Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innaniands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Orlög einstaklinga Vegna leiðtogafundarins höfum við íslendingar kynnst því betur en nokkru sinni fyrr, hve áköf barátta er háð á alþjóðavettvangi til að tryggja þeim gyðingum ferðafrelsi, sem æskja þess að flytja á brott frá Sovétríkjunum. Þeir, sem þessa baráttu heyja, eru sannfærðir um, að aðeins með því að halda nöfnum einstaklinga nægilega rækilega á loft, geti þeir rofið skarð í þann múr, sem sovésk stjórnvöld hafa reist umhverfís þá. Átakanlegasta dæmið um það, hvað hér er í húfí, er bar- átta Mikhails Shirman fyrir því, að systir hans, Inessa Fleurov, fái leyfí til að flytjast til ísra- els. Shirman, sem þjáist af hvítblæði, á skammt eftir ólifað nema hann fái beinmerg úr systur sinni. Sovétmönnum þykir miður, hve barátta gyðinga dregur að sér mikla athygli, þegar leiðtogi þeirra ferðast til Vesturlanda. Þeir hafa brugðist við aðgerðum þeirra með mismunandi hætti. Þegar þeir Mikhail Gorbachev og Ronald Reagan hittust í Genf á síðasta ári, gengu tals- menn Sovétstjómarinnar af fundum með blaðamönnum, þegar gyðingar stóðu þar upp til að vekja athygli á málstað sínum. Annað hefur verið uppi á teningnum hér í Reykjavík. Sovéskir stjómarerindrekar hafa bent gyðingunum á, að hér sé um einkamál að ræða og boðist til að ræða þau við ein- staklinga að blaðamannafund- um loknum. Þessi stefnubreyt- ing er í samræmi við nýjar aðferðir sovéskra talsmanna í samskiptum við vestræna fjöl- miðla. Raunar var það eitt af þeim nýmælum, sem Gorbachev boðaði skömmu eftir að hann komst til valda í Kreml, að létta ætti hömlum af miðlun upplýs- inga um það, sem gerist í Sovétríkjunum. Bandaríkjastjóm hefur heitið gyðingum, að mannréttindi verði ofarlega á dagskrá við- ræðnanna hér í Reykjavík. í tilefni af fundinum nú leyfðu Sovétmenn Yuri Orlov að flytj- ast úr landi. Reagan bauð honum að hitta sig í Hvíta hús- inu við komu hans til Banda- ríkjanna og sagði þá meðal annars: „Raunverulegur friður verður aðeins tryggður með því að virða mannréttindi og frelsi ásamt með takmörkun vígbún- aðar. Á dagskrá fundarins [í Reykjavík] verður ekki aðeins afvopnun, heldur einnig brot Sovétmanna á mannréttindum, hemaðarleg íhlutun þeirra og leppa þeirra víðsvegar í heimin- um fyrir utan aukin tvíhliða samskipti þjóða okkar." í stórum dráttum má skipta umræðunum um þessi mál í tvo flokka. Annars vegar er um það að ræða, að fjölskyldum er sundrað. Hins vegar sæta ein- stakir hópar fólks eins og gyðingar ofsóknum. Islensk stjómvöld hafa látið að sér kveða í baráttunni fyrir því, að einstaklingar fái ferðafrelsi. Má þar nefna baráttuna fyrir því, að faðir Vladimirs Ashkenasy gæti heimsótt son sinn hér á landi, áskorun um að sonur kvikmyndaleikstjórans Andreis Tarkovsky fengi að hverfa til foreldra sinna í Frakklandi og að Boris Gulko, skákmeistari, gæti flust til Vesturlanda. f öll- um tilvikum urðu sovésk yfír- völd við kröfunni um að þessir einstaklingar fengju að fara á brott frá Sovétríkjunum. Nöfn hjónanna Andreis Sak- harov og Yelenu Bonner em efst á lista þeirra, sem berjast fyrir auknum mannréttindum í Sovétríkjunum. Þau hafa verið dæmd til útlegðar í bænum Gorki. í tengslum við leiðtoga- fundinn í Genf var