráð fyrir því, að Grígoríj Romanov hefði einmitt orðið sá, sem hreppt hefði þann sess að verða aðalritari og hefði þar af leiðandi hiotið samþykki Flokksins varðandi þessi hjúskaparáform: Hugsið ykkur bara, hvílíka athygli vísnasöng- konan Sentsjína hefði vakið á Vest- urlöndum! Svalt uppi á sovézkum hefðartindi En víkjum nú aftur að þeim ör- lögum, sem biðu ekkju Leníns. Eftir að henni hafði borizt þessi aðvörun frá Stalín um að henni væri hollara að halda sér saman, tók hún sig til og skrifaði í kyrrþey endurminning- ar sínar. Þær vom líka gefnar út — en þó ekki fyrr en handritið hafði farið gegnum ritskoðun Stalíns. Krúpskaja bjó eftir það í litlu tveggja herbergja íbúðinni í einu af fjölbýlishúsunum í útjaðri Moskvu allt til dauðadags 1939; hún hafði jafnan hægt um sig eins og fyrir hana hafði verið lagt og lifði afar kyrrlátu lífí. Eiginkona sovézka „forsetans“ Michails Kalinins lét einhveiju sinni ógætileg orð falla um Stalín — og lenti eftir það í fangabúðum. Eigin- maður hennar hélt aftur á móti sínu háa en áhrifalausa embætti áfram, rétt eins og ekkert hefði gerzt. Eiginkona Molotovs, Polina Shemtsjúshina, sérlega fríð kona af gyðingaættum, var handtekin og send í þrælkunarbúðir, var henni gefíð að sök að hafa rabbað of fijálsmannlega við þáverandi sendi- herra Israels, Goldu Meir. I þrælk- unarbúðimar lá líka leið eiginkonu Búdjennys marskálks, en hún var snjöll balletdansmær; í hennar til- viki var ekki einu sinni haft fyrir því að gefa upp einhveija tylli- ástæðu fyrir refsingunni. Allir eig- inmenn þessara handteknu kvenna fengu óáreittir að halda embættum sínum. En þegar karlmenn voru handteknir, þá var það allt að því reglan, að eiginkonur þeirra fylgdu á eftir þeim í fangelsið: Það gilti raunar um eiginkonur, bömin og mæður hinna handteknu karl- manna. Það var meira að segja fundið upp sérstakt brennimark; „Skyldulið þjóðaróvinar." Eitt er víst, að eiginkonur stjóm- málamanna í Sovétríkjunum höfðu fulla ástæðu til að læra að þegja og gæta þess að vekja ekki á sér óþægilega athygli. Að vísu heldur sovétkerfíð hátíðlegan „kvenna- dag“ 8. marz, og á þá að heiðra kvenþjóðina sem heild með unaðs- legum blómafómum og tilstandi, en sem einstaklingar gegna konur í Sovétríkjunum hins vegar ein- göngu hlutverki vinnuafls og út- ungunarvéla. Eiginkona Stalíns svipti sig lífi; um þann atburð var einungis talað í hálfum hljóðum í landinu, ef menn þá áræddu yfirleitt að minnast á það einu orði. Nadéshda Allilúéva bar í bijósti rómantískar, byltingar- sinnaðar draumsýnir og vonir um frelsi og jafnrétti. Og hvað fengu menn svo ekki síðar að heyra um hina óhemjulegu og óstýrlátu Svet- Iönu dóttur Stalíns og Nadéshdu Allilúévu? Jafnvel á Vesturlöndum vissu menn ekkert um hana, áður en hún flúði land og hafði látið birta dagbækur sínar. Þegar hún svo ekki alls fyrir löngu snéri skyndi- lega aftur heim til Sovétríkjanna við heldur furðulegar kringumstæð- ur, var það einungis gert til að láta hana halda blaðamannafund til mikils álitsauka fyrir stjómvöld í Kreml; eftir það var henni gert að draga sig í hlé suður í Tbilissi, höfuðborg Georgíu, þar sem henni og dóttur hennar var fengin fjög- urra herbergja ibúð (þvflíkur mun- aður!) til umráða. Síðan hefur verið hljótt um Svetlönu, en hún er núna sögð stunda kennslu við Erlendu tungumálastofnunina í Tbilissi. Sovézkum konum skip- að á hinn óæðri bekk Valdamiklir menn innan Flokks- ins hafa ósjaldan gengið að eiga fri'ðleikskonur, balletdansmeyjar, Ékaterina Fúrtseva, sem ein sovézkra kvenna hefur öðlast þann virðingarsess að verða meðlimur forsætisnefndarinn- ar og menntamálaráðherra, hvarf fyrir fullt og allt af sjón- arsviði valda og áhrifa þegar Nikita Khrúsjtsjov var sviptur völdum. leikkonur eða einfaldlega mjög gáf- aðar konur. Hlutskipti þeirra allra varð hins vegar strax eftir gifting- una að lifa lífínu algjörlega í skugga eiginmanna sinna og láta alla drauma um sjálfstæðan framaferil þar með lönd og leið. Þetta á einnig við um eiginkonur fyrri aðalritara Flokksins þeirra Khrúsjtsjovs, Brésjnévs og Tsjémenkos. Sovézka