Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 5 Friðarhlaup Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna: Megi allar þjóðir heims eiga hlut- deild í forréttindum okkar, friðnum - sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, er hún tók við friðarkyndli friðarhlaupsins FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbog'adóttir, tók á móti frið- arkyndli friðarhlaups Barna- hjálpar Sameinuðu Þjóðanna „First Earth Run“ í gær, en frið- arhlaupið hófst 16. september sl. við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York og áætlað er að það taki þijá mánuði. Þvi mun ljúka á sama stað. Farið verður með friðarkyndilinn til 50 landa og er ísland hið 11. í rððinni. FriðarkyndiIIinn kom til landsins í gærmorgun og hlupu 40 íslenskir íþrottamenn með kyndilinn frá Keflavikur- flugvelli til Reykjavíkur. Bjarni Friðriksson, júdómaður, hóf hlaupið kl. 7.00 og Einar Vil- hjálmsson, spjótkastari, hljóp síðasta spölinn með kyndilinn rétt fyrir hádegisbilið og fylgdu honum rúmlega þúsund börn að Hljómskálagarðinum í Reylgavik, þar sem fram fór stutt athöfn. Forseti íslands flutti ávarp, biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, flutti friðarbæn, bama- kór söng, lúðrasveit lék og einnig talaði David Gersson, skipuleggj- andi og upphafsmaður friðar- hlaupsins. Boðskapur friðarhlaups- ins er: „Veitið heiminum tækifæri: Böm þarfnast friðar". Heiðurs- gestir auk þeirra vom Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar, Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Halldór Reynisson, forsetarit- ari, Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ÍSI, Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú Heimur, og Cristina Zelinski frá Bamahjálp SÞ. Friðarhlaupið fer fram í tilefni af Friðarári Sameinuðu þjóðanna og 40 ára afmælis Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna og hafa bæði Reagan, bandaríkjaforseti, og Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, sagt að þeir styðji þetta friðarfrumkvæði. Að sögn skipuleggjenda hlaupsins hér á iandi, var upphaflega ekki ráð- gert að fara til Islands með friðar- kyndilinn, en vegna leiðtogafund- arins var breytt út af fyrri áætlun. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, sagði m.a. við athöfti- ina í Hljómskálagarðinum í gær: „Það er vel við hæfi að friðareldur- inn er hingað kominn þá er leið- togar stórveldanna tveggja funda á Islandi. Það er einlæg ósk mín á þessari stundu að þessi eldur friðar í heiminum verði öllum þjóð- um heimsins vegvísir á leiðinni til varanlegs friðar, fyrir böm okkar og komandi kynslóðir. Ég fínn til stolts er ég stend hér sem forseti friðelskandi þjóðar, sem aldrei í allri sinni sögu hefur háð stríð á hendur öðrum þjóðum og það er von mín að allar þjóðir heimsins megi í bjarma þessa elds eiga hlut- deild í forréttindum okkar sem heita friður." Hingað kom kyndillinn frá Barcelona á Spáni í gegnum Lon- don og hefur viðdvöl hér í 36 tíma áður en heimsferðinni verður hald- ið áfram. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðhera, tendraði friðareldinn í Hljómskálgarðinum og mun hann loga þar á meðan á leiðtogafundinum stendur í Reykjavík. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur í Hljómskálagarðinn og rúmlega 1.000 íslensk börn, sem hlupu síðasta spölinn i Reykjavík. David Gersson, skipuleggjandi og upphafsmaður friðarhlaupsins, skiptir hér um kyndla. Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra, tendrar hér friðareldinn i Hljómskála- garðinum, og mun hann loga þar til leiðtogafundinum lýkur. MITAÐ pP/oÁRSVEXTIfí SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.