Morgunblaðið - 18.10.1986, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986
íslenzk grafík ’86
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Frá því félagið íslenzk graflk var
endurreist fyrir 17 árum hefur mik-
ið vatn runnið til sjávar.
Meðlimimir, sem voru örfáir í
fyrstu og flestir nýkomnir frá námi
erlendis eftir undirbúningsnám við
MHÍ, eru nú komnir á fímmta tug-
inn og fylla hann fyrr en varir með
áframhaldandi þróun. Félagssýn-
ingin, sem í fyrstu var haldin í
Unuhúsi við Veghúsastíg, en síðan
jafnan í Norræna húsinu, hefur nú
sprengt utan af sér þá ágætu sýn-
ingarsali. Á fyrstu sýningu félags-
ins í vestursal Kjarvalsstaða, sem
nú stendur yfír, er jafnvel full-
þröngt á þingi, og þó eru ekki allir
meðlimimir mættir til leiks og sum-
ir jafnvel einungis með eina eða
tvær myndir.
Er lítið verkstæði var sett upp í
MHÍ haustið 1956, hófst fyrst
reglubundin kennsla í dúkskurði,
tréristu og steinþrykki hér á landi.
Verkstæðið var svo stækkað árið
1962 og var áhugi nemenda á þess-
ari listgrein jafnan mikill — en það
var fyrst nær áratug seinna, að
grafík var gerð að sérgrein við nám,
en þá hafði málmþrykkverkstæði
bæst við skólann og stuttu síðar
var einnig farið að kenna sáldþrykk
reglubundið.
Möguleikar til náms í grafík hafa
þannig aukist jafnt og þétt á þess-
um tíma og árlega útskrifar deildin
þó nokkra grafíklistamenn. Á
síðasta ári var svo innréttað mjög
fuiikomið verkstæði, þannig að að-
staðan er orðin eins og best verður
á kosið erlendis, nema hvað verk-
stæðið er fátækara af hinum ýmsu
þrykkpressum en sambærileg verk-
stæði ytra.
Þegar ég í upphafí hóf fyrstur
manna að kenna grafík reglubundið
hérlendis, var það von mín og stefna
eins og einnig hjá meðlimum eldra
félagsins, að sett yrði upp grafískt
verkstæði, sem yrði opið öllum fé-
lagsmönnum, sem gætu komið og
farið að vild. Þetta tókst ekki vegna
veikinda ýmissa stjómarmeðlima
og fráfalls Jóns Þorleifssonar list-
málara, sem hafði gengið að því
af miklum dugnaði að fá hingað til
lands steinþrykkpressu ásamt tölu-
verðu magni af kalksteini.
Þróunin varð sú, að þetta allt var
lánað MHÍ með framgang listgrein-
arinnar í huga og er virkjað enn
þann dag í dag.
Því miður hefur þróunin ekki
orðið sem skyldi í sambandi við hin
upprunalegu markmið um sameig-
inlegt verkstæði, en hins vegar hafa
margir af meðlimum félagsins fest
sér rándýrar málmþrykkpressur og
vinna þeir hver í sínu homi og tækni
hvers og eins virðist vera hemaðar-
leyndarmál hans.
En nú ér það svo, að ekkert
einkaverkstæði getur nokkum tíma
komið í stað stærra, fullkomnara
og opins verkstæðis, þar sem hver
og einn miðlar öðmm af reynslu
sinni og fær fagmaður hefur umsjón
með tækjum ásamt því að aðstoða
einstaka við þrykkingu verka sinna.
Við það opnast og tækifæri til að
fá hingað til lands atvinnuþrykkjara
í faginu til að aðstoða listamenn
við þá hlið málsins og miðla þeim
af þekkingu sinni — ekki í einn
mánuð heldur í heilt ár.
Þá er andrúmið í slíkum verk-
stæðum oft mjög uppörvandi og
fleiri hugmyndir fæðast en á vinnu-
stofum á einkaheimilum.
Ég hef alveg frá upphafí rekið
áróður fyrir þessu, en með litlum
árangri enn sem komið er — eigin-
hagsmunahyggjan er hér of mikil,
og menn vilja upp til hópa liggja á
þekkingu sinni í stað þess að út-
breiða hana.
Þessi formáli er til kominn vegna
þess, að mér þykir sýningin á Kjar-
valsstöðum einmitt marka nokkur
tímamót og staðfesta meir en
nokkru sinni fyrr þörfina á slíku
verkstæði. Hér skortir ekki lengur
peninga, heldur einungis viljann og
skipulagið.
En að öðru leyti er grafíkfélagið
Á hól (Sigrún Eldjárn)
Fjöll (hluti úr myndverkinu, Edda Jónsdóttir)
rekið af meiri mjmdarskap og dugn-
aði en nokkurt annað myndlistarfé-
lag á íslandi um þessar mundir og
hefur svo verið f raun öll þau 17
ár, sem það hefur starfað.
Gefnar hafa verið út veglegar
sýningarskrár með kynningu á
meðlimum svo og hinum margvís-
legustu tækniatriðum auk þess sem
félagið hefur staðið fyrir norrænum
grafíksýningum með miklum mynd-
arbrag.
Er ekki að efa, að listasagan
væri önnur og heilbrigðari ef t.d.
