Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 4 Framleiðslukostn- aður raforku Fjármagnskostnað- ur er meginþáttur virkjunarkostnað- ar vatnsorku, sem er uppistaðan í raforkukerfí okk- ar. Flestar vatns- aflsvirkjanir endast mun lengur en tekur að greiða þær niður. Orkusölufyrirtæki eiga því að að geta byggt upp eig- ið íjármagn með sómsamlegum hætti, ef stöðugleiki ræður ferð í þjóðarbúskapnum, það er ef verð- bólga og efnahagssveiflur raska ekki eðlilegri eiginfjármyndun. Nefndin komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að „sameiginleg áhrif verðbólgu og verðlagshafta" hafi valdið slæmri rekstrarafkomu Landsvirkjunar á árabilinu 1974-1983. „Á fyrri hluta þessa tímabils tókst að halda hækkun á raforkuverði ti'. almenningsveitna 30-40% undir almennri verðlags- þróun". En dæmið snérist við 1983-85. „Raforkuverð hækkaði 100% umfram almennt verðlag. Raforkuverð Landsvirkjunar fer nú lækkandi, en er þó ennþá 30-40% hærra að mati nefndarinnar en ætla má að það væri, hefði rekstrarafkomu verið haldið ^ stöðugri og eðlilegri allt fyrr- greint tímabil“.Verðlagshöftin leiddu þvi beinlínis til hærra orku- verðs. Tímasetning framkvæmda Mjög mikilvægt er að virkjunar- framkvæmdir séu rétt tímasettar, það er taki mið að orkuþörf markað- arins, eða með öðrum orðum, að arðsemi ráði ferð. Ef stórir virkjun- aráfangar eru rangt tímasettir leiðir það til mikils kostnaðar, annað tveggja fjármagnskostnaðar vegna framkvæmda, sem ráðist er of snemma í, eða kostnaðar vegna orkuskorts og varaafls, ef fram- kvæmdir koma of seint. „í virkjunarsögu okkar eru all- mörg dæmi um rangt tímasettar framkvæmdir“, segir í greinargerð nefndarinnar, „og hefur mikill ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Orsakir og afleiðing: Hversvegna hátt orkuverð? Hugrnyndir að lægra verði Lengi hefur verið talað um óeðlilega hátt raforkuverð hér á landi miðað við nágrannalönd. Nýlega sendi Iðnaðarráðuneytið frá sér upplýsingarit, sem fjallar um þetta efni: „Raforkuverð til fyrirtækja á sviði iðnaðar og vinnslu sjávarafurða, - Núverandi verðmyndun og hugsaðar ieiðir til lækkunar raforkuverðs kostnaður orðið vegna þeirra mis- taka. Stærstu kostnaðarliðir af því tagi hafa verið vegna framkvæmda við Kröfluvirkjun og byggðalínur, en þann þátt hefur ríkissjóður tekið á sig með yfírtöku skulda. Ætlar nefndin að heildsöluverð raforku væri nú um 30% hærra en það er, ef þessi kostnaðarliður hefði fallið á framleiðslukerfið“. Óarðbær fjárfesting Nefndin bendir einnig á þann þátt í hærra orkuverði, sem rakinn er til „óarðbærrar fjárfestingar“. Bent er á - sem dæmi - að orkuflutn- ingur eftir Vesturlínu endurgreiði (september 1986)“. Nefnd, sem ráðherra skipaði til að „leita leiða og skila álitsgerð um lækkun raforkuverðs til fyrirtækja á sviði iðnaðar og vinnslu sjávarafurða“, setur fram niðurstöður könnunar í téðu upplýsingariti. Hér á eftir verður lítilega drepið á þetta efni og stuðst við efnisatriði fram sett I ritinu. andi t.d. fjárlagafé, sprengja þær upp raforkuverð. Dreifingarkostnaður Dreifíngarkostnaður raforku í stóru og stijálbýlu