Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Frank Sinatra átti heiminn i Mílanó. els,uppáhalds viskíið sitt, á meðan hljómsveitin tók syrpu. Jafnaldra hans hafði nokkrar áhyggjur af þessu eftir konsertinn, ekki af drykkjunni heldur að hann skyldi setjast niður. „Hann lítur ekki nógu vel út,“ sagði hún, og þóttist vita um hvað hún var að tala. „Hann er ekki vanur að þurfa að setjast. Þessar ungu kvensur sem hann blandar geði við hafa tekið kraftinn úr honum." Sú gamla var þó ánægð með konsertinn og sagðist alltaf fara og hlusta á „Frankie Boy“ þegar tækifæri gæfist. Mér gafst tækifæri til að sjá hann aftur tæpum tveimur árum seinna í Camegie Hall í New York. Ég fékk mér að borða á stað við sviðsinnganginn áður en tónleikam- ir hófust. Það var ekki með ráðum gert en aðrir matargestir á staðnum vissu hvað þeir vom að gera. Það var rigning og ekki veður til að standa lengi og bíða eftir að sjá „Old Blue Eyes“ aka upp að dymm og ganga inn í tónleikahöllina. En úti fyrir safnaðist þó töluverður hópur miðaldra fólks sem beið eftir að sjá átrúnaðargoðið augliti til auglits. Gljáandi, svartur kadilákur rann lpks upp að dymm og allir á matstaðnum mku upp á stóla. Lífverðir Frank Sinatra spenntu upp regnhlíf áður en hann steig út úr bílnum, íklæddur silfurlitum „baséball-jakka", og flýtti sér inn um sviðsdymar. Hann leit hvorki til hægri né vinstri og lét sem hann sæi ekki aðdáendaskarann. Fólkið tíndist í burtu og ég settist aftur og kláraði að borða. Tónleikarnir vom lélegir í saman- burði við Flórída. Salarkynnin vom að sjálfsögðu fínni, miðamir dýrari og áheyrendumir vanir heimsfræg- um skemmtikröftum. Honum var vel tekið og New York búar kunnu að meta „New York, New York“. En Frank náði sér ekki á strik. Ég var viss um að hann væri búinn að vera, kvennafarið líklega farið að hefna sín, eins og sú gamla hafði sagt, og tími til kominn fyrir hann að setjast í helgan stein. Mig gmn- aði ekki að hann myndi slá í gegn í Mflanó íjórum ámm seinna. Eins o g kóngnr væri í heimsókn Frank hélt ekki nema tvo kon- serta í Evrópu að þessu sinni. íþróttaleikvangurinn í Madríd á Spáni var leigður og búist var við 100.000 áhorfendum. En undirbún- ingurinn var í molum og það komu ekki nema 30.000 manns að hlusta á Sinatra syngja „Granada". Tón- leikamir þóttu þó takast vel og honum var hælt á hvert reipi í spönskum dagblöðum. Hann flaug beint eftir konsertinn til Mflanó á einkaþotunni sinni. Þar var tekið á móti honum eins og kóngi. Hann bjó í stærstu „svít- unni“ á dýrasta hóteli bæjarins. Þar beið hans kalt borð og ísskápur fullur af fínustu drykkjum. Flygill var til taks ef hann vildi taka lagið og stærðarinnar rósavöndur beið Barböm á. öðm hjónarúminu. Nokkrir kunningjar fengu sér snarl með hjónunum um nóttina; Barbara fór í búðir daginn eftir; þau héldu kvöldverðarboð sem borgarstjórinn mætti ekki í af því að Frank gaf sér ekki tía til að sækja heiðurs- borgaraorðu borgarinnar; og konsertdagurinn, 27. september 1986, rann upp. Mílanóblöðin vom með fréttir af Frank á forsíðu. Hann hafði heyrst raula „Ó Sóle Míó“ á hótelinu og allir vom vissir um að hann myndi syngja það um kvöldið. Hann er jú kaiin að syngia -hvað sem segja má um hann annað Karlinn er kominn yfir sjö- tugt, bláu augun aðeins farin að fölna, hann er