Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 64

Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 64
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. •• Oryggisgaesfon: Allt gengur eftir áætlun ÖRYGGISGÆSLAN í borg- inni vegna fundarhalda leið- Hljómskálagarðurinn: Tilraun til nauðgxmar RÁÐIST var á 26 ára gamla konu í fyrrinótt og gerð tilraun til að nauðga henni í mjómskálagarð- inum. Málið er til rannsóknar hjá Rannsóknalögreglu ríkisins, en árásarmaðurinn hafði ekki náðst þegar Morgunblaðið fór i prent- un í gærdag. Konan var að ganga eftir Sóleyj- argötu á milli Skothúsvegar og Bragagötu á flórða tímanum í fyrri- nótt er maður stökk út á milli tijánna í Hljómskálagarðinum, réðst á hana og dró inn í garðinn. Þar gerði hann tilraun til nauðgun- »-ar, en f gær hafði ekki fengist úr því skorið, hvort hann kom að fullu fram vilja sínum. Konan gerði veg- farendum viðvart eftir að maðurinn hljóp í burtu og var árásin kærð til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglan biður það fólk sem átti leið um þetta svæði á milli klukkan 3 og 4 aðfaranótt laugardags og varð vart við mannaferðir, að gefa sig fram. Að sögn lögreglunnar hafa oft komið upp svipuð atvik á þessum stað. toga stórveldanna hefur gengið mjög vel, að sögn Bjarka Elíassonar yfirlög- regluþjóns í lögreglunni í Reykjavík. Sömu sögu er að segja af öryggisgæslunni á sjó og í lofti, að sögn Þrastar Sigtryggssonar skipherra hjá Landhelgisgæslunni og Hauks Haukssonar varaflug- málastjóra. Bjarki Elíasson sagði eftir hádegið í gær að allar tímasetn- ingar hefðu staðist og engin óvænt atvik komið upp. Fólk hefði verið ákaflega tillitssamt og sér virtist að gestimir væru ánægðir. Hann sagði að engar kvartanir hefðu borist til lög- reglunnar þrátt fyrir að vissu- lega hefði fólk orðið fyrir einhveijum óþægindum vegna komu þessara gesta. Þröstur Sigtryggsson sagði að engin vandamál hefðu komið upp í kring um sovésku skipin í höfninni og að Sovétmennimir væm nokkuð ánægðir þar. Haukur Hauksson sagði að eng- in valdamál hefðu komið upp í fluginu þrátt fyrir þær sérstöku reglur sem þar giltu þessa daga. Ljósm. Páll Stefánsson Raisa í Þjóðminjasafninu Þór Magnússon þjóðminjavörður sýnir Raisu Gorbaehevu íslenskar hannyrðir í Þjóðminjasafninu. í skoðunarferð um borgina í gær var einnig komið við í sundlauginni í Laugardal, ekið um Breiðholt og Stofnun Áma Magnússonar heimsótt. Sjá nánarí frásögn á bls. 4 Leiðtogamir heilsast RONALD Reagan forseti Bandaríkjanna heilsar Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna á tröpp- um Höfða í gærmorgun. Sirius vísað frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar SIRIUS, fley Grænfriðunga, kom inn á ytrí höfnina í Reykjavík á niunda tímanum í gærmorgun, og bað skipstjórí um leyfi til að leggj- ast að bryggju. Hafnsögumaður, tollverðir, skipherra Landhelgis- gæsiunnar og fulltrúi útlendingaeftirlitsins fóru um borð í skipið. Að sögn Eríc M. Fersht, talsmanns skipveija, ítrekuðu Grænfríðung- ar við þá það sjónarmið sitt að Siríus yrði að komast til Reykjavíkur. Um kl. 11.00 var haldinn fundur í skipulagsnefnd leiðtogafundar- ins. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins samþykkti hún að senda skipverjum þau skilaboð að þeir mættu ekki leggjast að bryggju í Reykjavík, en Hafnarfjarðarhöfn stæði opin. Sigldi þá Sirius áleiðis til Hafnarfjarðar. „Okkur var tjáð að íslensk yfir- völd væru fyrir sitt leyti fús til þess að leyfa okkur að leggjast að bryggju í Sundahöfn" sagði Fersht í samtali við Morgunblaðið. „Hins- vegar hefðu öryggisfulltrúar Bandaríkjastjómar og Sovétmanna skorist í leikinn og þvertekið fyrir að við kæmum til Reykjavíkur. Það er dapurleg staðreynd að stórveldin tvö hafa enn einu sinni sýnt slíka yfírgangssemi, því íslensk yfírvöld virtust fús til að komast að sam- komulagi" sagði Fersht. Þorsteinn sagði það ekki rétt að íslensk stjómvöld hefðu viljað leyfa skipinu að leggjast að bryggju í Sundahöfn. „Um þessa helgi verða sömu reglur að gilda um þá og aðra. Höfnin er lokuð." Sirius var væntanlegur til Hafn- arfjarðar um kl. 15.00 í gær, og var boðaður blaðamannafundur í skipinu kl. 17.00. „Við höfum beðið leiðtogana tvo, eða háttsetta emb- ættismenn í sendinefndum þeirra, að eiga með okkur stuttan fúnd til að veita viðtöku þeim skilaboðum sem við höfum meðferðis" sagði Fersht. „Enn hefur okkur ekki ver- ið sýnd sú kurteisi að svara þessari bón.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.