Yelenu Bonner veitt heimild til að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Ástæðulaust er að ætla annað en að lokum sjái Sovétstjómin sér ekki annað fært en að veita Sakharov-hjónunum frelsi. í hinum mikla hraða, sem óhjákvæmilegur var til að und- irbúa komu ieiðtoganna hingað til lands sem best, kom upp misskilningur um afstöðu íslenskra stjómvalda til málefna gyðinga. Það hefði verið í ósam- ræmi við hefðbundna virðingu íslendinga fyrir rétti einstakl- ingsins, ef fulltrúum gyðinga hefði verið meinað að koma til landsins í því skyni að kynna málstað sinn. Lyktir þessara mála urðu farsælar og í Morg- unblaðinu í gær er haft eftir Morris B. Abram, forystumanni bandarískra gyðingasamtaka, að samtökin eigi ekki í útistöð- um við íslensk stjómvöld enda hafí íslendingar ætíð reynst gyðingum vel. Því ber að fagna, að það hefur komist jafn ræki- lega til skila og þessi orð gefa til kynna, hver er hugur íslend- inga til þeirra, sem berjast fyrir frelsi einstaklinga. egar fregnin um Reykjavíkurfund Ron- alds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mik- hails S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, barst hingað síðdegis á þriðjudag í vikunni sem leið voru fyrstu viðbrögð íslendinga líklega undrun og vantrú. Menn spurðu sig, hvers vegna ísland hefði orðið fyrir valinu. Og síðan vöknuðij efasemdir hjá mörgum um það, hvort við gætum annast þetta gífur- íega verkefni. Mesti vandinn virtist vera gistirými í Reykjavík og nágrenni, sem þegar var að mestu bókað næstu vikurn- ar. Nokkrum mínútum eftir að fregnin um fundinn barst um heimsbyggðina á fjarrit- um og um útvarp og sjónvarp bytjaði síminn að hringja á íslenskum ferðaskrif- stofum og hótelum. Ríkisstjómin fól Ferðaskrifstofu ríkisins að útvega nægi- legt gistirými og næstu dagana lagði starfsfólk þar, og á öðrum ferðaskrifstof- um og hótelum, nótt við dag til að fínna húsnæði. Leitað var til almennings, sem brást mjög vel við, og mörg hundruð manns var útveguð gisting á einkaheimilum. Nokkur brögð voru að því, að útlendir fjöl- miðlamenn pöntuðu gistingu og notuðu hana ekki, stundum vegna þess að þeir höfðu útvegað sér húsnæði með öðrum hætti. Að sjálfsögðu hefur þetta skapað mikil óþægindi og óþarfa umstang, en við því mátti búast að svona hlutir gerðust og ekki er annað hægt en að reyna að taka þeim með stillingu. Aðalatriðið er, að okkur hefur tekist að fínna sómasam- lega gististaði fyrir alla þá, sem hingað eru komnir vegna leiðtogafundarins. Það verður að teljast vel af sér vikið á þeim skamma tíma, sem til stefnu hefur verið, og er rós í hnappagat íslenskrar ferðaþjón- ustu. Skorturinn, sem í upphafi virtist vera á gistirými í Reykjavík, gaf ýmsum tilefni til að reyna að leigja húsnæði fyrir himin- háar upphæðir. Sumum virðist hafa tekist þetta og það varð til þess að ýmsir erlend- ir fjölmiðlar fengu átyllu til að skrifa í neikvæðum tón um fégræðgi íslendinga. Sannleikurinn er sá, að leiguverðið sem Ferðaskrifstofa ríkisins setti upp, og flest- ir hafa líklega tekið mið af, var sanngjamt miðað við aðstæður. Alhæfíngar og ýkjur ýmissa erlendra blaða um leiguverðið í Reykjavík eiga því ekki við rök að styðj- ast. Skrif Lundúnablaðsins Daily Tele- graph um „gullæði" í Reykjavík eru t.d. stórlega ýkt og ósanngjöm og