Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Svipmynd á sunnudegi/Yuri Orlov LAUS EFTIR 30ÁRA ANDÓF Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum kom sovézki eðlisf ræðingurinn Yuri F. Orlov ásamt Irinu konu sinni til Bandaríkjanna sunnudaginn 5. þessa mánaðar eftir að hafa átt í útistöðum við yfirvöld í heimaiandi sínu undanfarin 30 ár. Um sjö ára skeið sat hann í fangelsi og vinnubúðum, eða frá 1977 til 1984, en eftir það í útlegð í Síberíu þar til honum var leyft að fara úr landi. Yurí Orlov við komuna tíl Kennedy-flugvallar í New York sl. sunnudag. Orlov er nú 62 ára. Hann fædd- ist 13. ágúst 1924 nálægt Moskvu og ólst þar upp. Faðir hans var vörubílstjóri og rennismiður, og þar heima kynntist Yuri Orlov lífi verkamanna í Sovétríkjunum, sem er nokkuð sjaldgæft meðal menntamanna þar í landi. Hann vann í verksmiðju á ungl- ingsárunum, en barðist svo með Rauða hernum gegn nasistum í síðari heimsstyijöldinni. Að styij- öldinni lokinni hóf hann nám við Moskvu-háskóla, og gerðist þá félagi í kommúnistaflokknum. Háskólaprófí í eðlisfræði lauk hann árið 1952, og hóf þá störf við rannsóknastofnun á sviði kennilegrar- og tilrauna-eðlis- fræði. En hann var of opinskár til að fá að halda því starfi lengi. Eftir að Nikita Khrushchev for- dæmdi Stalín opinberlega á 20. flokksþinginu árið 1956 kom Orlov þeirri hugmynd sinni á framfæri að þeir sem væru með- ábyrgir í ódæðisverkum Stalíns yrðu látnir svara til saka var hann rekinn úr flokknum og sagt upp starfí hjá rannsóknarstofnuninni. Þegar Orlov hafði verið at- vinnulaus í hálft ár, fékk hann loks vinnu á ný í Yerevan, höfuð- borg Armeníu. Hann notaði einnig tímann til að stunda framhalds- nám og lauk doktorsprófí árið 1963. Fjallaði doktorsritgerð hans um hröðun öreinda. Orlov sneri aftur til Moskvu árið 1972, og eftir komuna þang- að tók hann að sinna mannrétt- indamálum. Árið eftir, 1973, ritaði hann svo Leonid Brezhnev þáverandi flokksleiðtoga bréf þar sem hann tók upp hanzkann fyrir Andrei Sakharov, sem fallinn var ó ónáð hjá yfirvöldum. Þessi til- skrif leiddu til þess nokkrum mánuðum síðar að Orlov missti vinnu sína sem eðlisfræðingur á ný- Eftir undirritun Helsinki-sátt- málans kannaði Orlov leiðir til að fylgjast með því að sovézk yfir- völd færu eftir ákvæðum sáttmál- ans. Var hann einn af stofnendum eftirlitsnefndar sem fylgdist með framkvæmd sáttmálans þrátt fyr- ir aðvörun frá yfírvöldum um að stofnun nefndarinnar væri „ólög- leg og brot á stjómarskránni". Þótt Orlov væri af rússneskum ættum, og ekki gyðingur, gerðist hann málsvari gyðinga er vildu flytjast úr landi. Hvatti hann and- ófsmenn af gyðingaættum til að stofna eigin eftirlitsnefnd til að fylgjast með gangi mála. En hans eigin eftirlitsnefnd sendi frá sér 18 greinargerðir um brot sovézkra yfírvalda á Helsinki-sáttmálanum áður en hann var handtekinn 10. febrúar 1977. Dæmt var í máli Yuri Orlovs í maí 1978, og hlaut hann þyngstu refsingu — sjö ára fangelsisdóm, og að honum afplánuðum fimm ára útlegð. Strax eftir að dómur hafði verið kveðinn upp var Orlov ■ sendur til Polovinka-vinnubúð- anna skammt frá bænum Perm í Úralfjöllum. Meðan hann dvaldist í vinnubúðunum tókst honum að smygla þaðan frásögn um að- búnað fanganna, sem birt var í belgísku blaði árið 1979. Oðru hveiju bárust fregnir frá vinnubúðunum um veikindi Orlovs. Hann þjáðist þar í nýrum og blöðruhálskirtli, tennur hans skemmdust, hann fékk berkla og gigt, og höfuðverkir hijáðu hann vegna áverka sem hann hafði