Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 9 HUGVEKJA AMEN eftir EINAR J. GÍSLASON Er orð sem tekið er úr he- bresku. Merking þess er satt, í gildi, traust. Orðið kemur víða fram í Heilagri Ritningu. Amen var svar fólks við lofgjörð. Neh- emíabók greinir frá lofgerðar- Guðsþjónustu í 8. versinu 6. „Esra lofaði Drottin, hinn mikla Guð og allur lýðurinn sagði: Amen, Am- en.“ Fómuðu þeir um leið upp höndum, beygðu sig og féllu fram á ásjónur sínar. Þannig var lof- gjörðin þá. Skyldi hún vera eins í dag hjá þeim, sem skreyta aug- lýsingar um guðsþjónustu sínar með orðinu lofgjörð? Þegar sáttmálsörk ísraels- manna var flutt til Zíon. Þá var ein stórkostlegasta stund runnin upp hjá gyðingum. Fagnaðarlát- unum er lýst í 1. Kronikubók 13.8 og svo áfram í 1. Kronikubók 16. kapitula og versin 35—36: „Hjálpa þú oss Guð hjálpræðis vors að vér megum lofa þitt Heil- aga nafn. Víðfrægja lofstír þinn. Og allur lýðurinn sagði Amen og lof sé Drottni". í frumsöfnuði kristinna manna, þá tóku þeir undir lofgerð, með því að segja Amen. 1. Kór. 14.16. Guðsþjón- ustur í himninum fá sitt rúm í Opinberunarbók Jóhannesar. í 5. kapitula, 7. og 19. kapitulum. Þar sem lofgjörðin til Guðs endar með orðinu Amen. I Opinberunarbók Jóhannesar 3. kap. 14. versi talar Jesús Krist- ur upprisinn og dýrðlegur og stiginn upp til himna. „Þetta seg- ir Hann, sem er Amen. Votturinn trúi og sanni, upphaf Guðs skepnu.“ Jesús kallar sig sjálfan: Amen. „Votturinn trúi og sanni. Hann er sem sé sannleikurinn, traustur og í gildi. Allt líf Jesú, svo sem Guðspjöllin greina frá, styðja þá sögn um Jesúm Krist.“ Svik voru ekki í munni Hans. Hann illmælti eigi aftur, er Hon- um var illmælt og hótaði eigi er Hann leið. — Þessi hefir ekkert I„Jesús Kristur er GuÖs mikla já ífyrir- heitum Drottins okkur til handa. Þess vegnafá fyrirheiti Drottinsfyrir Jesú sitt„Amen“, svo nafn Drottins verÖur heiÖraÖ fyrir oggegnum okkur. rangt aðhafst, sagði ræninginn um Jesú, sem krossfestur var með Honum á langaftjádag. Páll postuli skrifar svo um Jesú í 2. Kor. 1. 20: „Því að svo mörg fyrir- heiti Guðs eru, þá er staðfesting þeirra með jái. Þess vegna skulum vér fyrir Hann segja Amen Guði til dýrðar." Jesús Kristur er Guðs mikla já í fyrirheitum Drottins okkur til handa. Þess vegna fá fyrirheiti Drottins fyrir Jesú sitt „Amen“, svo nafn Drottins verður heiðrað fyrir og gegnum okkur. Jesús notar orðið Amen á nýjan hátt, til þess að staðfesta fyrir- heiti sín okkur til handa. í mörgum Biblíuþýðingum er notað orðið sannlega, en frummálið not- ar orðið Amen. Þegar Jesús kallar sjálfan sig Amen, þá er undirstrikað að Hann er hinn sanni og trúi vottur Drott- ins. Orð Hans eru áreiðanleg og sönn. Honum er hægt að treysta í lífi dauða. Við Jóhannes sagði hann: „Vertu ekki hræddur. Eg er hinn fyrsti og síðasti og hinn lifandi. .. Ég var dauður, en sjá lifandi er ég um aldir alda." Hugg- un fyrir synduga og dauðlega menn. Hann er ábyrgur fyrir þess- um orðum, sem sagði um sjálfan sig, að Hann væri Amen. Vottur- inn trúi og sanni. Öll loforð og fyrirheit eru já og Amen í Honum. Treystu því. Friður Guðs fyllir þig. Þú byggir á bjarginu, sem ekki getur brugðist. Hann sem er Amen — Jesús Kristur er frels- ari þinn og bregst þér aldrei, hvorki í lífi, né dauða. Tamningamenn Til leigu er tamningamiðstöðin Garð- húsum, Skagafirði. Pláss fyrir 24 hross. Góð starfsaðstaða. Nánari uppl. gefur Jónína Hallsdóttir í síma 95-6382. Innritun byrjenda er haf- in. Takmarkaður fjöldi. Upplýsingar í símum 16581 og 621028. HIÐ ÍSLENSKA SKYLMINGAFÉLAG SKYLMINGAR SARFESTINGARFEl/GÐ UERÐBREFAMARKAÐURINN Genqióidaq 12. OKTÓBER 1986 Markaðsfréttir Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2 afb. áári 1 ár 2 ár 3ár 4ár 5ár 6ár 7ár 8ár 9ár 10 ár Nafn- vextir HLV 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 76 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66 Lánst. 1 afb. áári 1 ár 2ár 3 ár 4ár 5 ár Sölugengi m/v. mism. nafnvexti 20% 89 81 74 67 62 HLV 15% 84 72 63 56 50 85 76 68 61 56 KJARABRÉF Gengi pr. 10/10 1986 = 1,729 Nafnverð 5.000 50.000 Söluverð 8.645 86.450 6,5% vextir hjá Ríkissjóði í DAG BJÓÐUM VIÐ ÞÉR BETRI KOSTIIMIM, - SPARISKÍRTEIIMI MEÐ 7,5% ÁRSVÖXTUM. Við bjóðum þér Spariskírteini Ríkissjóðs með hærri vöxtum. fjármál þín - sárgrein okkar Fi^rfpcítinnarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. ® (91) 28566, S (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn Sklpttbref Rikbsjóði 7,5% vextir hjá okkur Ekífl ffokkar Spartsktrtelrw RrklisjoÖj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.