ekki til þess fallin að auka hróður þess hér á landi. Sama er að segja um skrif blaða eins og Bild Zeitung í Vestur-Þýskalandi og El Pais á Spáni, sem birtu hreinan uppspuna um þessi efni. Á hitt er þó að líta, að kveikjan að þessum leiðindaskrifum er örfá raunveruleg dæmi, sem alhæft er út frá, og þeir íslendingar, sem þar eiga hlut að, eru þjóð sinni til lítils sóma. Á fleiri aðilum en ferðaskrifstofum og hótelum hefur mikið mætt við undirbúning ieiðtogafundarins. Þar má t.d. nefna starfsmenn Pósts og síma, sem þurftu að koma á fót umfangsmeira fjarskiptaneti en dæmi eru til um áður hér á landi. Nefna má, að fjölga hefur þurft símalínum í Reykjavík og til landsins og koma upp aðstöðu fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar til beinna sendinga um gervihnetti. Einnig má minna á hið mikla og ágæta starf, sem lögreglan hefur leyst af hendi vegna fund- arins. Allt hefur þetia tekist vonum framar og sama er óhætt að segja um aðrar fram- kvæmdir, sem ráðist hefur verið í vegna fundarins. Upplýsinga- og kynningarþjón- usta ríkisins og fyrirtækja virðist einnig ganga mjög vel og hafa erlendir starfs- menn fjölmiðla látið í ljós ánægju með þá aðstöðu, sem þeim hefur verið sköpuð í Reykjavík. Á heildina litið er því ekki ann- að að segja en að undirbúningur leið- togafundarsins hafí fram að þessu gengið fyrir sig með þeim hætti, að íslendingum er sómi að. Úrtöluraddir í erlendum ijöl- miðlum um að „öngþveiti" mundi skapast í Reykjavík hafa reynst hrein fírra. „Leynivopnið“ Óvissa um ýmis skipulagsatriði í tengsl- um við leiðtogafundinn hefur sett nokkum svip á undirbúning hans. Það varð t.d. ekki ljóst fyrr en í byrjun vikunnar, hvar fundurinn sjálfur yrði haldinn, og ekki var upplýst um komutíma og dvalarstað Gorbachevs fyrr en á föstudaginn, sama dag og hann kom. Það var óneitanlega leitt, að komu hans til Keflavíkur skyldi þurfa að bera upp á sama tíma og setn- ingu Alþingis, sem leiddi til þess að forseti íslands og forsætisráðherra gátu ekki tek- ið á móti honum. Menn héldu, að þessa atriðis hefði verið sérstaklega gætt, og þá ályktun mátti m.a. draga af orðum Steingríms Hermannssonar, forsætisráð- herra, á blaðamannafundinum 30. sept- ember, þegar fyrst var skýrt frá leiðtoga- fundinum í Reykjavík. Þá sagði ráðherrann, að fundurinn myndi ekki breyta ákvörðuninni um að setja Alþingi hinn 10. október. Einhvers staðar hlýtur því að hafa komið upp misskilningur eða boðum af einhveijum ástæðum ekki verið komið til réttra aðila. Það vekur mikla athygli, að Raisa Gorbacheva skuli fylgja manni sínum til íslands. Nancy Reagan gerir það ekki, en þær fylgdu báðar eiginmönnum sínum til fundarins í Genf í fyrra. Ef til vill sýnir þetta mismunandi skilning Sovétmanna og Bandaríkjamanna á þýðingu Reykjavík- urfundarins. Líklegra er þó, að hér séu Sovétmenn fyrst og fremst að notfæra sér þá athygli sem frú Gorbachev dregur að sér, enda þykir hún aðlaðandi kona. Eigin- konur fyrri Sovétleiðtoga forðust Qölmiðla- ljós, en Raisa virðist njóta þess. Það er væntanlega mat núverandi ráðamanna í Kreml, sem eru nútímalegri í vinnubrögð- um en fyrirrennarar þeirra, að Raisa sýni Sovétríkin í hagstæðu og mannlegu ljósi. Hún hefur verið nefnd „leynivopn Gorba- chevs" og er sterkur mótleikur Sovét- manna gagnvart