Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 21 Bjarni Hólm Hanna Aðalsteinsdóttir Höskuldur Steinarsson Anna Sigurðardóttir Kolbrún Jónsdóttir Hrefna Egilsdóttir Linda Hængsdóttir Gyða Svavarsdóttir Jón Oddson Jákvætt að leiðtogafundurinn sé haldinn á íslandi segja vegfarendur Stórkostlega skemmtilegt - segir Gyða Svavarsdóttir „Það hefur verið mjög mikið af erlendum blaðamönnum hérna, sérstaklega fyrstu dag- ana,“ sagði Gyða Svavarsdóttir, afgreiðslustúlka á Café Hressó, i samtali við Morgunblaðið. „Þetta er stórkostlega skemmti- legt og ég vona að leiðtogamir komist að jákvæðri niðurstöðu. Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að halda þennann fund og höfum við líklega verið valin vegna þess að hér á landi er friðsælt og gott. Mér fínnst að þeir sem skipulögðu þetta af okkar hálfi hafi unnið gott starf á skömmum. Og svo vonar maður auðvitað að það besta um niðurstöður fundarins. Það hlýtur eitthvað að koma út úr þessu, til þess er nú leikurinn gerður. Verður aðallega var við þetta þegar maður festist í umf erðarteppum - seg’ir Höskuldur Steinarsson „Maður verður aðallega var við þetta þegar maður festist í umferðarteppum og svo auðvitað í gegnum fréttirnar," sagði Hös- kuldur Steinarsson, mennta- skólanemi, í samtali við Morgunblaðið. „Eg held nú að það komi líka eitthvað út úr þessu hjá þeim þó að ég hafí lítið fylgst með pólítískri hlið þessara mála. En það er þrælgaman að fylgjast með þessu og umstanginu í kringum þetta. Það eru svo margir sem lifa sig svo inn í þetta að það er hálf bjánalegt. Svo má líka nefna upp- hæðirnar sem fólk ætlaði að leigja íbúðimar sínar á á tímabili. Það var nú bara hlægilegt. Nú veit fólk að minnsta kosti hvar ísland er - segir Hanna Aðal- steinsdóttir „Það hefur verið hlægilega rólegt þessa daga, líklega er það að miklu leyti út af sjónvarpinu, bæði beinu sendingarnar og svo nýja stöðin,“ sagði Hanna Aðal- steinsdóttir, verslunarkona, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er auðvitað einstæður at- burður að þessir menn skuli koma hingað báðir^ en það verður nú að segjast að Islendingar eru aldrei með persónudýrkanir. Við höfum fengið jákvæða um- fjöllun í erlendum fjölmiðlum og nú veit fólk að minnsta kosti hvar Is- land er. Það fylgjast flestir meðþessu - segja Anna Sigðurð- ardóttir og Kolbrún Jónsdóttir „Það er óvenjulega lítið af fólki í bænum í dag,“ sögðu þær Anna Sigurðardóttir og Kolbrún Jónsdóttir, viðskiptafræðinemar á fjórða ári sem voru að selja háskólaboli fyrir fjórðaársnema í Austurstræti, í samtali við Morgunblaðið. „Aðallega virðast þetta vera ís- lendingar en maður sér líka einn og einn mann á stangli sem gæti verið útlendingur. Maður hefur auðvitað orðið tölu- vert var við fundinn enda erfitt að komast hjá því. Þetta er alltaf í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðunum. Það fylgjast flestir með þessu og fer töluverður tími í það. En lífið gengur nú sinn vanagang sem má víst þakka því að hætt var við Hótel Sögu sem fundarstað eða bústað Gorbachevs. Kennslan í Háskólanum hefði örugglega rask- ast mikið ef af því hefði orðið. Ábyggilega mesta umstang sem ég hef orðið vitni að á ævinni - segir Jón Oddson „Þetta er ábyggilega það mesta umstang sem ég hef orðið vitni að á æviferlinum, það er ekkert annað sem kemst nálægt þessu,“ sagði Jón Oddson, 78 ára gamall ellilífeyrisþegi í samtali við Morgunblaðið. „En maður hefur nú lítinn áhuga á þessu þó að maður verði töluvert var við þetta þegar maður er á ferð- inni. Þetta