Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Þotuflug hf. með fastan samning við erlenda fréttastofu ÞOTUFLUG hf. er á föstum samningi við ónefnda fréttastofu um að vera í viðbragðsstöðu til þess að fljúga með myndir til útlanda ef á þarf að halda um helgina. Stefán Sæmundsson, flugrekstrarstjóri, sagði i sam- tali við Morgunblaðið, að þessi pöntun hefði borist innan við klukkutíma eftir að fundur þeirra Reagans og Gorbachevs var ákveðinn hér á landi. Stefán sagði að flugvél félagsins hefði í upphafi verið tekin frá föstu- dag, laugardag og sunnudag, en síðar hefði verið dregið í land með fostudaginn. Hann sagði að frétta- stofan óskaði ekki eftir því að látið yrði uppskátt um nafn hennar og færi hann að þeim tilmælum. Þrjár einkaþotur voru staðsettar á Reykjavíkurflugvelli í gær, sem allar eru í þjónustu elendra frétta- manna. Auk þess voru tvær einka- þotur á leið til Keflavíkurflugvallar í gær, að því er flugumferðastjóm upplýsti. Þar fengust einnig þær upplýsingar að þessi umferð væri fremur óvanaleg á þessum tíma árs, en væri hins vegar alvanaleg á sumrin. Boðið upp á nauta- lundir í piparsósu RAISA Gorbacheva var gestur forsætisráðherrahjónanna að heimili þeirra að Mávanesi 19 í gærkveldi. Fyrr um daginn hafði hún skoðað staði og stofnanir í Reykjavík og í dag liggur leiðin austur fyrir fjall. Raisa snæddi hádegisverð í Ráð- herrabústaðnum í hádeginu í gær. A matseðlinum var salat með reykt- um lax í forrétt, lambalundir í púrtvínssósu í aðalrétt og á eftir var boðið upp á ferskt ávaxtasalt með vanillusósu. í kvöldverði forsætisráðherra- hjónanna var boðið upp á humar í ostasósu í forrétt, nautalundir í pip- arvínsósu með fylltum tómötum og sveppum í aðalrétt og Grand Mam- ier frauð í eftirrétt. Talsmaður Hvita hússins: Hyggjast halda full- kominni fréttaleynd RONALD Reagan Bandaríkja- forseti sendi kl. 7 í gærmorgun bréf frá Reykjavík til forseta E1 Salvador, þar sem hann lýsti Leiðtogarnir fá Skarðsbók og mokkakápur ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveð- ið að gefa leiðtogum stórveld- anna gjafir meðan á dvöl þeirra stendur. Að sögn Ingva S. Ingavarssonar ráðuneytisstjóra Utanríkisráðu- neytisins fá þeir send ljósrituð eintök af Skarðsbók og sérsaumað- ar mokkakápur frá Sambandinu. kemur út á morgun VEGNA leiðtogafundar þéirra Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mik- hails Gorbachevs aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, kemur Morgunblaðið út á morgun, mánudag 13. október. I dag, sunnudag verður rit- stjórn Morgunblaðsins þvi opin sem um venjulegan vinnudag sé að ræða og er síminn: 69-11-00. samúð sinni með E1 Salvador þjóðinni, vegna jarðskjálftanna sem gengu yfir landið í fyrra- kvöld, með þeim afleiðingum að a.m.k. 250 manns letu lifið. Enn er ekki vitað hversu margir slö- suðust. Fjöldi bygginga i San Salvador eyðilagðist og m.a. er forsetahöllin stórskemmd. For- setinn bauð fram aðstoð Banda- ríkjanna vegna þessara hörmunga. Larry Speakes, blaðafulltrúi forsetans, upplýsti á fundi með blaðamönnum Hvíta hússins í gær, að þetta hefði ve- rið fyrsta verk forsetans í gærmorgun. Speakes sagði að forsetinn hefði snætt morgunverð í gærmorgun um kl. 8 og litið á dagblöðin í Reykjavík. Vöktu þessar upplýsingar Speakes mikla kátínu bandarískra frétta- manna, en Speakes ítrekaði orð sín og sagði: „Ég sagði leit á dagblöðin í Reylqavík - ég sagði ekki Ias dag- blöðin í Reykjavík." Speakes var spurður hvað forsetanum hefði þótt um auglýsingu þá sem birtist í Morgunblaðinu í gær, sem sýnir þá Reagan og Gorbachev í sömu bif- reiðinni, um það bil að fara að aðstoða hvom annan við að skipta um dekk: „Hann sagði mér ekki álit sitt á þessari mynd,“ svaraði Speakes. Forsetinn átti síðan