Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 61
íþróttafélagið Ösp:
Fjölbreytt
starfsemi
íþróttafélagið Ösp var stofnað
18. maí 1980 og var stofnfundur-
inn haldinn á Þingvöllum. Með-
limir Aspar eru núverandj eða
fyrrverandi nemendur Öskju-
hlíðarskóla og innan félagsins er
lagt stund á sund, frjálsar fþrótt-
ir, borðtennis og boccia.
Starfsemi Aspar er mjög blóm-
leg því auk æfinganna taka með-
limirnir þátt í ýmsum keppnum.
Níu Asparfélagar eru einmitt ný-
komnir frá Danmörku þar sem
þeir tóku þátt í vináttuleikum fatl-
aðra. Átta af þeim skipuðu fót-
boltalið sem gerði það mjög gott
á þessum leikum. Á vináttuleikun-
um kynntust krakkarnir innanhúss-
hokkí og þótti mikið til koma. Er
nú ætlunin að hefja æfingar í þeirri
grein hjá félaginu og er þegar búið
að panta nauðsynlegar kylfur og
tól. Næstu vináttuleikar verða
haldnir í Osló næsta sumar og er
það von forráðamanna Aspar að
unnt verði að senda lið á þá leika.
Ýmislegt er nú líka um að vera
hérna heima á Fróni því Reykjavík-
urmót fatlaðra er næsta mót á
dagskránni en þar er keppt í öllum
íþróttum fatlaðra nema frjálsum
íþróttum. Síðan er Ösp með innan-
félagsmót þar sem keppt verður í
• Frjálsfþróttakrökkunum í ösp lalðist grelnilega ekki á æfingu. Á myndinni eru: Jósef, Sigurður, Ólaf-
ur, Sonja, Hrafn, Lilja, Hildigunnur, Einar, Kristinn, Sigrún J., Gfsli, Guðrún, Sigrún R., Elfn, Ámi, Sofffa,
Hreinn og Unnur.
öllum þeim greinum sem lögð er
stund á innan félagsins.
Umsjónarmaður unglingaí-
þróttasíðunnar leit við á frjálsí-
þróttaæfingu hjá Ösp og voru
æfingarnar teknar af alvöru undir
stjórn þeirra Önnu Bjarnadóttur
og Svövu Arnardóttur en þó
gleymdist léttleikinn ekki þannig
að um allan íþróttasalinn var mikið
líf og fjör. Takk fyrir skemmtunina
krakkar.
Ölafur svffur yfir rána.
Æfir 6 daga vikunnar
„ÉG ER í mörgum fþróttagrein-
um, ág er f sundi, borðtennis,
fótbolta og frjálsum. Ég er á æf-
ingum 6 daga vikunnar og á bara
frf á fimmtudögum. Mór þykir
þetta samt ekkert of mikið þvf
ég hef jafn gaman af öllum þess-
um íþróttagreinum," sagði hinn
mikii íþróttakappi Ólafur Ólafs-
son þegar hann var tekinn tali á
frjálsiþróttaæfingu hjá Ösp.
Ólafur byrjaði sinn keppnisferil
á alþjóðavettvangi því fyrsta mótið
sem hann tók þótt í var Norður-
landamót sem haldið var í Svíþjóð
en þar keppti hann aðallega í sundi
og hlaupum. Síðan þetta var hefur
hann keppt á mörgum mótum og
unnið til fjölda verðlauna. „Ég á tvo
fulla skildi af verðlaunapeningum
sem ég geymi í herberginu mínu
niðrí kjallara," sagði Ólafur þegar
blaðamaður fór að forvitnast um
árangur hans í mótum.
Skemmtilegast þykir Ólafi að
fara til útlanda til keppni því minn-
ingarnar frá slíkum ævintýraferð-
um eru margar og ógleymanlegar.