truflar heldur ekkert sérstaklega mitt daglega líf þar sem ég er hættur að vinna og tek þessu rólega. Ég býst ekki við neinum árangri fundinum, það er of langt milli þess- ara manna til að þeir nái saman. Þetta er mest sýndarmennska í kringum þetta. Það er helst að þetta geti haft einhver áhrif seinna meir fyrir okkur íslendinga upp á ferða- menn að gera. Trúði þessu ekki fyrst — segir Linda Hængsdóttir „Mér finnst mjög jákvætt bæði að fundurinn sé haldinn og að hann sé haldinn hér,“ sagði Linda Hængsdóttir, nemi í þýsku við Háskólann í samtali við Morg- unblaðið. „En þetta kom mér líka mikið á óvart, ég trúði þessu ekki þegar mér var sagt þetta fyrst. Það var ekki fyrr en ég hafði séð þetta á prenti í Morgunblaðinu og í sjón- varpinu sem ég trúði þessu endan- lega. Eftir þetta verðum við reynslunni ríkari og ættum að gera meira af þessu, fundarstaðurinn virðist virka vel á fólk. Þetta er líka gott fyrir ferðamannaiðnaðinn. En ég býst nú ekki við að það komi mikið út úr þessum fundi. Það hefur komið fram að þetta sé vinnu- fundur og menn ættu ekki að gera sér of miklar vonir. En það er nú líka árangur í sjálfu sér að þeir tali saman. Veðrið hefði samt mátt vera betra, þeir hefðu átt að koma hing- að þessa góðu daga sem voru í september. Þessi fundur hefur líka haft svo lítil áhrif á hið daglega líf. Ég er í þýsku í gamla Versló og það hefur komið fyrir að bílar nemenda og kennara hafi verið dregnir í burtu. Okkur tókst með naumindum að bjarga bíl kennarans nú um daginn. Eg á líka eiginlega að vera í tíma núna en það er búið að loka húsinu. Lætur umstangið sig litlu skipta - segir Hrefna Egilsdóttir „Maður lætur nú umstangið í kringum þetta sig litlu skipta, þó að maður hafi auðvitað orðið var við það,“ sagði Hrefna Egils- dóttir, nemi í Myndlista- og Handíðaskólanum í samtali við Morgunblaðið. „Ég fór á friðarfundinn á fóstu- dagskvöldið og það verður líklega það eina sem maður kemst sjálfur í snertingu við, í sambandi við leið- togafundinn. Það var blautt á fundinum en mjög góð stemmning þrátt fyrir rigninguna. Annars hef ég litla trú á því að það komi neitt út úr þessum fundi, hér frekar en annarsstaðar. A.m.k. ekki það sem við vonumst til að komi út úr honum. En það er eng- inn vafi á því, að þetta muni hafa geysileg áhrif fyrir ísland. Þetta er gífurleg auglýsing. Allt í kringum fundinn vel skipulagt - segir Bjarni Hólm „Þetta er svo sem ágætt og mér líst vel á þetta, þó að i augna- blikinu sé nú mikilvægara að setja þessa rúðu í,“ sagði Bjarni Hólm, glerísetningarmaður, í samtali við Morgunblaðið. Bjarni var að setja nýja rúðu i glugga á verslun í miðbænum, sem hafði verið brotinn um nóttina. „Það er rólegt í bænum núna en í nótt var allt brjálað og þtjár rúður brotnar í miðbænum. Það gerist sjaldan meira. Mér fínnst allt í kringum þennn- ann fund vera vel skipulagt og ég vona að það komi eitthvað út úr þessu hjá svo að við fáum nú að tóra aðeins lengur. Eins og stendur er þetta púðurtunna sem gæti farið í loft upp hvenær sem er. Rólegt í miðbænum „Það er frekar rólegt hérna í „Fólk er líklegast heima að miðbænum núna, má reyndar horfa á sjónvarpið. En það var segja að þetta sé óvenjulega ró- mikið að gera í miðbænum í nótt legt af laugardagsmorgni af og ölvun mikil. Þetta var töluvert vera,“ sagði Sigurður Sigur- mikið meira en um meðalhelgi og geirsson, varðstjóri á lögreglu- eithvað um rúðubrot og annað stöðinni í Tryggvagötu, í samtali þess háttar". við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.