Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 u Edvard MUNCH Myndlist Bragi Ásgeirsson f júnfmánuði árið 1970 var í tengslum við Listahátíð haldin mik- il sýning á grafiskum verkum Edvards Munch, — hin fyrsta hér á landi. Listasafn íslands á dálítið safn mynda snillingsins á því sviði og er það gjöf frá nánum vini lista- mannsins, Christian Gierlöff, en aðstaðan til að sýna þær reglulega er nær engin sem stendur. Þá var haldin mikiJ sýning á grafík Munchs frá afmörkuðu tímabili í anddyri Norræna hússins árið 1979, að mig minnir, og var þar þröng á þingi. Sýning sú, sem stendur yfir í Norræna húsinu þessa dagana, er þannig þriðja sýningin á verkum listamannsins, sem gistir ísland, og hín fyrsta, sem að stofni til byggist nær eingöngu á málverkum. Allar sýningarnar þrjár, sem hingað hafa ratað, koma frá Munch-safninu f Osló og sýnir safnið okkur mikla rausn um útlán mynda á ekki lengri tíma, því að sívaxandi eftirspurn er eftir myndum hans víða að á jarðarkringlunni. Frægð Munchs hefur aukist jafnt og þétt á sfðustu áratugum, og ekki síst eftir að Japanir uppgötv- uðu hann og valförtuðu til Osló, ásamt því að settar voru upp viða- miklar sýningar á list hans í Tókýó og vafalaust víðar í Japan. Þá hafa þeir staðið að útgáfu stærstu og glæsilegustu listaverkabðkar, sem ég hefi augum litið um dagana, og fjallar hún eingöngu um Hst Munchs. Við þetta bætist og einnig, að nýbylgjumálverkið svonefnda hefur beint augum manna f stórauknum mæli að listsköpun Munchs og þá einkum á sfðari hluta ævi hans. Nýtt mat á möguleikum málverks- ins hefur sem sagt orðið til þess, að margur skilur og metur nú þetta tímabil. Lftur á list hans út frá öðru sjónarhorni og nýjum mæli- kvarða. Þetta er einkar ánægjulegt, því að það styður þá kenningu, að list- in sé á stöðugri hreyfingu, sem og um leið gildismat fólks á listasög- unni og einstökum þáttum hennar. Góð list er alltaf ný, hve gömul sem hún er að árum, og hver ný sýning, sem efnt er til, á að vera opinberun fyrir lífsmögn sín í sjálfu sér, en ekki tilbúið nýjabrum. Eg man ákaflega vel eftir sýning- unni árið 1970, vegna þess að ég var einn. af þeim, sem stóðu að uppsetningu hennar og skrifaði að auki tvær stórar kynningargreinar f Lesbók og eina almenna grein um sýninguna sjálfa hér f blaðið. Þetta var fyrsta stóra sýningin á úrvalsverkum Munchs á íslandi og hún var í einu orði sagt frábær og vakti mikla athygli Iistfróðra, þótt ekki hlyti hún þá aðsókn sem tilefni gaf til. Á sýningunni var mjög gott yfirlit á grafík lista- mannsins frá upphafi og auk þess smákynning á tæknibrögðum hans. Hvernig hann með því að saga í fáeina hluta eina krossviðarplötu náði fram kynngimögnuðum áhrif- um og lifandi litaspili. Þessi listamaður, sem hafði ekki komið nálægt neinu, sem hét grafík, fyrr en hann var kominn yfir þrítugt, endurnýjaði þessa listgrein og lyfti á háa tinda í eigin listsköp- un. Tæknileg grundvallarmenntun þessa manns var svo traust, að hin nýju verkfæri léku f höndum hans og hér fann hann svið til ennþá dýpri tjáningar listar sinnar og ótakmarkaða möguleika. Og eins og í málverkinu var það