Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 38
riPf' jja t rm/rr rnanM 38 £ppf íT^rTOT>TO ?f TODAnTJVfT'ITTP r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Sjálfstæðisflokkurinn í Austurlands- kjördæmi: Fagnar árangri í viðureigninni við verðbólgu /*■ < co Cjlasgow er girnileg verslunarborg eins og allir vita, ekki síst núna þegar pundiö hefur lækkaö. En Glasgow er líka og ekki síður girnileg skemmtanaborg, þar sem allir geta fundiö eitthvaö viö sitt hæfi. Meö Úrvali getur þú farið í ódýrar þriggja, fimm eöa sjö daga ferðir þar sem þú verslar, skemmtir þér og býrð á góöu hóteli í hjarta borgarinnar. Innifaliö er flugið til og frá Glasgow, gisting í þrjár nætur á fjögurra stjörnu hóteli með baði, síma, útvarpi og sjónvarpi og skoskur morgunverður. Viljirðu taka börnin með færðu ríflegan afslátt fyrir þau. Úrval býður þér einnig ódýrar borgar- ferðir til London frá aðeins kr. 12.570.-, Amsterdam frá aðeins kr. 14.450,- og New York frá kr. 20.399.- FERMSKRIFSTOfAN URVAL Ferdaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. FLUGLEIDIR Allar nánari upplýsingar veita sölu- og umboðsmenn Úrvals um land allt. Innilegustu þakkir til allra er glöddu mig með heimsóknum, blómum, skeytum og simtölum á 90 ára afmœli mínu 26. september sl. Kœr kveðja. Guðrún Eríksdóttir, Flateyri. T-Iöfóar til JLl fólks í öllum starfsgreinum! Aðalfundur Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi, haldinn á Egilsstöðum dagana 26. og 27. september 1986, fagnar einstæðum árangri í viðureigninni við verð- bólguna og þakkar ríkisstjóminni og Sjálfstæðisflokknum sérstaklega framgönguna í þeirri baráttu. For- senda fyrir þátttöku flokksins í núverandi ríkisstjóm var að ráðizt yrði gegn hinni háskalegu verð- bólguþróun með öllum tiltækum - ráðum, enda stefna flokksins í kosn- ingabaráttunni vorið 1983. Markmiðinu hefir nú verið náð og verðbólga langtum lægri en dæmi eru til um í hálfan annan áratug. Aðalfundurinn leggur ríka áherzlu á að haldið verði fast við markmið um lækkandi verðbólgu til að tryggja þann árangur, sem náðst hefir. Til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að halda vöku sinni og beita afli sínu til hins ítrasta. Jöfnuður í viðskiptum við útlönd og greiðsla erlendra skulda er meg- inmál, sem ekki má missa sjónir á eitt andartak svo aldrei aftur ríði yfir íslenzkt þjóðfélag óráðsía á borð við vinstri óstjómina, sem kastaði tólfunum á ámnum 1980-83 með tvöföldun erlendra skulda. Aðalfundur kjördæmisráðsins leggur áherzlu á vöxt og viðgang aðalatvinnuvega þjóðarinnar, sjáv- arútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Fullri atvinnu hvarvetna ber að fagna, en sérstaka athygli vill fund- urinn vekja á veikri stöðu fyrirtækja í fiskiðnaði í flórðungnum og skorar á stjómvöld að leggja viðreisn þeirra ömggt lið. Fundurinn telur að framtíð at- vinnulífs á Austurlandi byggist á því að mögulegt verði að bjóða upp á mannsæmandi laun í framleiðslu- greinunum. Fundurinn telur brýna nauðsyn til bera að auka fijálsræði í útflutn- ingsmálum, með það fyrir augum að framleiðendur afurða til lands og sjávar leiti sjáifir markaða og annizt sölu á framleiðslu sinni. Aðalfundurinn lýsir yfir stuðn- ingi við þá stefnu, að hémðin í landinu fái ríkari áhrif í eigin mál- efnum og leggur áherzlu á nauðsyn þess, að fjármagn og ákvarðana- taka færist í auknum mæli til sveitarfélaganna. Málefiium dreif- býlisins verði gefínn aukinn gaumur og búsetan treyst. Fundurinn minnir á óunnin verk í kjördæminu í mikilvægum málaflokkum menntamála, heilbrigðismála og samgöngumála og hvetur forystu Sjálfstæðisflokksins til að Ijá þeim verkefiium liðsinni sitt. Aðalfundur kjördæmisráðsins fagnar þeim tíðindum sérstaklega að samningagerð um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfírði er komin á lokastig og þakkar ör- ugga forystu iðnaðarráðherra flokksins og Stóriðjunefndar í því mikilvæga máli. Lögmanna- stofa opnuð í Stykkishólmi Stykkishólmi Mánudaginn 29. september var sett á stofn í Stykkishólmi fyrsta lögmannastofan á Snæfellsnesi með , það að takmarki að þjóna öllu Snæ- fellsnesi. Að þessari stofnun standa þeir Hilmar Ingimundarson hæsta- réttarlögmaður og lögmennimir Jón G. Briem og Kristján Stefánsson. Þá verða fulltrúar þeirra lögfræð- ingamir Ásgeir Þór Ámason og Ásbjöm Jónsson. Tilgangur þessarar þjónustu er fyrst og fremst að leiðbeina og hjálpa almenningi í lögfræðilegum efnum, annast samningu allskonar skjala svo sem afsals, verðbréfa o.fl. Þá munu þeir og annast bæði fasteigna- og skipasölu og sem sagt allt það sem að þeim málum lýtur. Skrifstofan, sem verður opin alla virka daga, verður i húsakynnum Bátatryggingar Breiðafjarðar við Smiðjustíg. Þá verða fastir viðtalstímar lög- fræðinga á mánudögum og þriðju- dögum á almennum skrifstofutíma. Það fer ekki á milli mála að mik- il þörf er slíkrar þjónustu í dag og gott að hún kemur þannig til lands- byggðarinnar. Fréttaritari Morgunblaðsins brá sér á skrifstofu þeirra félaga um leið og hún var opnuð og kynnti sér viðfangsefni og starfsháttu og leist vel á og væntir að þeir geti mörgum góðum málum þokað hér og eins veitt mörgum liðsinni sem annars þurfa a halda að sér höndum eða flýja með sín mál til Reykjavík- ur í allan erilinn þar. Þess má geta að lögmennimir hafa margra ára reynslu í starfi. Ámi Öryggislykill é sparifjáreigenda 4'V€RZLUNflRBfiNKINN * -uiMHun, með ft&i! AUK hf. 43 87 _____
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.