Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
35
PASTA
Hvað er það sem kallað er pasta? Pasta er samheiti yfír matarflokk sem er búinn til
úr hveiti og mótaður á ýmsa vegu. Innan þessa flokks eru margar tegundir, svo
margar að sleppt verður að nefna þær allar. Þó munum við flest þekkja einna best
makkarónur, spaghetti, lasagne, cannelloni, fettuccine eða þá það sem við köllum einfaldlega
skrúfur eða kuðunga. Þeir sem hafa ferðast til Ítalíu hafa rekið sig á að þetta er þjóðarréttur
ítala, en þeir bera pasta fram með næstum hverri máltíð. Eins og áður sagði er pasta búið til
úr hveiti, en ekki er sama hvaða hveiti er notað í það. Hveiti hefur breyst mjög gegnum aldirnar,
en talið er að það hafí verið ræktað fyrir meira en sex þúsund árum í Litlu-Asíu og það breiðst
til Mið-Austurlanda og Miðjarðarhafslandanna, og síðan þaðan til Norður-Evrópu og Ameríku,
þar sem mest er ræktað af hveiti í dag. Nærri má geta hvort veðurfar og jarðvegur hefur
ekki breytt eiginleikum hveitisins, en hveiti er misjafnlega hart. Mjúk kvæmi eru einkum svo-
kallað Triticum vuigari, en hart hveiti er aftur á móti Triticum durum, og ein tegund þess,
Durum-hveiti, er best til pastagerðar. Durum-hveiti er mjög glutenríkt en þannig þarf hveitið
að vera, sé það ætlað í pasta. Það þrífst best á úrkomulitlum svæðum og er mikið ræktað í
Miðjarðarhafslöndum, suðurhluta Ráðstjómarríkjanna og sumum
hlutum Kanada og Bandaríkjanna. Það hveiti sem hingað
er flutt er margt mjög glutenríkt og því gætum við
auðveldlega búið okkur til pasta, enda fylgir upp-
skrift af því hér á eftir. Það pasta sem er
innflutt er þurrkað og er ekki eins gott
og ferskt pasta, en nýlega var stofnuð
pastagerð hérlendis sem framleiðir
mjög góða vöru. Þetta pasta þarf
að geyma í kæliskáp og það hef-
ur takmarkað geymsluþol, en
það má frysta.
Pastadeig
2 bollar hveiti (ekki Juvel-
hveiti)
2 stór egg
4 msk. kalt vatn
1. Setjið hveiti og egg í
hrærivélarskál og hrærið sam-
an þar til þetta er komótt
deig. Þið getið líka hnoðað það
í höndunum og nuddað milli
lófanna.
2. Setjið vatnið út í og hnoð-
ið deig. Hnoðið deigið í
hrærivél eða í höndunum þar
til það er seigt og samfellt.
Ef ykkur fínnst deigið lint
skuluð þið bæta við hveiti, en
ef það er of þurrt bætið þá
örlitlu vatni í. Deigið á að
sleppa hendinni en vera þó
mjúkt.
3. Leggið hreina diska-
þurrku yfír deigið og látið það
bíða á eldhúsborðinu í 20—30
mínútur.
4. Fletjið deigið út í 2—3
mm þykkt, látið það vera jafnt
á köntunum. Það er erfítt að
fletja þetta deig út, það
skreppur alltaf til baka undan
keflinu.
5. Vefjið deigið síðan upp
eins og myndin sýnir, skerið
síðan í þunnar sneiðar.
6. Hitið saltvatn í potti.
Látið vatnið vera talsvert mik-
ið. Setjið pastað í vatnið, látið
sjóða við háan straum í opnum
potti í 10 mínútur. Athugið
að vatnið þarf alltaf að vera
á hreyfíngu — bullsjóða.
Athugið: Notið þetta pasta
með kjöt- eða grænmetisrétt-
um eins og annað pasta.
Pasta með beikoni
Notið heimatilbúið pasta,
sjá hér framar í kaflanum.
500 g pasta
100 g magurt beikon,
skorið
4 msk. matarolía
1 lítill laukur
250 g ferskir tómatar
hálfdós niðursoðnir
salt ef með þarf
V4 tsk. chili- eða cayenne-pipar
100 g rifínn óðalsostur
1. Skerið beikonið í litla
þykkt
eða
bita. Hitið matarolíuna í potti,
sjóðið beikonið í henni þar til
það byijar að brúnast, en það
á ekki að brúnast mikið. Takið
beikonið upp úr feitinni og
setjið á disk.
2. Afhýðið laukinn og saxið
fínt, sjóðið í feitinni í 7—10
mínútur. Gætið þess að hann
brúnist ekki.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
5. Sjóðið pasta eins og seg-
ir í kaflanum um heimatilbúið
pasta.
6. Setjið pastað í skál, hel-
lið sósunni yfír.
7. Rífíð ostinn og stráið yfir,
setjið fatið í bakarofninn þar
til osturinn er bráðnaður.
Meðlæti: heitt snittubrauð.
Athugið: Þið getið auðvitað
notað keypt pasta í þennan
rétt.
K'ttí með
akki
500 g spaghettí
mikið saltvatn til að sjóða
spaghettíið í
1 tsk. matarolía saman við
vatnið
500 g nautahakk
2 msk. matarolía
1 tsk hvítlauksduft
Vi tsk lauksalt
V2 tsk salt
°/i tsk pipar
2 tsk soyasósa
IV2 msk tómatmauk (puré)
1 dl vatn
1 lítil paprika, rauð eða græn
2—3 msk parmesanostur
1. Setjið mikið saltvatn 0g
1 tsk af matarolfu í pott. Setj-
ið spaghettíið ofan í, stingið
öðrum endanum ofan í og ýtið
því síðan áfram eftir þvi sem
það linast.
2. Látið sjóða við mikinn
straum í opnum potti í 10—15
mínútur.
3. Setjið matarolíu á pönnu,
hitið þar til rýkur úr henni,
setjið þá hakkið á pönnuna,
látið steikjast á pönnunni þar
til það fer að brúnast og þoma.
4. Setjið vatn, tómatmauk,
hvítlauksduft, lauksalt, salt,
pipar og soyasósu út í.
5. Skerið paprikuna í
tvennt, fjarlægið steina, skerið
síðan smátt og setjið út í. Setj-
ið lok á pönnuna og látið þetta
sjóða í 15—20 mínútur.
6. Hellið spaghettíinu á sigti
og látið renna vel af því, setj-
ið það síðan á fat, hellið þvf
sem er á pönnunni yfir, bland-
ið örlítið saman með tveimur
göfflum.
7. Stráið ostinum yfir og
berið fram.
3. Hellið sjóðandi vatni á
tómatana, látið þá standa f
vatninu í 7—10 mínútur. Fjar-
lægið þá húðina. Dósatómatar
em afliýddir.
4. Setjið tómatana og beik-
onið saman við laukinn, setjið
síðan chili-pipar út í og salt
ef með þarf. Sjóðið við vægan
hita í 15—20 mínútur.
II II fll 1
II ®t II
Auglýsingar22480
Afgreiðsla 83033