hlo- tið. í febrúar 1984 hafði Orlov af- plánað fangelsisdóminn og var hann þá fluttur í útlegð til þorps- ins Kobyai í Síberíu, um 240 kílómetrum fyrir austan Yakutsk. Fyrstu 15 mánuðina þar bjó hann í skála fyrir verkamenn og vann að smíði dagheimilis fyrir smá- börn. Voru þeir 12 saman í skálanum, og svefnplássið var upphækkaður trépallur. Orlov starfaði sem eftirlitsmað- ur við bygginguna, en þegar hann var orðinn sextugur gat hann samkvæmt landslögum hætt að vinna og farið á eftirlaun. í fyrra- sumar fékk hann syo leigt her- bergi fyrir sig, þar sem hann gat einnig hýst gesti ef svo bar und- ir. Þar heimsótti Irina kona hans hann alls sjö sinnum, síðast nú í september, meðan engan grunaði enn að hann yrði brátt látinn laus. Aðbúnaðurinn í Kobyai var ömurlegur. Þar var ekkert renn- andi vatn. Á vetuma varð Orlov sjálfur að höggva sér við í eldinn og bijóta sér ís af tjöm í nágrenn- inu sem hann svo bræddi til heimilisnota. Honum tókst þó að semja þar tvær vísindaritgerðir, og hann sendi sovézku vísinda- akademíunni umsókn um að fá að birta þær. Umsókn hans var aldrei svarað. Irina Orlov er seinni kona Yuri, og giftust þau árið 1967. Þau em bamlaus, en frá fyrra hjónabandi á Orlov tvo syni, Lev og Alexand- er. Synimir verða áfram í Sov- étríkjunum, en áður en faðirinn hélt áleiðis til Bandaríkjanna fengu þeir að ræða við hann í 40 mínútur í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu. Sögusagnir höfðu gengið um það í Moskvu að Orlov yrði látinn laus og honum heimilað að flytj- ast til Bandaríkjanna, en þær sögur fengust ekki staðfestar fyrr en á síðustu stundu. Þau hjónin hittust svo á flugvellinum við Moskvu og vom flutt um borð í farþegaþotu frá sovézka flugfé- laginu Aeroflot áður en aðrir farþegar fengu að stíga um borð. Við komuna til Kennedy-flug- vallar í New York ræddi Orlov stuttlega við fréttamenn. Kvaðst hann að sjálfsögðu frelsinu feg- inn, og sagðist ætla að halda vísindastörfum sínum áfram í Bandaríkjunum, en einnig halda áfram baráttunni fyrir mannrétt- indum í Sovétríkjunum. (Heimild: New York Times) FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA og efnahagslífið Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur ráðstefnu um fjárlögin og efnahagslífið þann 16. október í Súlnasal Hótels Sögu og hefst ráðstefnan kl. 13.30. Ráðstefnan er öllum opin og dagskrá hennar er sem hér segir: 13.30 Mæting. 13.40 Setning ráðstefnunnar, Eggert Ágúst Sverrisson, formaöur Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga. 13.45 Ávarp Þorsteins Pálssonar, fjármálaráöherra. 13.55 Erindi Magnúsar Póturssonar, hagsýslustjóra. 14.15 Erindi Þorvaldar Gylfasonar, prófessors við Háskóla íslands. 14.35 Erindi Bolla Bollasonar aðstoðarforstjóra Þjóðhagsstofnunar. 14.55 Erindi Finns Geirssonar hagfræðings Verslunarráðs íslands. 15.15 Kaffi. 15.40 Hringborðsumræöur. Þátttakendurverða: Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, verður stjórnandi hringborðsumræðna. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, Víglundur Þorsteinsson.formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Þorsteinn Ólafsson, formaður Vinnumálasambands Samvinnufélaganna, Þorvaldur Gylfason, prófessorvið Háskóla Islands, Þröstur Ólafsson, frámkvæmdastjóri Dagsbrúnar. 17.00 Áætluð ráðstefnulok. Lögð verður áhersla á faglega umfjöllun um fjárlög, afleið- ingar þeirra á helstu hagstærðir og rekstrarumhverfi fyrir- tæk|a- Mætum tímanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.