vestrænum Qölmiðlum, þegar sovéskir flóttamenn reyna að ná eftirtekt þeirra til að minna á eymdina og fjötrana í Sovétríkjunum. Slíkt hefur ein- mitt verið áberandi hér í Reykjavík síðari hluta þessarar viku. Þáttur fjölmiðla Fundur Reagans og Gorbachevs í Genf í fyrra leiddi ekki til neinnar áþreifanlegr- ar niðurstöðu, sem kunnugt er. Leynd hvíldi yfír viðræðum þeirra og starfsmenn fíölmiðla áttu annríkt við að fínna upp á einhveiju fréttnæmu til að drepa tímann þar til raunverulegar fréttir væri að fá. Við slíkar aðstæður, þar sem heimspressan er saman komin og beinar sjónvarps- og útvarpssendingar um veröldina alla sífellt í gangi, getur lítil þúfa sannarlega velt þungu hlassi og lítil fíöður orðið að mörg- um hænum. Við skulum vona, að hinir alþjóðlegu fíölmiðlar þurfí ekki að flytja slíkar fregnir frá íslandi og menn í ábyrgð- arstöðum þurfa að gæta þess að gefa ekki tilefni til þess. Misskilningurinn um af- stöðu forsætisráðherra til friðsamlegra aðgerða bandarískra gyðinga hér á landi er lýsandi dæmi um atvik af þessu tagi, sem til allrar hamingju reyndist unnt að leiðrétta. Svo virðist sem álfa- og draugatrú ís- lendinga sé hinum erlendu blaðamönnum sérstakt hugðarefni. Hafa margar greinar verið skrifaðar um það efni í heimsblöðin upp á síðkastið, sem og fámenni og reynsluleysi „Víkingasveitar" lögreglunn- ar. Út af fyrir sig má segja, að þetta séu saklausir hlutir og á heildina litið verður að telja, að umfjöllun erlendra fíölmiðla hafí verið íslandi til framdráttar á alþjóða- vettvangi. Sumt af því, sem hinir erlendu blaðamenn skrifa um okkur, virðist svo hástemmt lof, að kaldriQuðustu áróðurs- menn Ferðamálaráðs færu líklega hjá sér. Þetta stafar ekki endilega af því, að blaða- mennimir séu að færa hlutina til betri vegar en þeir eru, heldur er sannleikurinn sá að íslenskt samfélag er enn svo sér- stætt og „óspillt", ef nota má það orðalag, að heimsborgarar verða hreinlega hlessa. Sérstaklega verður þeim starsýnt á það, hve miklu svo fámenn þjóð fær áorkað og MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. október hve ríku menningarlífí við Iifum. í frétta- skeyti Associated Press, einnar öflugustu fréttastofu veraldar, á föstudaginn er t.d. löng og mjög jákvæð lýsing á Reykjavík og Davíð Oddssyni, borgarstjóra, sem sýni- lega hefur náð til hinna erlendu blaða- manna. Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með því, hvemig Sovétmenn reyna að ná at- hygli fjölmiðlanna. Þáttur Raisu í því var áður nefndur, en einnig er vert að taka eftir því, að ákvörðun Gorbachevs að flytja ávarp við komuna til Keflavíkur á föstu- daginn var miðuð við það að ná sem mestri athygli. Hefði hann haft sömu orð um fundinn með Reagan á flugvellinum í Moskvu, áður en hann lagði af stað til íslands, hefðu þau fengið miklu minni uppslátt í fjölmiðlum. Blaðamannafundimir, sem Sovétmenn hafa haldið á Hótel Sögu undanfama daga, eru líka athyglisvert dæmi. Áður en Gorbachev kom og áður en Bandaríkja- menn höfðu efnt til nokkurs blaðamanna- fundar, höfðu Sovétmenn haldið fjóra fundi. Á þessum fundum komu fram helstu sérfræðingar þeirra á ýmsum sviðum og kváðust reiðubúnir að svara spumingum um hvaðeina, sem upp kæmi. Þama kom ekkert nýtt fram um fyrirhugaðar viðræð- ur Reagans og Gorbachevs, en