landi er að sjálf- sögðu kostnaðarmeiri en þár sem milljónir manna búa á tiltölulega litlu svæði, t.d. Danmörku. Rafveitur hafa stefnt að því að kosta stækkun og endumýjun flutn- ingskerfa með eigin fé. Þetta hefur sagt til sín í orkuverði. Tekjur af raforkusölu þurfa bæði að rísa und- ir rekstrarkostnaði og fjárfestingu í veitukerfum. Verðlagshöft á síðast liðnum ára- ekki kostnaðinn af byggingu henn- ar. Annað dæmi: „Rafhitun í þéttbýli, sem í sjálfu sér er óarðbær framkvæmd, hefur leitt af sér aðrar framkvæmdir í stofnlínukerfi og framleiðslukerfí sem líka eru óarð- bærar". Ástæður fyrir óarðbærri íjárfest- ingu, af þessu tagi, eru yfírhöfðuð „félagslegs eðlis". í nefndarálitinu segir m.a.: „Rafmagnsveitur ríkis- ins ætla, að raforkutaxtar séu um 30% hærri eri þeir þyrftu að vera vegna uppsafnaðra áhrifa frá fé- lagslegum framkvæmdum...". Ef framkvæmdir af þessu tagi eru ekki fjármagnaðar með utanaðkom- tug urðu síðan til þess að rafveitur urðu að íjármagna framkvæmdir með erlendum lánum. Sá fjár- magnskostnaður, sem þann veg leiddi af haftastefnunni, hefur síðan sagt til sín í hærra orkuverði. Skattar í orkuverði Skattar á raforku, t.d. til iðnað- ar, hafa verið tvennskonar. Bein skattlagning í orkuverði, verðjöfn- unargjald og söluskattur, og óbein skattlagning, þ.e. tollar á aðföng til mannvirkjagerðar og rekstrar. Verðjöfnunargjald var fyrst lagt á árið 1966 og jafngilti 7,5% álagi á smásöluverð. Það hækkaði síðan smám saman og var komið í 19% árið 1980. Núverandi ríkissjórn lækkaði gjaldið í 16% 1985 og felldi það síðan að fullu niður frá og með 1. marz 1986. Niðurfellinggjaldsins kom í kjölfar kjarasáttar í febrúar- mánuði síðast liðnum. Raforkuverð lækkaði sem þessu nemur. Söluskattur kemur hinsvegar áfram á orkuverð. Hann var 3% þá upp var tekinn, 1960, en er nú 25%. Sala raforku til húshitunar og stóriðju er þó undanþegin þessu gjajdi. Ýmsir skattar eru lagðir á aðföng til rekstrar og mannvirkjagerðar raforkufyrirtækj a. Hlutur skattheimtu í orkuverði hefur minnkað við niðurfellingu verðjöfnunargjalds, en er þó enn verulegur. Skattar sem hlutfall af útsölu- verði raforku til iðnaðar eru 25% í Reykjavík, 18% í Stokkhólmi, 9% í Osló, 8% í Helsinki en engir í Kaup- mannahöfn. Niðurstöður nefndarinnar Ekki er rúm til að rekja allar niðurstöður nefndarinnar, sem fjall- aði um hugsanlegar leiðir til lækkunar raforkuverðs til iðnaðar og vinnslu sjávarafurða. Tínd skulu til örfá dæmi, efnilsega eftir höfð: 1) Forðast ber að stuðla að halla- rekstri raforkufyrirtækja með verðlagshöftum, óarðbærum framkvæmdum eða of háum )arðbærar, félagslegar fram- kvæmdir verði ekki Ijármagnað- Æ vintýraferð írlandsseiðanna Morgunblaðið/Helgi Bjamason Fiskalón (Ölfusi klukkan 6: Lokið við að setja seiðin á flutningsker. FISKELDISSTÖÐIN Laxalón í Reykjavík hefur verið brautryðj- andi í seiðaútflutningi og jafn- framt sú stöð sem stórtækust er á þessu sviði. Stöðin bryddaði upp á þeirri nýjung i haust að flytja út sumaralin laxaseiði, alls um 400 þúsund, til írlands. Eru þetta fyrstu smáseiðin sem flutt eru út á seinni árum og