(sumar fór hann t.d. á vináttuleika
Norðurlandaþjóða í Danmörku og
kynntust íslensku keppendurnir
þar strákum frá Danmörku sem
buðu þeim í heimsókn. Þar voru
þeir í heilan dag og spiluðu m.a.
fótbolta við Danina í 11 manna lið-
um. Blaðamanni lék forvitni á að
vita hvernig þeim heföi gengið að
skilja Danina og spurði Ólaf að
því. „Það gekk alveg sæmilega, við
notuðum bara handapat og annað
til hjálpar," svaraði Ólafur.
Lilja Pétursdóttir
Keppti í Þýskalandi
„ÉG FÓR til Þýskalands í sumar
og keppti þar í frjálsum íþróttum,
þaö gekk bara vel, már finnst
ekkert erfiðara að keppa í útlönd-
um en hér heima,“ sagði frjálsí-
þróttakonan Lilja Pótursdóttir
þegar hún var tekin tali á Aspar-
æfingu.
Lilja keppti í hlaupum og lang-
stökki á mótinu í Þýskalandi og
sagði hún að þessi ferð hefði í alla
staði verið mjög skemmtileg. Þetta
var önnur utanlandsferð Lilju en
áður hafði hún farið með pabba
sínum og mömmu til Danmerkur.
„Það var skemmtilegt í báðum
ferðunum en ég hugsa að það
hafi jafnvel verið skemmtilegra í
Þýskalandi því íþróttakeppnin var
mjög skemmtileg," sagði Lilja þeg-
ar hún var beðin að bera þessar
tvær utanlandsferðir saman.
Lilja er með bílpróf þannig að
það er ekkert vandamál fyrir hana
• Lilja Pétursdóttlr.
að komast á íþróttaæfingar en auk
frjálsu íþróttanna stundar hún
borðtennis.
Gengið vel í mótum
ÁGÚSTA Erla Þorvaldsdóttir
leggur stund á bæði borðtennis
og frjálsar fþróttir hjá Ösp og
þykir bæði jafn skemmtilegt.
Þrátt fyrir að borðtennis- og
frjálsíþróttaæfingar beri uppá
sama daginn sagði hún að sér
þætti ekkert erfitt að vera á
tveimur æfingum sama daginn.
Ágústa æfir allar greinar þeirra
frjalsu íþrótta sem stundaðar eru
hjá félagi hennar og að sjálfsögðu
hefur hún tekið þátt í mótum.
„Mér hefur gengið mjög vel í þeim
mótum sem ég hef tekið þátt í.
Ég hef t.d. unnið til verðlauna í
hástökki, 50 og 60 m hlaupum.
Ætli ég eigi ekki svona 8 verð-
launapeninga" svaraði Ágústa
aðspurð um keppnisferil sinn.
Þrátt fyrir þennan góða árangur
æfir Agústa bara einu sinni í viku
vegna þess hve erfitt hefur verið
að fá tíma í íþróttahúsum. „Það
Ágústa Erla Þorvaldsdóttir
væri mjög gott að geta æft svona
tvisvar til þrisvar i viku,“ sagði hún
að lokum.
Gísli Guðlaugsson:
Líst vel á borðtennis
Hafnfirðingurinn Gísli Guð-
laugsson lætur sig ekki muna um
að koma með Hafnarfjarðar-
strætó 6 frjálsiþróttaæfingar hjá
Ö8p en til að nýta ferðina œfir
hann Ifka borðtennis fyrr sama
kvöldlð.
Gísli er nú reyndar nýbyrjaður
að æfa borðtennis en sagði að sér
litist mjög vel á þá íþrótt „Ég hugsa
að hún verði jafnvel uppáhaldsí-
þróttin mín og mér finnst ekkert
erfitt að hitta kúluna," sagði hann.
Af frjálsu fþróttunum hefur Gísli
lagt mesta áherslu á langstökk og
boltakast enn sem komið er en
hann hefur mætt á þrjár frjálsí-
þróttaæfingar hingað til.