Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 29 vegna trúarinnar og að við hættum einnig að bera hönd fyrir höfuð þeirra með bænarskrám og áskor- unum. Valkosturinn er augljós: Sættið ykkur við ofsóknir eða afneitið trúnni. Sem kristið fólk erum við reiðu- búin að líða þrengingar. Hins vegar væntum við þess sem þegnar og ríkisborgarar að endi verði bundinn á ofsóknir á hendur kristnum söfn- uðum okkar, og að safnahirðir okkar, N.Y. Boiko, og allir aðrir fangelsaðir í röðum evangelísk- kristinna baptista verði látnir lausir. Article 227/No. 9(86 Friedensstimme, Slaviska Missionen, nr. 9/86. Kirkjubygging eyðilögð Baptistar skrifa Gorbachev um nýjar ofsóknir Enn á ný neyðumst við til að skjóta máli okkar til þín. Þrátt fyr- ir að samkomuhús okkar hefur verið eyðilagt erum við eftir sem áður kirkja. Lifandi samband okkar við Guð heldur samfélagi okkar saman. Það er þess vegna sem við sóttum á sama staðinn þar sem guðsþjón- ustur okkar hafa verið haldnar sl. 10 ár. En þá hafði öllum vegum verið lokað svo við krupum niður til bæna á götunni, umkringd af lögreglu, yfirvöldum staðarins og KGB-mönnum. Við vorum smánuð, dregin á fætur og stefnt fyrir rétt. Þann 4. maí var haldin guðsþjónusta á heimili eins trúbræðra okkar. Þetta var páskahátíð safnaðarins. (Flestir kristnir Rússar halda kristnar há- tíðir samkvæmt júlíanska tímatal- inu. Nú í ár bar páska upp á 4. maí samkvæmt því tímatali. Aðrir kristnir í Sovétríkjunum sem ekki eru Rússar nota gregoríska tímatal- ið sem er víðast hvar í gildi í dag.) Undir lok guðsþjónustunnar þennan páskadag ruddist sérstök lögreglusveit inn í húsið. Að skipun- um háttsettra lögregluforingja og KGB hóf lögreglan að þröngva safnaðarfólkinu inn í rútubíla. Fólk- ið í húsagarðinum flykktist út á götuna. Einum vagnstjóranum var skipað að aka af stað en hann hik- aði við þar sem fólkið stóð í vegi rútunnar. „Af stað!“ skipaði liðsforinginn. „Hver tekur ábyrgð á þessu?“ „Áfram!...“ Vagnstjórinn sleppti hemlunum og rútan rann af stað. Það kvað við hátt hróp ... Annar rútubíll kom akandi úr gagnstæðri átt á móti hinum og þannig pressuðu þeir og klemmdu fólkið á milli sín. Án þess að gefa nokkra skýringu á framferði sínu og athöfnum sundraði lögreglan hópnum, réðst á fólkið og dró það nauðugt inn í rútubílana. Poslavski undirofursti var sér- staklega ósvífinn. Hann hrópaði ókvæðisorð, þreif í hár kvennanna og réðst á þær. Samkvæmt fyrir- mælum hans var ekið á brott með safnaðarfólkið og því stefnt fyrir dómstóla. Meðan þetta gerðist klifr- aði KGB-foringi inn um einn gluggann á húsinu þar sem guðs- þjónustan fór fram í og umtumaði og hvolfdi um eigum húseigandans. Þegar húsmóðirin ónáðaði hann við húsleitina sýndi hann henni afar mikinn mddaskap. Þennan dag var okkur gert að greiða enn til viðbótar 900 rúblur í sektir — ofan á þær 575 rúblur sem áður hafði verið krafist af okk- ur. (Þetta er um 74.000 ísl. kr.) Baráttan þennan dag einkenndist af gerræðislegum athöfnum og orð- um. Það kom skýrt fram í orðum embættismanna er þeir létu falla. bróður Semj í höfuðið. Þessi ofsóknaralda er tilraun til að neyða okkur að hætta að hafa samfélag við þá sem uppfræða okk- ur í söfnuðinum. Það á að aftra okkur frá því að fræða bömin okk- ar um Guð og kristna trú — það á að bijóta niður bræðrafélag okkar og samskipti við aðra kristna söfn- uði sem em sama sinnis — það á að neyða okkur til að hætta að biðja fyrir þeim sem sitja í fangelsum Kirkjan í Odessa eyðilögð. Hinn 9. apríl var kirkjubygg- ing óskráða baptistasafnaðarins í borginni Odessa í Sovétríkjun- um eyðilögð. Kirkjubyggingin stóð við Kymlyanskayagötu 12 og voru gatan og aðliggjandi götur afgirtar af iögreglu, KGB, „drushinniki" (sjálfboðasveitum lögreglu) og fulltrúum fram- kvæmdanefndar staðarins — alls 400 manna liði. Komið var með nokkra vörubíla og gröfu á vett- vang og um kvöldið hafði öll byggingin verið eyðilögð. Öllu rusii og braki var mokað á bílana og það flutt á ókunnan stað. Þessi óskráði kristni söfnuður telur um 300 manns og hefur sætt linnulausum ofsóknum stjómvalda. Prestur safnaðarins, séra Nikolai Boiko, hefur setið lengi í fangabúðum og hefur safnaðarfólkið miklar áhyggjur af líðan hans. Söfnuðurinn sendi eftirfarandi bænarskrá ásamt meðfylgjandi ljósmyndum til Gorbachevs Sovétleiðtoga 13. maí sl. Áður, 20. apríl sl., hafði söfnuðurinn sent leiðtoganum kvörtunarbréf. „Þið eruð öll fjandmenn alþýð- unnar. Við munum brátt ryðja ykkur úr vegi. Boiko er glæpamað- ur.“ S.N. Ossipov lögregluforingi beitti N.M. Sidak valdi, algerlega að tilefnislausu. Hann neitaði að láta uppi nafn sitt. Við vissum ekki nafn hans fyrr en við komum á lögreglustöðina. V.V. Odari lögregluforingi í Suv- orovskihverfinu í borginni sló Prófkjör fstæðisflokk Þegar menntun, reynsla og þekking á þjóðmálum fara samaÆr þá er auðvelt að velja «• tvVSC* sætið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.