FÍM hefði að jafnaði staðið jafn-
myndarlega að haustsýningum
sínum sem og öllum öðrum fram-
kvæmdum í tímans rás. Væri þá
til heil bók og það viðamikill doðr-
antur með ómetanlegum heimildum
um framkvæmdir félagsins á þeirri
hálfu öld, sem það mun hafa starf-
að, og væri þá með öllu útilokað
fyrir ófróða og óprúttna fræðinga
að falsa listasöguna eftir vild og
þörf...
Sýning Grafíkfélagsins í ár er í
senn fjölþætt og vel að henni stað-
ið, en þó hefði verið æskilegt að
grisja hana svolítið, til að heildar-
myndin yrði sterkari.
Hinir eldri og reyndari halda
áfram að rækta sinn garð, sem er
hárrétt stefna að mínum dómi, en
hinir yngri fitja upp á ýmsum nýj-
ungum og gera margvíslegar til-
raunir, svo sem maður þekkir frá
hinum stóru grafík-tvíæringum úti
í heimi.
Tæknitilraunir hafa tröllriðið
grafíktvíæringunum á undanföm-
um áratugum og í þeim mæli, að
ýmsir mætir listamenn hafa farið
að tala um úrkynjun grafíklistarinn-
ar, svo sem átti sér stað fyrir
MÁLARI
BLÍÐUNNAR
Hinn sjötta júní sl. var liðin öld
frá fæðingu Eyjólfs J. Eyfells, list-
málara.
í því tilefni hafa ættingjar og
vinir safnað saman liðlega hundrað
myndum og efnt til yfírlitssýningar
í Kjarvalssal Kjarvalsstaða.
Eyjólfur var þekktur og vel
metinn borgari, sem skar sig úr
fjöldanum fyrir yfirlætisleysi og
einhvem dulrænan kraft, sem
fylgdi honum, er varð manni
minnisstæður. Átti það til að horfa
rannsakandi augum á fólk á föm-
um vegi og pírði þá eilítið augun-
um, líkt og hann væri að meta og
vega viðkomandi og ám hans. En
í annan stað var hann lágur vexti,
grannholda og ekki mikill fyrir
mann að sjá, en ótrúlega unglegur
og kvikur f fasi fram á elliár.
Minnist ég merkilegs viðtals við
hann hér í blaðinu, sem mig minnir
að hafí að hluta til verið tekið á
Reykjanesi, mynd af listamannin-
um sem fylgdi þeirri grein varð
mér svo hugstæð einhverra hluta
vegna, að ég klippti greinina út
úr blaðinu og á hana vafalítið ein-
hvers staðar í fómm mínum.
— Réttu nafni hét listamaður-
inn einfaldlega Eyjólfur Jónsson,
en tók síðar upp nafnið Eyfells í
samræmi við uppmna sinn. hann
var fæddur að Seljalandsseli í
V-Eyj afj al 1 ahrepp i, sonur hjón-
anna Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Jóns Sigurðssonar bónda þar. Eyj-
ólfur nam þrjá vetur teikningu hjá
Stefáni Eiríkssyni tréskurðar-
meistara, en hélt síðan til Dresden
í Þýskalandi, þar sem hann nam
málaralist í eitt ár.
Bjó alla sína tíð í Reykjavík,
eftir að hann kom heim, og lengst-
um neðst á Skólavörðustígnum,
þar sem eiginkona hans hafði vel-
þekkta hannyrðaverzlun í þjóðleg-
um anda.
Skólaganga Eyjólfs í listmálun
telst því mjög stutt, en hann mun
hafa notað tfmann vel, svo sem
skólaverk hans á sýningunni er til
vitnis um. Eftirmynd (Kópía nr.
92 á sýningarskrá), sem er mjög
vel gerð af byijanda í listaskóla
og með best máluðu myndum á
sýningunni, gefur og til kynna
ágæta hæfíleika en einnig, að hann
hafí sennilega verið í undirbún-
ingsdeild listaskólans svo sem
algengt var um fyrsta árið.
Önnur eftirmynd á sýningunni,
„Súlka“ (89), sýnir og, að Eyjólfur
hefði verið til alls vís, hefði hann
haldið áfram námi.
Nefna má og einnig hinar tvær
myndir af Gaulveijarbæ, er hann
málar 1908, sem eru hrífandi ein-
faldar og látlausar í útfærslu og
bera vott um góða listræna gáfu
hins þá 22 ára unga manns.
Það er sammerkt með myndum
Eyjólfs, að hann er dýrkandi feg-
urðarinnar og hins rómantfska
landslags lífíð í gegn og það er
líklegt, að hér sé um áhrif frá ver-
unni í Dresden að ræða og
rómantísku stefnunni þýsku, —
málurum líkt og Caspar David
Friedrich f. 5.9. 1774 d. 7.5. 1840
og ennfremur snemmbarrokkmál-
aranum Adam Elsheimer f. 18.3.
1578, d. ii. 12. 1610, sem var einn
af frumkvöðlum hins upphafna
fagra og stemmningaríka lands-
lags. Báðir þessir málarar voru
dýrkendur blíðra og dularfullra
stemmninga í náttúrunni og slíku
bregður einmitt fyrir í ýmsum
bestu myndum Eyjólfs J. Eyfells
eins og í myndunum „Öræfajökull"
(29), er leiðir hugann að Adam
Elsheimer, og „úr Þórsmörk" (38),
er minnir svolítið á Caspar David
Friedrich. Báðar þessar myndir
hafa nokkra sérstöðu á sýning-
unni, einkum hin síðamefnda, en
það skal tekið fram, að hér koma