þrútinn í andliti, útlifaður og með hárkollu. En fjandi er hann góður. Frank Sin- atra kann að syngja og sannaði það svo að um munaði í Mílanó á dögunum. Hann hafði ekki haldið tónleika á Ítalíu síðan 1962 og var tekið eins og glataða syninum. Enginn sém þykist vera maður með mönnum í skemmt- analífi stórborgarinnar vildi missa af „Röddinni“, eins og ítal- ir kalla hann. Níu þúsund miðar á verðinu 3.500 til 17.500 ísl. kr. seldust upp. Glysliðið mætti í sínu finasta pússi, Bettino Craxi, for- sætisráðherra, sat á fremsta bekk hjá Barböru, fjórðu frú Frank Sinatra, og öllu var sjón- varpað beint. Frank söng hvem gullaldarslagarann á fætur öðr- um við undirleik valins hóps úr Londonar Fílharmóníuhljóm- sveitinni. Allt ætlaði um koll að keyra þegar hann tók „New York, New York“ og karlinn gaf ekkert eftir. Hann er í fínu formi, þrútinn eða ekki þrútinn, og jafn „smart“ í smókingbuxun- um og endranær. Það var upp á grín að ég fór á tónleika með Frank Sinatra í fyrsta sinn. Hann var að skemmta í Flórída fyrir einum sex árum og það þótti tilvalið að sjá gamla hjartaknúsarann troða upp í vin bandarískra ellilífeyrisþega. Það yrði bráðfyndið að sjá bláhærðar, amerískar kerlingar hlusta hug- fangnar á Frank kiija gamlar lummur. En á endanum hlustuðu fleiri hugfangnir en þær. Smá hnéhreyf ing og fagfnaðarstuna fór um salinn Hann tróð upp í stórum sal í Sunset Theatre, eða stað með svip- uðu nafni, góðan spöl fyrir utan Míamí. Það var pakkað hús og meðalaldur um sextugt, eins og við mátti búast. Frank lét ekki sjá sig fyrr en fjölmenn hljómsveit var búin að hita mannskapinn upp. Hún fór af stað með góðri sveiflu, kon- umar tylltu niður tánum í takt við músíkina og karlamir smelltu fingr- unum. Lögin voru góðir kunningjar frá því í gamla daga. Og svo steig stjaman sjálf fram á sviðið. Hún var ekkert að tvínóna við þetta heldur skellti sér strax út „Come Fly With Me“, „Come Rain or Come Shine“, „Chicago", „My Way“ og önnur meistaraverk í sama dúr. Gömlu aðdáendumir voru yfír sig hrifnir og hinir nýju yfír sig undrandi. Frank Sinatra var sko ekkert hlægilegur, hann var framúrskarandi skemmtikraftur. Röddin var sterk, söngurinn skír og framkoman frábær. Hann var klæddur í smóking og gekk rólega um sviðið þegar hann hreyfði sig úr stað. Hann sneri sér að hljóm- sveitinni og sló taktinn inn á milli en stóð annars mest megnis kyrr fyrir miðju sviði og söng. Og hreyfði axlimár og hnén létt í takt við músíkina. Það var merkilegt að fylgjast með þessum hreyfíngum. Hnén á honum, þegar þau komu fram í smókingbuxnaskálmarnar, voru meira kynæsandi en flottustu mjaðmahreyfmgar Mick Jaggers, og þá er mikið sagt. Hann hafði áheyrenduma full- komlega á valdi sínu. Fyrir framan mig sátu fullorðin hjón sem gleymdu sér alveg. Þau höfðu aug- sýnilega boðið syni sínum og tengdadóttur með sér á tónleika gamla uppáhaldsins. Sonurinn leit stundum undrunaraugum á foreldra sína og benti konu sinni á föðurinn gapa af hrifningu þegar Sinatra söng angurværri röddu um ein- mana, miðaldra mann sem hefur engan annan að tala við síðla nætur en langþreyttan barþjón í „One for My Baby (and One More For the Road)“. Frank settist nokkrum sinnum á háan barstól og sötraði Jack Dani- Frank Ljjósmynd/ab inatra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.