Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 63 Horft til Kibo-tinds af Söðiinum i um 4100 m hæð. Leiðin á Uhuru-tind liggur hægra megin við snjóinn í miðju fjallinu. höfðum í Horombo notuðum við til að ganga um nágrennið og meðal annars gekk annar okkar að svokölluðum Sebra-kletti en það er klettaveggur sem vætlandi vatn hefur myndað svartar og hvítar rendur í. Á fjórða degi var svo göngunni haldið áfram en þá var gengið að efsta kofanum sem heitir Kibo en það er stór kofí með nokkrum herbergjum. Hann stendur í 4740 m hæð. Eftir rúmlega klukkutíma göngu komum við að síðasta vatnsbólinu sem var að fínna á leiðinni upp. Reyndar var mest- allt vatn frosið þama en okkur tókst þó að fylla öll okkar vatnsflát. Einnig drukkum við eins mikinn vökva og við gátum í okkur látið en það er mjög mikilvægt að drekka sem mest þegar komið er upp í svo mikla hæð. Eftir u.þ.b. klukkutíma göngu í viðbót varð enn ein gróðurbreytingin og má heita að öll leiðin þar eftir hafí verið algerlega gróðurvana. Leið okkar lá nú upp svokallað- an Söðul en hann er hryggur sem tengir tindana Kibo og Mawenzi saman. Við geng- um eftir þessum hrygg upp í hlíðamar á Kibo en þar stendur Kibo-kofínn. Þessi dag- leið var um 12 km ogtók fímm klukkustund- ir. Þegar við komum í kofann ákvað annar burðarmaðurinn okkar að snúa við en vanlí- ðan var farin að hijá hann. Fyrsta verk okkar var að elda þegar við komum til Kibo. í fjallgöngunni borðuðum við frostþurrkað- an mat kvölds og morgna en hann höfðum við keypt í Amsterdam. Um klukkan 18 lögðumst við til hvflu enda var langur dag- ur framundan en þá skyldi þess freistað að komast upp á Uhuru. Fljótlega fengum við smáhöfuðverk. Erfitt reyndist að festa svefn bæði vegna höfuðverkjarins og einnig vegna umgangs í kofanum. Um klukkan eitt um nóttina risum við Jökulmyndanir við miðbaug. úr rekkju og klæddum okkur í öll okkar hlýjustu föt sem við höfðum komið með heiman frá íslandi, þar á meðal ullamær- föt, lopapeysur og vindheldar utanyfirflíkur. Drukkum við síðan heilmikið af tei. Að því búnu spenntum við á okkur höfuðljósin og héldum út í myrkrið. Úti var 15 gráðu frost en ekki mikill vindur. Stjömubjart var og stórkostlegt að horfa til himins. Við lögðum síðan af stað í einfaldri röð og var Thomasi leiðsögumaður fremstur. Leiðin lá upp 40° brattar brekkur með skriðum. Ástæðan fyr- ir því að lagt er upp svona snemma er m.a. sú að á nóttunni em þessar skriður frosnar og því auðveldara að ganga þær. Við fómm hægt og stoppuðum reglulega og hvfldum okkur. Ef of hratt var farið kallaði annar hvor okkar „pole pole“ til Thomasi en það þýðir hægt á svahili. Kuldinn var bítandi og fann maður vel fyrir honum þótt við væmm vel klæddir. A leiðinni gátum við séð ljós í þorpum bæði í Kenýa og Tans- aníu 4000—4500 m neðar. Meðal annars í þorpinu Loitokitok f Kenýa en þar dvaldi Emest Hemingway sem veiðivörður á fyrri hluta sjötta áratugarins. Það tók okkur §ór- ar klukkustundir að ganga upp að Gillman’s Point sem er í 5685 m hæð. í hvirfli Kibo er askja sem er u.þ.b. tveir kílómetrar í þvermál og er Gillman’s Point á austurbarmi hennar. Við gengum nú eftir öskjubarminum í átt að Uhum-tindi. Um klukkan hálf sjö var sólampprás. Það gerðist eins og kveikt væri á pem. Og þvflíkt ævintýraland sem við okkur blasti. Á' víð og dreif um öskjubarminn vom sérkennilegir smájöklar. Framundan blasti Uhum-tindur við. Takmarkið var innan seil- ingar. Klukkan hálf átta náðum við svo tindinum. Við tókumst í hendur, skrifuðum nöfn okkar í gestabók og tókum myndir. Landið neðan við fjallið var að mestu hulið skýjum en þó sáum við til Meru-ijalls í vestri. Mem rís norðan við borgina Ámsha og er 4556 m hátt. Eftir að hafa dvalið í 15 mínútur á hæsta punkti Afríku héldum við af stað niður að Horombo með viðkomu í Kibo-kofanum. Morguninn eftir gengum við svo niður að þjóðgarðshliðinu. Þar skildi leiðir okkar og braeðranna þriggja sem höfðu verið með okkur. Þeir héldu til fjölskyldna sinna sem búa í námunda við þjóðgarðs- hliðið og við fómm á Kibo-hótelið. Þá daga sem eftir vom af ferðalagi okk- ar notuðum við til að skoða tvo þjóðgarða: Ngorongoro og Lake Manyara. Fyrir og eftir þá skoðunarferð dvöldum við í besta yfírlæti hjá íslenskri fíölskyldu sem starfar við þróunarhjálp í borginni Amsha: Einari Gústafssyni, konu hans Kristínu og bömum þeirra Einari Emi og Helgu. Kunnum við þeim og Kristjáni Eysteinssyni bestu þakkir fyrir gistinguna og alla hjálpina. 17. ágúst héldum við svo aftur til Amst- erdam eftir tveggja vikna eftirminnilega dvöl í Tansaníu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.