Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 9

Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 9 HUGVEKJA AMEN eftir EINAR J. GÍSLASON Er orð sem tekið er úr he- bresku. Merking þess er satt, í gildi, traust. Orðið kemur víða fram í Heilagri Ritningu. Amen var svar fólks við lofgjörð. Neh- emíabók greinir frá lofgerðar- Guðsþjónustu í 8. versinu 6. „Esra lofaði Drottin, hinn mikla Guð og allur lýðurinn sagði: Amen, Am- en.“ Fómuðu þeir um leið upp höndum, beygðu sig og féllu fram á ásjónur sínar. Þannig var lof- gjörðin þá. Skyldi hún vera eins í dag hjá þeim, sem skreyta aug- lýsingar um guðsþjónustu sínar með orðinu lofgjörð? Þegar sáttmálsörk ísraels- manna var flutt til Zíon. Þá var ein stórkostlegasta stund runnin upp hjá gyðingum. Fagnaðarlát- unum er lýst í 1. Kronikubók 13.8 og svo áfram í 1. Kronikubók 16. kapitula og versin 35—36: „Hjálpa þú oss Guð hjálpræðis vors að vér megum lofa þitt Heil- aga nafn. Víðfrægja lofstír þinn. Og allur lýðurinn sagði Amen og lof sé Drottni". í frumsöfnuði kristinna manna, þá tóku þeir undir lofgerð, með því að segja Amen. 1. Kór. 14.16. Guðsþjón- ustur í himninum fá sitt rúm í Opinberunarbók Jóhannesar. í 5. kapitula, 7. og 19. kapitulum. Þar sem lofgjörðin til Guðs endar með orðinu Amen. I Opinberunarbók Jóhannesar 3. kap. 14. versi talar Jesús Krist- ur upprisinn og dýrðlegur og stiginn upp til himna. „Þetta seg- ir Hann, sem er Amen. Votturinn trúi og sanni, upphaf Guðs skepnu.“ Jesús kallar sig sjálfan: Amen. „Votturinn trúi og sanni. Hann er sem sé sannleikurinn, traustur og í gildi. Allt líf Jesú, svo sem Guðspjöllin greina frá, styðja þá sögn um Jesúm Krist.“ Svik voru ekki í munni Hans. Hann illmælti eigi aftur, er Hon- um var illmælt og hótaði eigi er Hann leið. — Þessi hefir ekkert I„Jesús Kristur er GuÖs mikla já ífyrir- heitum Drottins okkur til handa. Þess vegnafá fyrirheiti Drottinsfyrir Jesú sitt„Amen“, svo nafn Drottins verÖur heiÖraÖ fyrir oggegnum okkur. rangt aðhafst, sagði ræninginn um Jesú, sem krossfestur var með Honum á langaftjádag. Páll postuli skrifar svo um Jesú í 2. Kor. 1. 20: „Því að svo mörg fyrir- heiti Guðs eru, þá er staðfesting þeirra með jái. Þess vegna skulum vér fyrir Hann segja Amen Guði til dýrðar." Jesús Kristur er Guðs mikla já í fyrirheitum Drottins okkur til handa. Þess vegna fá fyrirheiti Drottins fyrir Jesú sitt „Amen“, svo nafn Drottins verður heiðrað fyrir og gegnum okkur. Jesús notar orðið Amen á nýjan hátt, til þess að staðfesta fyrir- heiti sín okkur til handa. í mörgum Biblíuþýðingum er notað orðið sannlega, en frummálið not- ar orðið Amen. Þegar Jesús kallar sjálfan sig Amen, þá er undirstrikað að Hann er hinn sanni og trúi vottur Drott- ins. Orð Hans eru áreiðanleg og sönn. Honum er hægt að treysta í lífi dauða. Við Jóhannes sagði hann: „Vertu ekki hræddur. Eg er hinn fyrsti og síðasti og hinn lifandi. .. Ég var dauður, en sjá lifandi er ég um aldir alda." Hugg- un fyrir synduga og dauðlega menn. Hann er ábyrgur fyrir þess- um orðum, sem sagði um sjálfan sig, að Hann væri Amen. Vottur- inn trúi og sanni. Öll loforð og fyrirheit eru já og Amen í Honum. Treystu því. Friður Guðs fyllir þig. Þú byggir á bjarginu, sem ekki getur brugðist. Hann sem er Amen — Jesús Kristur er frels- ari þinn og bregst þér aldrei, hvorki í lífi, né dauða. Tamningamenn Til leigu er tamningamiðstöðin Garð- húsum, Skagafirði. Pláss fyrir 24 hross. Góð starfsaðstaða. Nánari uppl. gefur Jónína Hallsdóttir í síma 95-6382. Innritun byrjenda er haf- in. Takmarkaður fjöldi. Upplýsingar í símum 16581 og 621028. HIÐ ÍSLENSKA SKYLMINGAFÉLAG SKYLMINGAR SARFESTINGARFEl/GÐ UERÐBREFAMARKAÐURINN Genqióidaq 12. OKTÓBER 1986 Markaðsfréttir Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2 afb. áári 1 ár 2 ár 3ár 4ár 5ár 6ár 7ár 8ár 9ár 10 ár Nafn- vextir HLV 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 76 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66 Lánst. 1 afb. áári 1 ár 2ár 3 ár 4ár 5 ár Sölugengi m/v. mism. nafnvexti 20% 89 81 74 67 62 HLV 15% 84 72 63 56 50 85 76 68 61 56 KJARABRÉF Gengi pr. 10/10 1986 = 1,729 Nafnverð 5.000 50.000 Söluverð 8.645 86.450 6,5% vextir hjá Ríkissjóði í DAG BJÓÐUM VIÐ ÞÉR BETRI KOSTIIMIM, - SPARISKÍRTEIIMI MEÐ 7,5% ÁRSVÖXTUM. Við bjóðum þér Spariskírteini Ríkissjóðs með hærri vöxtum. fjármál þín - sárgrein okkar Fi^rfpcítinnarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. ® (91) 28566, S (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn Sklpttbref Rikbsjóði 7,5% vextir hjá okkur Ekífl ffokkar Spartsktrtelrw RrklisjoÖj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.