Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 45
MÖSGÖ^ÍiMb3ÚNNtíDAfi&RT '26. ’d?fcto£ÉB,\W ié atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hrafnista — Hafnarfirði Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar nú þegar eða eftir samkomulagi: 1. Staða deildarstjóra á hjúkrunardeild. 2. Stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á hjúkrunardeildum. 3. Staða hjúkrunarfræðings á næturvakt á hjúkrunar- og dvalarheimili. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Afgreiðslustörf í matvöruverslun Sláturfélag Suðurlands vill ráða duglegt og reglusamt starfsfólk til afgreiðslustarfa í SS búðunum sem staðsettar eru víðsvegar í borginni. í boði er ágæt vinnuaðstaða og auk fastra mánaðarlauna er greiddur sölubónus. Allar nánari upplýsingar um störf þessi veit- ir starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins á Frakkastíg 1. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald. Tannlæknir Tannlæknir óskast til starfa, há laun og 1. flokks starfsaðstaða í boði. Tilboð merkt: „Tannlæknir — 1947“ sendist augldeild Mbl. fyrir 4. nóv. Sölustjóri Fyrírtækið flytur inn og selur bifreiðar og varahluti. Starfið felst í sölu og stjórnun í söludeild notaðra bifreiða. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi hald- góða þekkingu á bílum, reynslu af sölustörf- um, sé heiðarlegur og skapgóður, ásamt því að reynast góður stjórnandi. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 9.00- 18.30, auk laugardaga frá kl. 10.00-17.00. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrífstofunni frá kl. 9.00-15.00. Alleysinga- og rádnmgaþiónusta MSu Lidsauki hf. W Skólavördustig 1a - 101 Reyk/avik - Sími 621355 Fulltrúastarf í Háskólabókasafni er laust til umsóknar starf fulltrúa. Reynsla við ritvinnslu svo og góð málakunnátta æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist skrifstofu Há- skóla íslands, merkt: „Starfsmannastjórn" fyrir 4. nóvember nk. Smiðir — Smiðir Nýja flugstöðin Keflavík Nokkra röska smiði vantar í innivinnu. Mötu- neyti á staðnum. Upplýsingar í síma 92-4755. I I HACVIBKI HF % SfMI 53999 Bifreiðastjórar Okkur vantar nú þegar bifreiðastjóra til akst- urs strætisvagna og á vakt. Upplýsingar gefnar í símum 13792 og 20720. Landleiðirhf., Skógarhlíð 10. Lyfjatæknir óskast sem fyrst. Upplýsingar (ekki í síma) á skrifstofu eða hjá yfirlyfjafræðingi. Reykjavíkurapótek. Auglýsingateiknari Fyrirtækið er útgáfufyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í hönnun, upplímingu á blöðum og aðstoð við auglýsingagerð. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands. Starfsreynsla af sambærilegu æskileg. Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00, auk ein- hverrar yfirvinnu. Umsóknarfrestur er til og með 30. október nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skólnvordustig ta - t0\ Reykiavik - Simi 6Pt355 Starfsmaður óskast Verkfræðistofan Vista sem hefur sérhæft sig í sjálfvirkni og iðnaðarrafmagni, óskar eftir því að ráða til starfa rafmagnsverkfræðing eða -tæknifræðing. Starfið verður að verulegu leyti fólgið í vinnu við rafkerfi og loftræstikerfi stórra bygginga. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Vista fyrir 1. nóvember. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. I/ISM AUTOMATATION. CONTROL AND MEASUREMENT SYSTEMS ST. JÓSEFSSPÍT ALI HAFNARFIRÐI St. Jósefsspítali Hafnarfirði Laust er til umsóknar starf við ræstingar. 100% vinna. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 54325 eða 50188. Spennandi starf í nýju fyrirtæki Einn viðskiptavin okkar vantar starfsmann til að sjá um saum og sníðslu í nýju fyrir- tæki. Um er að ræða ábyrgðarstöðu hjá öflugu fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í ámóta starfi og sýna áhuga og reglusemi. Starfið krefst þess að viðkomandi fari utan í nóv- ember til að kynna sér sambærilega fram- leiðslu varðandi saum og sníðslu og til að fá innsýn í forvinnslu, þ.e. prjón og efnis- frágang. Umsóknum ber að skila fyrir 1. nóvember til: Auglýsingastofunnar Gott fólk, Ármúla 15, 108 Reykjavík. Öllum umsóknum svarað og fullum trúnaði er heitið. Framkvæmdastjóri — hálft starf Verkfræðingafélag íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf. Starfið felst aðallega í eftirfarandi: 1. Annast kynningu á starfi verkfræðinga. 2. Aðstoða ýmsar deildir í félagsstarfi og efla tengsl félagsmanna. 3. Hafa umsjón með fjármálum og rekstri skrifstofu félagsins. 4. Sjá um sérstök verkefni fyrir fram- kvæmdastjórn félagsins svo sem ráð- stefnuhald og fleira. Skilyrði er að umsækjandi hafi háskólapróf, hafi áhuga á félagsmálum og almannatengsl- um og hafi innsýn í störf og stöðu tækni- manna í þjóðfélaginu. Nánari upplýsingar veitir formaður félagsins, Pétur K. Maack, í síma 25088-242 og heima í síma 16369. Umsóknum skal skila til augldeildar Mbl. merktum: „F — 1656“ fyrir þriðjudaginn 4. nóvember 1986, og verður farið með þær sem trúnaðarmál. Stjórn VFÍ. Spennandi störf Fyrirtæki í Reykjavík sem hefur nokkuð stóra hlutdeild á markaðnum í sölu á kjöt- og ný- lenduvörum óskar eftir að ráða til starfa nokkra einstaklinga til að takast á við krefj- andi og skemmtileg störf. Við leytum að aðilum sem eru hugmyndarík- ir og tilbúnir til að leggja töluvert á sig til að ná árangri, sem hafa frumkvæði, séu nákvæmir, geti starfað sjálfstætt, hafi for- ystuhæfileika til að stjórna öðrum og eigi gott með að umgangast fólk. Væntanlegir umsækjendur þurfa að vera til- búnir til að sækja sérstök námskeið bæði hér heima og erlendis. í boði er vinna hjá traustu fyrirtæki og auk fastra mánaðarlauna er greiddur bónus. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar augld. Mbl. fyrir 31. október nk. merkt: „Stjórnandi — 1867“. Keflavík Til sölu ein þekktasta sérvöruverslun í Keflavík, mjög góður sölutími er framundan. Þeir sem óska nánari upplýsinga leggi nafn og símanúmer inn á augldeild Mbl. „Tæki- færi — 689“ fyrir 1. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.