flutnings- mátinn er lika nýjung, þvi tekin var á leigu þota til að fara með seiðin í sérhönnuðum flutnings- kerum yfir hafið. Blaðamaður var í fylgdarliði seiðanna og fylgdist með flutningnum á áfangastað. Sérhönnuð flutningsker Um klukkan 3 aðfaranótt laugar- dagsins 13. september voru seiðin „vakin upp“ í útibúi Laxalóns, Fiskalóni í Ölfusi, þar sem þau hafa verið í eldi og byijað að setja þau í flutningskerin. Kerin voru sérstak- lega hönnuð í þessa flutninga og þannig útbúið að kaupandinn getur notað þau í eldisstöð sinni. Fyrir- tækið Treljar hf. í Hafnarfírði smíðaði kerin. Búið var að fylla kerin fímm um klukkan sex um morguninn og var fljótlega lagt af stað með þennan sérkennilega farm til Keflavíkurflugvallar. Þar beið Boeing 737 þota Amarflugs eftir „farþegunum" nýkomin úr sólar- landaflugi með aðra íslendinga. Ólafur Skúlason framkvæmda- stjóri Laxalóns sagði að vegna þess að þetta væri fyrsti flutningurinn af þessu tagi hefði verið mikið mas að undirbúa ferðina. Flutningskerin voru hönnuð í samráði við Flugleið- ir sem ætluðu að sjá um flutninginn. Flugleiðir treystu sér þó ekki til að flytja farminn þegar til kom, vildú láta gera nánari rannsóknir á ker- unum erlendis en Amarflug var hins vegar tilbúið til að sjá um flug- ið eftir að kerin höfðu verið prófuð af þeirra mönnum hér heima. Þor- steinn Þorsteinsson flugvélaverk- fræðingur Amarflugs gerði Shannon-flugvöllur klukkan 15: Kaupendurnir taka við seiðunum af Ólafi Skúlasyni. teikningar að hleðslu vélarinnar og frágangi keranna og fengu þær samþykki flugmálayfírvalda. Sérkennilegxir flutningur Hleðslumennimir á Keflavíkur- flugvelli eru óvanir því að fást við svona verkefni og tók hleðslan því lengri tíma en reiknað var með. En þotan komst þó í loftið um klukkan 12 á hádegi og lenti á Shannon- flugvelli á írlandi tveim tímum seini.a. Þar tóku kaupendumir við og fluttu seiðin á dráttarbíl til stöðv- arinnar sem er i Ballahea, skammt frá Dingle í Kerryhéraði á suðvest- ur írlandi. Þangað var komið í myrkri um kvöldið, eftir 14 tíma flutning og þegar búið var að koma seiðunum á sinn stað inni í seiða- stöðinni seint um kvöldið var að nálgast sólarhring frá því fyrst var farið að eiga við seiðin á Fiskalóni. Flutningur seiðanna vakti tölu- verða athygli, meðal annars meðal starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Shannon og á leiðinni frá flug- vellinum að fískeldisstöðinni. Kerunum var raðað upp á dráttar- vagn og utan á þau settir stórir súrefniskútar sem nauðsynlegir eru til að halda seiðunum lifandi í svona flutningi. Síðan var keyrt í loftköst- unum til Ballahea. Sjálfur flutningurinn gekk vel Ólafur Skúlason var ánægður með ástand seiðanna á áfangastað og það voru kaupendumir líka. Vegna mistaka fór súrefnið af einu keri þegar unnið var við losun bflsins og drapst þá talsvert af seið- um. Á öðrum degi í stöðinni urðu einnig affóll. Niðurstöður rann- sókna leiddu í ljós að sá seiðadauði var ekki vegna flutningsins heldur vegna mistaka við uppbyggingu stöðvarinnar. Vatnið var leitt eftir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.