Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
Enrile lát-
inn víkja
úr sljóm
Aquino?
Manílu, AP.
JUAN Ponce Enrile varnarmála-
ráðherra sagði að leysa œtti upp
rikisstjórn Corazon Aquino for-
seta ef hann yrði neyddur til að
segja af sér. Enrile á við aukinn
andróður að stríða innan stjórn-
arinnar og sagðist Augusto
Sanchez, verkalýðsmálaráð-
herra, myndu krefjast afsagnar
hans á ríkisstjórnarfundi í vi-
kunni.
Þrír ráðherrar a.m.k. hafa nú
krafíst afsagnar Enrile vegna gagn-
rýni hans á stefnu stjómar Aquino.
Spá blöð í höfuðborginni að uppgjör
sé óumflýjanlegt milli Enrile og
ráðherra, sem era nánir bandamenn
forsetans. Að sögn talsmanns Aqu-
ino, Teodoro Benigno, bendir ekkert
til þess að hún væri í þann mund
að reka hann úr starfí. „Forsetinn
er þolinmóður sem fyrr,“ sagði hann
í gær.
Að sögn Sanchez stæði öll stjóm-
in með Aquino ef til uppgjörs kæmi
vegna Enrile. Að sögn áreiðanlegra
heimilda fara áhrif Enrile innan
hersins þverrandi og ríkir óánægja
með hann í röðum æðstu manna
hersins. Hann hefur verið andvígur
samningum við uppreisnarmenn
kommúnista og dregið í efa heilindi
þeirra í samningaumleitunum. Jafn-
framt hefur hann lagst gegn afnámi
stjómarskrárinnar frá 1973 og upp-
töku eigna Marcosar fyrram forseta
og nánustu samverkamanna hans.
Enrile var einn af helztu sam-
starfsmönnum Marcosar en þegar
leiðir þeirra skildu í febrúar sl. leiddi
það til valdatöku Aquino.
Persaflóastríðið:
10 menn
deyja í árás
á tankskip
Shaijah, Sameinuðu furstadæmunum, AP.
TÍU skipverjar fórust í eld-
flaugaárás írana á olíuflutninga-
skipið Five Brooks undan
ströndum Óman á föstudags-
kvöld, að sögn áreiðanlegra
heimilda.
íranskur varðbátur skaut eld-
flaugum að tankskipinu þegar það
var nýfarið frá Kuwait með olíu-
farm. Skipið var þá statt rétt undan
Óman. Ein flauganna hæfði skipið
þar sem vistarverar skipveija era.
Eldur kom upp í skipinu en fljótlega
tókst að ráða niðurlögum hans.
Olíuskipið er frá Panama og hin-
ir látnu skipveijar vora sjö Pakist-
anar, einn Kínveiji og tveir frá
Maldívueyjum. Af komust 29 skip-
veijar og stukku sumir þeirra fyrir
borð þegar eldur kviknaði í skipinu.
íranir hafa ráðist margsinnis á
tankskip á suðurhluta Persaflóans
í hefndarskyni fyrir loftárásir íraka
á Khargeyju, olíuhöfn írana, og
tankskip, sem lestað hafa þar. Láta
mun nærri að íranir og írakar hafí
sín á milli ráðist á 250 skip frá því
Persaflóastríðið brauzt út fyrir 6
áram.
Launalækkun ný stefna
í fínnskum kjaramálum
Helsinki, Frá Lars Lunsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
ER HÆGT að færa fram hugmyndir um allsherjar launa-
Iækkun eða kjaraskerðingu án þess að fremja pólitískt
sjálfsmorð um leið? í Finnlandi snýst stjómmálaumræðan
þessa daga um hvort það sé hægt að draga úr atvinnu-
leysi með því að lækka launin hjá þeim sem eru ekki
atvinnulausir.
Noregur:
Lyftingamenn frá
f ran leita hælis
Ostó, AP.
FJÓRIR lyftingamenn frá íran
komu á laugardag til Noregs og
hafa þeir óskað eftir pólitísku
hæli þar. Mennimir komu frá
Suður-Kóreu þar sem þeir tóku
þátt í Asíuleikunum svonefndu.
