Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 47 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Deildarstjóra vantar við sjúkradeild Borgarspítalans og Fæð- ingarheimili Reykjavíkur. Samkvæmt nýju stjórnskipulagi eru aðalsérgreinar: Kvensjúk- dómalækningar, bæklunarlækningar og háls,- nef- og eyrnalækningar. Endurbótum er nýlega lokið á húsnæði deildarinnar. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar við sjúkradeild Borgarspítalans í Fæðingarheimili Reykjavík- ur. Aðalsérgreinar eru kvensjúkdómalækn- ingar, háls,- nef- og eyrnalækningar og bæklunarlækningar. Upplýsingar veita Sigríður Lister og Ágústa Winkler í síma 26571. BORGARSPÍTAIINN U696600 Norður Atlantshafs útvarpskerfi Raytheon Support Services Company hefur nýlega hafið þátttöku í samkeppni um rekst- ur og varðveislu Norður Atlantshafs útvarps- kerfisins staðsettu á íslandi, Skotlandi og Englandi. Við leitum því eftir reyndum ein- staklingum til að taka þátt í uppbyggingu og spennandi starfi. Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: Yfirrekstrarstjórar - Fjarskiptatæknimenn - Tæknifulltrúar - Tæknimenn við rafstöð - Viðhaldsmenn - Öryggisverðir Flestar stöðurnar krefjast amerísks ríkis- borgararéttar. Sendið umsóknir á ensku til: Raytheon Support Services Company, Employment Department-MJD, 2 Wayside Road, Burlington, MA. 01803, U.S.A. Fóstrur Fóstru vantar að leikskólanum Barnabæ á Blönduósi frá 15. nóv. nk. Leikskólinn er vel búinn og starfsaðstaðan góð. Fóstran þarf að geta leyst forstöðukonu af í a.m.k. 3 mánuði frá 1. des. nk. Nánari uppl. veitir forstöðukona í síma 95-4530 og undirritaður í síma 95-4181. Sveitarstjóri Blönduóshrepps. Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Óskum að ráða nú þegar: ★ Hjúkrunarfræðinga ★ Sjúkraliða Húsnæði og barnagæsla engin fyrirstaða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-3014 eða 3020 frá kl. 08.00 til 16.00. Lagerstörf Verslunardeild Sambandsins óskar eftir starfsmönnum til lagerstarfa. Bónusvinna. Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra. VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM - SÍMI681266 Atvinna óskast 34 ára gömul stúlka óskar eftir vinnu allan daginn. Góð kunnátta í ensku og dönsku og vön afgreiðslustörfum. Ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í síma 22740. Knattspyrnumenn Við auglýsum eftir reyndum knattspyrnu- mönnum í lið okkar. Við höfum áhuga á leikmönnum sem gætu styrkt stöðu okkar hvar sem er á vellinum og vildum heyra frá sem flestum sem hafa áhuga á að komast áfram í knattspyrnu. Skilyrði er tveggja ára samningur, sem gildir frá janúar 1987. Við getum boðið vel launað starf í samræmi við menntun og reynslu hvers og eins. Félag okkar er í 3. deild en við stefnum að því að komast í 2. deild. Við getum boðið góða æfingaaðstöðu og reyndan þjálfara. Félag okkar heitir Skar- bövik Idrettsforening og við erum í Álasundi, sem er á vesturströnd Noregs. Þaðan eru góðar samgöngur til annarra landshluta. í félaginu eru um 2000 meðlimir og erum við með knattspyrnulið í öllum aldursflokkum en þar að auki höfum við handbolta- og blaklið. Ef þú hefur áhuga á að heyra meira frá okk- ur, biðjum við þig að senda skriflega umsókn til formanns félagsins: Jarle Ödegaard, Storskaret 15, N-6000 Aalesund — Norge. íþróttakveðjur frá Skarbövik Idrettsforening. Umboðsmaður fyrir sokkabuxurog nærfatnað Við leitum að umboðsmanni, reyndum og þekktum í fataiðnaði til að markaðssetja á íslandi sokkabuxur og nærfatnað. Við erum dótturfyrirtæki DIM SA sem er stærsti sokkabuxnaframleiðandi heims. Við bjóðum einnig upp á mikið úrval af nærfatn- aði jafnt fyrir konur sem karla. Við höfum ekki áhuga á umsóknum frá reynslulitlum fyrirtækjum. Umsóknir óskast sendar á ensku, merktar „Agent“, til: DIM-ROSY A/S Kokkedal Industripark 2 DK-2980 Kokkedal Denmark. SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Sjúkarhúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110. Hjúkrunarforstjóri. II vélstjóra Annan vélstjóra vantar á 250 tonna togbát sem gerður er út frá Hafnarfirði. Þarf að hafa réttindi til að leysa af sem fyrsti vél- stjóri. Upplýsingar í síma 53366. Hvaleyri hf. A fcySÍ BYCGÐAVERK HF. Óskum að ráða nú þegar smiði á trésmíða- verkstæði okkar. Upplýsingar í síma 53255 á virkum dögum. Afgreiðslumenn Okkur vantar afgreiðslumenn til starfa í versl- un okkar á Dalshrauni 15, Hafnarfirði. Umsóknareyðublöð í versluninni. BYKO Hafnarfirði, sími 54411. Bifvélavirki Viljum ráða áhugasaman og duglegan bif- vélavirkja á bifreiðaverkstæði okkar. Vinnutími kl. 08.00-16.30 með V2 klst. mat- artíma. Mötuneyti á staðnum. Nánari uppl. gefur Sigurður Gunnarsson. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma- verði. Sölumaður — lagermaður Húsgagnaverslun óskar að ráða sölu- og lag- ermann. Æskilegur aldur 20-30 ára. Upplýsingar í síma 18119 eða 26626. Opinber stofnun óskar að ráða starfskraft til vélritunarstarfa og annarra almennra skrifstofustarfa. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 15. október nk. merkt: „O — 1853". Héraðsráðunautur Búnaðarsamband Kjaiarnesþings óskar að ráða héraðsráðunaut í fullt starf frá næstu áramótum. Upplýsingar um starfið gefur Kristján Odds- son, Neðra-Hálsi, 270 Varmá, Sími 667035. CDaus ALÞJÓOLEG UNGMENNASKIPTI Lifandi og fjölbreytt starf Hálft starf á skrifstofu AUS Alþjóðlegra ung- mennaskipta er nú laust til umsóknar. Umsóknir sendist: Snorrabraut 60, 125 Reykjavik, P.O.Box 5287.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.