stjómkerfíð er eðli sínu samkvæmt ekki aðeins fomeskjulegt heldur er það líka beinlínis byggt á öldunga- veldi. Þannig hafa leiðtogar Sovét- ríkjanna hver af öðrum gert tilka.ll til að skipa öndvegið sem „faðir þjóðarinnar" — eða „þjóðanna". Það er því ofur eðlilegt með hliðsjón af þessari afstöðu, að sovézkum kon- um sé helzt ekki hleypt neitt áleiðis upp á hin æðri valdasvið ríkisins. Það verður að teljast einkennandi fyrir afstöðu sovétvaldsins hver urðu örlög hinnar dáðu og margum- töluðu Alexöndm Kollontaj, stofn- anda sovézku kvenfrelsishreyfing- arinnar, samheija Leníns og síðar mikils metins sendiherra Sovétríkj- anna á Vesturlöndum. Vart hafði ráðstjómarkerfíð fest sig í sessi og tekið sér alræðisvald, þegar endi var bundinn á allt sem heitið gat kvenréttindi í Sovétríkjunum. Alex- andra Kollontaj var hins vegar gædd ýmsum þeim hæfileikum og hafði kosti til að bera — svo sem góða menntun, fágaða framkomu hefðarkonu, kunnáttu í erlendum tungumálum og mikla fegurð — sem þó ekki þótti ráðlegt að láta fara forgörðum, þar sem þá mátti nýta sovétvaldinu til framdráttar. Hún var því gerð að sendiherra sovétstjómarinnar í Stokkhólmi, og þar vakti hin glæsilega og heims- vana Kollontaj vemlega athygli, líkt og Raissa Gorbasjova gerði ekki alls fyrir Iöngu. Alexandra Kollontaj lék hlutverk hinnar glæstu, rauðu hefðardömu með miklum ágætum, enda var henni ætlað að bregða þannig sem mestum ljóma á hinar nafnlausu milljónir litlausra „sovét- kvenna" og bæta ímynd þeirra í augum Vesturlandabúa eins og frekast var kostur. Endalokin á ferli þessa sérlega sendifulltrúa sovézks kvenfrelsis urðu loks þau, að Vest- urlönd breyttust í eins konar þægi- legan griðastað, þar sem hún með fullum heiðri og sóma gat dvalizt í útlegð síðustu ár ævinnar. Það er næsta kátbroslegt, já beinlínis hlægilegt, að í því landi þar sem konan er opinberlega yfír- lýst „hin fijálsasta, hamingjusam- asta og sögð hafa öíðlast mest jafn- rétti“, einmitt þar er hundraðstala kvenna í æðsta stjómkerfí ríkisins — í forsætisnefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna — sama sem núll. Það er að vísu Hjá hinu nýstofnaða útgáfufyrirtæki Roitmann Verlag í Miinchen kom á síðastliðnu ári út bók, sem vakti mikla athygli: Það var „ Kvenna-Dekameron “ eftir rússnesku skáld- konuna Júliu Vosnessénskaju. í anda Boccaccios lætur bókarhöfundur í Dekameron samtímans sovézkar konur í öllum þjóðfélagsstéttum segja frá hlutskipti sínu í lífínu. Leningradbúinn Júlia Vosnessénskaja á sjálf að baki allmörg ár þjáninga og mótlætis. Hún hefíir frá árinu 1980 búið í Vestur-Þýzkalandi. Hún fór ekki þangað af fúsum vilja. Hún var fyrst handtekin ásamt allmörgum öðrum sovézkum listamönnum árið 1976. Hún var þá félagi í baráttuhópi í Leningrad, sem beitti sér fyrir því að póli- tískir fangar yrðu látnir lausir og barðist fyrir málfrelsi, fundafrelsi og prentfrelsi. Þær greinar og kvæði, sem Júlia Vosnessénskaja hafði áður fengið birt, fólu í sér harða gagnrýni á sovézka valdakerfið og þjóðfélagsskipan og gerðu höfímdinn ekki beinlínis vinsælan meðai yfir- valda: Hún var dæmd í fimm ára nauðungardvöl í Vork- uta, sem er nokkru fyrir norðan heimskautsbaug. 1977 reyndi hún að flýja þaðan. Fyrri dóminum var þá breytt í mun þyngri refsingu. Tveggja ára nauðungarvinna í gúlaginu skammt frá bænum Irkútsk í Síberíu. í þessari refsivist skrifaði hún kvæðasafn og tvær smásögur með sjálfsævisögulegu ívafí um lífíð í refsivistinni. Þessar ritsmíðar hennar voru síðar birtar í rússneska tímaritinu „Emigrant“ (Útflytjandinn), sem gefið er út í París („Po- iski“). Að refsivistinni í Síberíu lokinni snéri Júlia Vos- nessénskaja aftur til Leningrad og lét hvergi deigan síga í baráttu sinni. Ásamt öðrum konum stofnaði hún fyrstu gagnrýnu kvennatímaritin, sem komið hafa út í Sovétríkj- unum, „Zhensjína íRossíja “ (Konan og Rússland) og „Maríja“. Þetta framtak hennar varð þess valdandi, að henni var snarlega visað úr landi; KGB neyddi hana til að hverfa úr landi ásamt sonum sínum tveimur. mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.