tækifærið var notað til að koma skilningi sovéskra ráðamanna á alþjóðamálum og sovéskum málefnum á framfæri. Um var að ræða hreina áróðursfundi og merkilegt að fylgj- ast með því, að þegar verulega óþægilegar spumingar komu fram, t.d. um mannrétt- indamál, vom svörin stutt eða útúrsnún- ingur og til þess að koma í veg fyrir að spumingum væri strax fylgt eftir stóðu sovéskir „blaðamenn" á fætur og vildu vita um afstöðu Kremlveija til skuldamála þriðja heimsins og annarra mála af því tagi! Augljóslega var hér um skipuleg vinnubrögð að ræða. Og öll sýna þessi dæmi, að á sviði áróðurstækni ætla Sovét- menn ekki að láta hlut sinn eftir. Ræða Reagans við íslandsförina í ræðu, sem Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, flutti í Hvíta húsinu á fímmtudaginn rétt áður en hann hélt til íslands, fjallaði hann m.a. um samskipti íslands og Bandaríkjanna. Hann sagði: „Ég vil geta þess hér, og það á einkar vel við á degi Leifs Eiríkssonar, hve mikils bandaríska þjóðin metur gestrisni íslensku ríkisstjómarinnar og Islendinga allra. Bandaríkjamenn og íslendingar eru og hafa verið bandamenn í meira en 40 ár. Fyrst á dögum síðari heimsstyrjaldar, þeg- ar brugðist var til vamar frelsi og lýðræði, og nú í Atlantshafsbandalaginu, þar sem sömu hugsjónir eru hafðar að leiðarljósi. Ekkert _er meira til marks um þessa stað- festu íslendinga, einlæga friðarlöngun þeirra, en að þeir skuli hafa fúslega sam- þykkt að annast þennan fund.“ Síðar í ræðunni sagði forsetinn, og það er vert að veita þeim orðum athygli: „Það hefur löngum verið sannfæring mín, að til þess að ná árangri í friðarviðleitni verð- um við að horfast beint í augu við hin erfiðu úrlausnarefni og gera það af heiðar- leika og með vonina að leiðarljósi. Við getum ekki látið sem ágreiningur sé ekki fyrir hendi, reynt að ná samkomulagi um nokkur atriði í fljótheitum og flutt síðan ræður um andann frá Reykjavík. Stað- reyndin er sú, að um verulegan ágreining um mörg atriði er að ræða, og við getum ekki fullyrt að árangur náist. En komi Gorbachev til íslands staðráðinn í að vera samvinnufús er ég þess fullviss að okkur gæti miðað áfram." Afleiðingar fundarins Á þessari stund er ekkert hægt að segja um niðurstöður viðræðna Reagans og Gorbachevs í Höfða. Sumir eru bjartsýnir á, að þær greiði a.m.k. fyrir markverðu samkomulagi á- næsta fundi, sem hugsan- lega verður síðar á þessu ári, en aðrir eru efins um að fundurinn breyti miklu. Það væri mjög ánægjulegt fyrir alla jarðarbúa, ef fundurinn leiddi til samdráttar í vígbún- aði, og það væri sérstaklega ánægjulegt fyrir Islendinga í þeim skilningi, að nafn höfuðborgarinnar yrði þá tengt bættu and- rúmslofti í heiminum. En við skulum þá ekki heldur gleyma því að slíkur fundur sem þessi væri aldrei haldinn í landi sem hefði ekki sýnt um- heiminum að það á merka og sérstæða menningu sem þjóðin hefur varðveitt og ræktað. Mikilvæg arfleifð okkar hefur reynzt okkur það veganesti sem bezt hefur dugað í vályndri veröld. Umheimurinn tek- ur tillit til lítillar þjóðar sem hefur varðveitt einkenni sín og markað sér utanríkisstefnu sem er ábyrg og kallar ekki á óvisst ástand — og þar með hættulegt — á því viðkvæma landsvæði þar sem við búum. Sovétstjóm- in virðir afstöðu okkar í öryggismálum og tilraunir lítillar þjóðar til