Stjóra Suður-Kóreu fór þess á
Ieit við norsk stjóravöld að menn-
irair fengju landvistarleyfi þar.
Mennimir Iétu sig hverfa í þann
mund sem íþróttafólkið frá íran
hugðist snúa aftur til síns heima.
Fréttir herma að þeir hafi leitað
hælis í sendiráði íraka í Seúl, höfuð-
borg Suður-Kóreu. Þar sem Suður-
Kórea hefur formleg stjómmála-
samskipti bæði við Iran og frak
leituðu stjómvöld þar eftir aðstoð
embættismanna Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna. Þeir leituðu
síðan til norskra stjómvalda, sem
ekki hafa tekið formlega afstöðu f
Persaflóastríðinu.
Þessi hugmynd er runnin undan
riQum samtaka atvinnurekenda
eins og ætla mætti. Fmmkvæðið í
umræðunni kemur í þetta skipti frá
formanni fínnska alþýðusambands-
ins SAK. Hann lét í ljós að SAK
gæti samið um að hækka ekki laun
verkamanna í næstu kjarasamning-
um, ef atvinnurekendur féllust á
að nota þá peninga til að minnka
atvinnuleysið.
Þessa helgi kom í ljós að Esko
Ollila íjármálaráðherra og mið-
flokksmaður er að undirbúa auka-
Qárlög sem m.a. gera ráð fyrir
skattlækkun fyrirtækja og sam-
svarandi skattlækun hjá launþeg-
um. Þessar aðgerðir fela í sér
kjaraskerðingu strax, og er það
þvert á yfirlýsingamar sem ríkis-
stjómin gaf í vor þegar kjarasamn-
ingar voru undirritaðir. Fulltrúar
SAK hafa þegar komið fram í fjöl-
miðlum og fordæmt áætlun fjár-
málaráðherra.
Á næstu dögum kemur í ljós
hvort hinir stjómarflokkamir þora
að færa fram frumvarp um kjara-
skerðingu nokkram mánuðum fyrir
þingkosningar. Paavo Váyiynen
utanríkisráðherra og miðflokks-
maður kom fyrir skömmu með
samskonar hugmyndir og fjármála-
ráðherrann nú vill framkvæma.
Báðir segjast fyrst og fremst vilja
samkeppnishæfan útflutningsiðn-
að. Kalevi Sorsa forsætisráðherra
og formaður jafnaðarmanna var
fljótur að skamma utanríkisráð-
herrann opinberlega. „Ríkisstjómin
f heild" gaf út fréttatiíkynningu um
að allir stjómaraðilar séu sammála
um þá lqaramálastefnu sem ríkis-
stjómin tók í vor.
Væntanlegur samdráttur í út-
flutningi tii Sovétríkjanna og
Dulspekingar halda sýningu:
Framtíðarspár, kristal-
kúlur, tarot og lifibrauð
Toronto, AP.
SPÁMENN og dulspekingar
komu saman í Toronto I Kanada
um helgina til að spá fyrir um
framtíðina og tryggja eigin
afkomu. Á sýningunni var boð-
ið upp á hvers kyns þjónustu:
spár fyrir verðbréfamarkaðinn
á 120 þúsund krónur og yfirlit
yfir heilsufar manna.
„í þessu fagi er nóg af loddur-
um. Þeir, sem hingað era komnir,
bera aftur á móti af sem askur
af þymi. Hingað kemur enginn,
sem vísvitandi reynir að kasta
ryki í augu viðskiptavinarins,"
sagði Donald Nubaum, fram-
kvæmdastjóri §órðu sýningar
dulspekinga, sem haldin er árlega.
Nausbaum kvaðst sjálfur hafa
athugað lófalesara, andalækna og
aðra þá, sem fram koma á sýning-
unni.
Þama kemur m.a. fram Schmi-
elewski nokkur. Þessi Kanada-
maður heldur þvf fram að spár
sínar um verðbréfamarkaðinn
standist í átta tilvikum af hveijum
tíu. Hann segir að 95 af hveijum
hundrað viðskiptavinum hafí
grætt á því leita ráða hjá sér.
