Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Hef alltaf forðast að gera Leiðin frá Skutulseyri i forstjórastólinn hefur ekki verið átakalaus, en trúi menn á það sem þeir eru að gera eru fáar hindranir óyfirstíganlegar. Bragi Baldursson á skrifstofu sinni. það sama og aðrir BRAGIBALDURSSON, EIGANDIB. BALDURSSONREKLAM íSVÍÞJÓÐ, RÆÐIR VIÐ GUNNAR KÁRA MAGNÚSSON Aíslandi þekkja allir alla, eða a.m.k. frænda þess sem um er að ræða. Er- lendis hafa útlendingar tek- ið eftir þessu og byrja oft á tíðum samræður við ókunnugan íslending á því að spyija, hvort hann þekki ekki þenn- an eða hinn landann? Er þá kominn umræðugrundvöllur sem brýtur ísinn og báðir geta unað við, þang- að til komið er að kjama málsins. Undirritaður heyrði fyrst minnst á Braga Baldursson á þennan máta. Ég var staddur inní verslun, sem selur ýmsar vörur til prentiðnaðar, og hafði mælt mér mót við sölu- mann þar varðandi kaup á mynda- vél. Þegar handabandið var leyst og við höfðum kynnt okkur spurði hann af bragði, hvort ég þekkti ekki Braga? Eg þekki fullt af Brög- um, Braga sem selur veiðarfæri hjá Skagíjörð, Braga sem réri með línu á ísafirði og Braga sem er formað- ur Þórs í Vestmannaeyjum og gerir við dekk og veiðir lunda í Dalsfjalli upp af Heijólfsdal. — Nei, ég á við hann Braga hjá B. Baldursson reklam. Hann verslar við okkur fyrir hundruðir þúsunda á ári, (og ég sem ætlaði að prútta við manninn um 40 þúsund króna myndavél!). Forvitnin var vakin og sölumað- urinn gaf mér nafnspjaldið sitt og heimilisfang B. Baldursson reklam. Svo var það á föstudegi í byijun september að ég lagði leið mína niður á Backa Bergögötu 4 á His- ings Backa, en það er iðnaðarhverfí á eyjunni Hisingen sem lúrir á Gautaelfi í miðri Gautaborg. Á jarðhæð hússins eru mynda- stofur og myrkraherbergi í öðrum helmingnum, en hinn helmingurinn er notaður undir tölvustýrða skurð- arvél sem notuð er til að skera út stafi, skreytingar og merki í hvaða stærðum sem er. Ég tók eftir því að starfsfólkið var allt á bilinu 20 til 35 ára gam- alt og það talaði um Braga en ekki Baldursson og sagði að hann væri á efri hæðinni. Þar var aðsetur auglýsingateiknaranna og stjóm- enda fyrirtækisins. Var hæðin einstaklega smekklega innréttuð og vinnuaðstaða öll hin besta og hvergi til sparað hvað varðar tælqakost og hvað eina sem þarf til að geta framleitt 100% vöru á kröfuharðan markað. Bragi sjálfur, 37 ára ís- firðingur, var á leiðinni í bankann og fylgdist ég með honum þangað. Sagði hann mér í bílnum frá fyrir- tækinu í stórum dráttum og leiddi mig síðan um sali er við komum til baka. — Hér starfar úrvals fólk, sagði Bragi. Við höfum mun minni veik- indaforföll hér en á öðrum sambæri- legum vinnustöðum og það tel ég vera merki þess að öllum líði vel hér. Þrátt fyrir að við séum þetta mörg (23. starfsmaðurinn var ný- tekinn til starfa) þá hefur okkur tekist að viðhalda þessum smáfyrir- tækja-anda hér sem gerir það að verkum að menn víla ekki fyrir sér að fara í önnur störf innan fyrirtæk- isins ef þess þarf með til að létta undir. Að sögðum þessum orðum kynnti hann mig fyrir gjaldkeranum sem var að rúlla saman límborða sem síðan átti að gefa einum sporvagna Gautaborgar svip. Þótti undirrituð- um þetta bæði sérstakt og jákvætt, því oft á tíðum þarf bara tvo til að einn sé farinn í skrifstofuleik dag út og dag inn. Bragi sagði ástæð- una fyrir veru gjaldkerans á verkstæðinu vera þá, að verslun ein sem sérhæfði sig í sölu búsáhalda rætt í greininni. Borðið lengst til vinstri á myndinni er með rafeindaþráðum sem senda frá sér boð inn á tölvuna er kanni er lagður á merkið sem lesið er af á borðinu. Við tölvuskjáinn fyrir miðju myndarinnar er stærðin ákveðin og fjöldinn. Síðan eru þessar upplýsingar sendar inn í enn eina tölvuna sem gerir síðan sjálfan skurðinn framkvæmanlegan. Eins og sjá má af myndinni er litrófið fjölbreytt. Válkommen till oss pá B. Baldursson Reklam Vára huvudprodukter ðr: PATADEKAL Folledokor tlll bllar, skyltar, fönster m,m frán várt datoratyrda akárbord. OVERHEAD-NYCKELN aaaaaaaaaiaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa Proffslga preaentatlonor pá OH, dla, eller papper, allt frán enstaka bllder tíll kompletta serler. 031/52 71 60 Backa Bergögata 4,422 40 H. BACKA og byggingaverkfæra væri að opna stórmarkað á mánudeginum og hefði verið seint á ferðinni með pöntun á skiltum og merkjum. Það var greinilegt að Bragi hafði í ýmsu að snúast svo við mæltum okkur mót á sunnudegi, viku síðar, og gafst mér þá tóm til að rekja örlítið úr Braga lífshlaupið og áfangana að því sem hann og fyrir- tæki hans er orðið í dag. Frá Skutulseyri að færi- böndunum á Volvo Hann ólst upp á Ísafírði með hressum félögum og ætlaði að verða smiður. Iðnskólinn á ísafirði var þá rekinn sem kvöldskóli og tók sú menntun 4 ár. — En ég hætti þar, sagði Bragi, ég fann að mig langaði meira til að teikna og ljósmynda en að verða smiður. Möguleikamir ti) að læra teikn- ingu og ljósmyndun af öðrum en sjálfum sér voru litlir á ísafirði. Þó byijaði bragi að læra textun í bréfa- skóla. — Svo kom þama hálfgert lá- deyðutímabil, á meðan ég var að bræða það með mér hvað ég ætti að gera. Ég var að bíða eftir svari frá skóla í Englandi um skólavist þar, ætlaði að fara að læra ensku, þegar einn vinur minn fékk vinnu hjá Husquama hér í Svíþjóð. Mér fannst þetta ágæt hugmynd sem og reyndar fleirum og við vomm fjórir saman sem ákváðum að skella okkur til Svíþjóðar. Þegar til átti að taka, þá var enga vinnu að fá hjá Husquama, en Gunnar Ásgeirsson, sem hafði með þetta að gera, sagðist geta útvegað okkur vinnu hjá Volvo ef við vildum. Okkur leist vel á það 1. „síðan“ í glærubæklingi sem Bragi notar sjálfur til kynningar á fyrirtæki sínu, framleiðslu þess og mögfuleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.