að treysta sjálf- stæði sitt og efla frið í heiminum með markvissri utanríkisstefnu en engri ævin- týramennsku. Fyrirvarinn um einhliða yfírlýsingu um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlönd- um hefur komið frá Reykjavík, samt hika Rússar ekki við að velja hana sem fundar- stað og öðrum NATO-ríkjum er þóknan- legt, að sjálfsögðu, að fundurinn fari fram í einni af höfuðborgum Atlantshafsbanda- lagsins eins og kanzlari Vestur-Þýzkalands benti á í svari sínu við fyrirspum Morgun- blaðsins um fundinn nú nýlega. íslendingar hafa líka ávalit litið á Átlantshafsbanda- lagið sem friðarsamtök og því hefur aukizt fylgi með þjóðinni með hveiju ári sem lið- ið hefur frá stofnun þess og aðild okkar að því. Talsmenn Rússa sögðu í vikunni að vamarstöðin á Keflavíkurflugvelli væri þeim ekki meiri þymir í augum en svo, að þeir hefðu hana ekki í huga þegar rætt væri um fyrstu skrefín til að fækka herstöðvum í heiminum. Þannig gera þeir sér ljóst að Keflavíkurstöðin er til vamar og ógnar engum. Auk þess mættu menn muna að tillaga íslendinga um að kjam- orkuvopnalaust svæði nái frá Grænlandi til Úralfjalla er í einhveijum tengslum við veruleikann í kringum okkur og ekki blekk- ingin einber, því að á norðurslóðum eru engar kjamorkusprengjur nema á vegum stórveldanna, Norðurlönd eiga ekki slíkar sprengjur. Eina kjamorka Norðurlanda er kjamorkuverin og eru þau nógu hættuleg í sjálfu sér, eins og dæmin sýna, en við þau er ekki átt með fyrmefndri tillögu. Sumir telja að vísu að Rússar hafí áhuga á að veikja tengslin milli íslendinga og Bandaríkjamanna sem hafa verið mjög náin sl. fjörutíu ár eins og Reagan minnt- ist á og jafnvel spilla vináttu þeirra. Ýfingar hafa verið með okkur og Banda- ríkjastjóm, báðum til bölvunar, en úr því hefur verið bætt sem betur fer. Vinátta Atlantshafsríkjanna er reist á sterkum gmnni. Þessi vinátta og samstarf lýðræðis- ríkjanna hafa tryggt frið f heiminum undanfama áratugi og þótt svæðisbundin vandamál hafí verið um allan heim hafa þau ekki náð til yfírráðasvæðis Atlants- hafsríkjanna. Þau em því ekki ógnvaldur, heldur lykillinn að öllum viðræðum um frið í heiminum, ekki sízt þeim viðræðum sem nú fara fram í Höfða. Hver sem niðurstaða þeirra viðræðna verður er það ljóst, að Island hefur með óvæntum hætti orðið miðdepill athygli allr- ar veraldarinnar. Um afleiðingar þess fyrir land okkar og þjóð í náinni framtíð er erfítt að spá, en enginn vafí leikur á því að undanfama daga höfum við orðið vitni að mestu landkynningu í sögu okkar. Von- andi verður hún íslenzku sjálfstæði, íslenzkum einkennum og íslenzkum vem- leika til eflingar í framtíðinni. Vonandi skerpir hún það markmið að vemda tungu og arfleifð sem er undirstaða allra hluta í þeirri veröld sem við leitum nú að með þeim Reagan og Gorbachev. Morgunblaðið/RAX . Umheimurinn tekur tillit tii lítillar þjóðar sem hefur varðveitt einkenni sín og markað sér ut- anríkisstefnu sem er ábyrg og kallar ekki á óvisst ástand —ogþar með hættulegt — á því viðkvæma landsvæði þar sem við búum. Sovétstjórnin virðir afstöðu okkar í öryggis- málum og tilraun- ir lítillar þjóðar til að treysta sjálf- stæði sitt og efla frið í heiminum með markvissri utanrí kisstefnu en engri ævin- týramennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.