„Oft og tíðum koma til mín
menn, sem ramba á barmi örvingl-
unar og óttast að hafa misst af
lestinni," sagði Schmielewski um
viðskiptavini, sem era á höttunum
eftir skjótfengnum gróða.
versnandi samkeppnisaðstaða Finn-
lands á vestrænum mörkuðum era
vandamál sem núverandi ríkisstjóm
getur varla leyst fyrir kosningamar
í mars. Þá er augljóst að jafnaðar-
menn vilja ekki taka til aðgerða sem
minnkar vinsæld þeirra innan
verkalýðshrejrfíngarinnar. Ríkis-
stjómin §allar um þessi mál á
miðvikudaginn.
Sú hugmynd sem formaður al-
þýðusambandsins upphaflega færði
fram, varð aldrei vinsæl meðal at-
vinnurekenda. Hugmyndin var að
vísu að hækka ekki laun verka-
manna, en ætlunin var að láta
peningana renna í nokkurs konar
sjóði sem ættu að hjálpa atvinnu-
rekendum að fjárfesta og þannig
skapa atvinnu. Það fannst atvinnu-
rekendum minna á sænska kerfíð
með launþegasjóði sem verkalýðs-
hreyfíngin notar til þess að hafa
áhrif á efnahagslífíð.
Fimm Bandaríkja-
mönnum vísað frá
Sovétríkjunum
Moakva,AP
SOVÉSK stjórnvöld hafa vfsað
fímm bandarískum sendiráðs-
mönnum úr landi fyrir óleyfi-
lega starfsemi, að þvi er
tilkynnt var sl. sunnudag í
Moskvu og verða þeir að fara
frá Sovétríkjunum fyrir mán-
aðarmót.
Talið er að þetta sé mesti fjöldi
bandarískra sendiráðsstarfsmanna
sem vísað hefur verið úr landi í
Sovétríkjunum, í einu, undanfarin
20 ár. Eini sovéski fjölmiðillinn sem
sagt hefur frá brottvísuninni er út-
varpið og þar var ekki minnst á að
Jarðskjálfti
WeUington, Nýja Sj&landi.AP.
Mesti jarðskjálfti sem orðið hef-
ur í heintinum í eitt ár varð i gær
i Suður-Kyrrahafi og mældist
hann 8,1 stig á Richterkvarða.
Ekki er vitað til að tjón hafi orð-
ið.
Upptök skjálftans voru við
Kermadec eyjar um 960 km. norð-
austur af Nýja Sjálandi. Aðeins ein
þeirra er byggð, Raoul eyja og dvelj-
ast þar nokkrir nýsjálenskir vísinda-
nokkram sovéskum fulltrúum hjá
Sameinuðu þjóðunum var nýlega
vísað úr landi í Bandaríkjunum.
Georgy Arbatov, sovéskur sér-
fræðingur í málefnum Banda-
ríkjanna og meðlimur miðstjómar
sovéska kommúnistaflokksins sagði
í þættinum „Face the nation" hjá
bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS
sl. sunnudag, að hann vissi ekki
hvort brottvísun Bandaríkjamann-
anna frá Moskvu væri hefndarráð-
stöfun vegna þess að Bandaríkja-
stóm krafðist þess að Sovétmenn
fækkuðu í starfsliði sínu hjá Sam-
einuðu þjóðunum.
í Kyrrahafi
menn, þeir höfðu í gær samband
við yfírmenn sína í Wellington, á
Nýja Sjálandi og sögðu að allir
væra heilir á húfí og að ekkert tjón
hafí orðið af völdum slqálftans.
Lýst var yfír hættuástandi á stóru
hafsvæði, þar sem óttast var að
flóðbylgja myndi rísa, en svo varð
ekki. Sfðasti skjálfti af þessum
styrkleika varð í Mexíkó fyrir rúmu
ári og olli þar gífurlegu tjóni.