undirbún- ingsfund með þeim Shultz utanrík- isráðherra, Donald Regan starfsmannastjóra og John Po- indexter. Um kl. 10.20 fór Banda- ríkjaforseti í fylgd mikillar bflalest- ar áleiðis til Höfða, og var ekið á miklum hraða. Við komuna til Höfða, veifaði Reagan til frétta- manna og hélt að því búnu inn í Höfða. Speakes sagði, að leiðtogamir hefðu átt líflegar samræður um veðrið, er þeir heilsuðust fynr utan Höfða og fundur þeirra hefði hafist kl. 10.34. Sátu leiðtogamir við borð í skrifstofunni i Höfða, við sitt hvom endann, og viðstaddir voru einungis túlkamir Jack Metlock og Dimitri Carechnyk. Viðræðunefndimar, ásamt ut- anríkisráðherrum stórveldanna ræddust við á efri hæð Höfða á sama tíma. Eftir 51 mínútu gerðu leiðtogamir hlé á fundi sínum, og kölluðu utanríkisráðherra sína inn til sín. Speakes sagði útilokað að ræða hvað hefði farið á milli leið- toganna á fyrsta fundi þeirra, og að Bandaríkjamwenn væru stað- ráðnir í að standa við fyrirhugaða fréttaleynd af fundum leiðtoganna. Speakes var spurður hvað hann vildi segja um þær væntingar íslenskra ráðamanna að jákvæður árangur næðist á þessum fundi: „Mér er ekki kunnugt um að íslenskir ráðamenn hafi látið í ljós væntingar þess efnis, en ég fæ ekki séð að árangur fundar leið- toganna standi og falli með því hvort forseti íslands lýsi yfir óskum sínum um jákvæðan árangur." Speakes var spurður hvort það myndi hafa einhver áhrif á þá ák- vörðun Bandaríkjaforseta að halda ekki fund með fréttamönnum, að fundum leiðtoganna loknum, ef Gorbachev ákveður að halda slíkan fund: „Nei, á því verður engin breyt- ing. Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína í Bandaríkjunum á mánu- dagskvöld." Fréttabann í dósum NÝJASTA framleiðsla Sölustofn- unar lagmetis vakti athygli erlendra fréttamanna í íþrótta- húsi Hagaskóla í gær. Fyrirtækið er með vörukynningu á meðan á leiðtogafundinum stendur og bauð upp á “Blackout“ eða Fréttabann í Iceland Waters dós- um þegar fréttamenn biðu þess að eitthvað fréttist af fundinum í Höfða. A dósinni stendur að hún hafi fund Reagans og Gorbachevs í Reykjavík 11. og 12. október að geyma. Lagt er til að dósin verði aðeins opnuð ef algjört fréttabann ríkir. Þeir sem ekki gátu staðist forvitnina og opnuðu dós fundu miða í henni með enskum texta: “Bjáninn þinn. Aðeins í algjöru fréttabanni. En í alvöru, okkur væri ánægja af að senda þér upp- skriftabók með Iceland Waters dósaréttum". Fréttamenn geta skrifað nafn og heimilisfang á mið- ann og sent til Sölumiðstöðvar Lagmetis í Síðumúla í Reykjavík. Fréttamenn höfðu gaman af þessari hugmynd. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir vid setningu Alþingis: „Orðstír friðelsk- andi þjóðar hljómar um heimsbyggðina“ VIÐ setningu Alþingis, föstu- daginn 10. október 1986, sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands orðrétt: „Það er athygl- isverð söguleg staðreynd, að á sama tíma og íslendingar setja nú Alþingi sitt, skuli þjóð okkar hafa verið sýndur sá heiður, sem felst i því að leiðtogar stór- veldanna hafa kosið höfuðborg landsins sem fundarstað sinn, til að lægja öldur ágreinings og deilna.“ Vigdís sagði að Alþingi íslend- inga, elsta þjóðþing heims, hafi frá upphafi verið sá vettvangur deilandi ætta og landshluta þar sem máttur laga og skynsemi var sterkari en máttur sverðsins. Síðan sagði hún: „Það er einlæg von okkar allra, að þessi íslenski arfur fylgi staðarvali risaveldanna og að þau nái að leggja hér þau lóð á vogarskálamar er leiði til friðar og afvopnunar" Að lokum sagði forsetinn að það væri þjóðinni heiður að vera þáttakendur í því að marka þessi spor. Það væri trú okkar að það væri orðstír friðelskandi þjóðar, sem nú hljómaði um heimsbyggð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.