samþjöppuð heildin og einfaldleik- inn, sem réði ferðinni ásamt þeirri dulmögnuðu stemmningu, sem er einkenni listar hans og grípur hug áhorfandans svo firnasterkt. Hvernig hann náði taki á jafn magnaðri myndrænni tjáningu, verður í fáum dráttum helst út- skýrt með erfiðri æsku hans, sem varð pó ef til vill kveikjan að yfir- skilvitlegri næmni á umhverfið og tímana, sem hann lifði á. En hér kemur ótalmargt annað til, því að um þetta var hann ekki einn á báti á tfmum mikils þjóðfélagslegs ójafnaðar í Evrópu, fátæktar og berklaveiki, — auk fjölda annarra sjúkdóma svo sem barnaveikinnar illræmdu. Fljótlega komu í ljós listrænir hæfileikar hans og fósturmóðir hans, hin ósérhlffha Karin Bjölstad, er hafði tekið að sér heimilið við lát systur sinnar, — ýtti frekar undir þá en hitt, þótt föður hans finndist slík iðja fásinna. Hann innritaðist í tækniháskóla 1879 í því augna- miði að mennta sig til verkfræðings. En fljótlega finnur hann, að hann á þar ekki heima og yfirgefur skól- ann ári seinna til að helga sig myndlistinni og byrjar á því að rannsaka sögu listarinnar. Hann nýtur ágætrar kennslu í undirstöðu- greinum myndlistarinnar á árunum 1881—82 og frumraun hans á sýn- ingarvettvangi var Haustsýningin í Osló árið 1883. Þróun listar Munchs gerist ótrú- lega hröð, sem sýnir, á hve traust- um grunni norsk málaralist stóð á þessum árum og jafnframt, hve næmur hann var. Hann hlýtur fljótlega meðbyr fyrir góða hæfileika og fær styrk til Antwerpen-farar 1884, en getur ekki komið því yið að fara strax vegna veikinda. Á þessu ári tengist hann framúrstefnuhópi málara og rithöfunda í Osló, sem var rökrétt ákvörðun og átti eftir að hafa ör- lagarík áhrif á þróun listar hans — magna upp f honum áskapaða taugaveiklun, en um leið auka til- finningar hans gagnvart samtíman- um. Arið 1885 hagnýtir hann sér styrkinn til Antwerpen og dvelur einnig f þrjár vikur í París og verð- ur fyrir sterkum áhrifum af franskri list og þá einkum Manet. Um haustið tekur hann við að mála þrjú viðamikil myndefhi, „Sjúka barnið", „Daginn eftir" og „Kynþroskinn", og lýkur við þau öll árið eftir. Þessi þrjú málverk tákna f raun kaflaskipti f norskri listasögu og upphafið að frægðar- ferli Munchs. Sá þroski, sem Munch tekur út á næstu árum, er fáu líkur í allri samanlagðri listasögunni. Strax sama ár og hann lauk við þessi þrjú stórkostlegu málverk gerir hann fyrsta uppkastið að hinni frægu mynd sinni, er seinna hlaut nafnið „Madonna", en í fyrstu út- gáfu einungis „Hulda". Nú fylgja viðburðarík ár með ýmsum ferðalögum innanlands og utan ásamt þrálátum veikindaköst- um. Hann fær ríkisstyrk árið 1889 og dvelur í París yfir veturinn, — sækir þar morgun hvern listaskóla Bonnats. Sumrinu eyðir hann í Ás- gárdstrand og Kristianfu (Osló), en fær svo ríkisstyrkinn aftur og held- ur á ný til Parísar, en dvelur þó fyrst í Nice. Hverfur um sumarið aftur til Noregs og hlýtur nú sinn þriðja ríkisstyrk og heldur enn til Parísar og dvelur til skiptis í París og Nice. Munch er nú orðið þekkt nafn f heimalandi sínu, en þó helst að endemum og myndir hans hafa vakið upp miklar deilur og Björn- stjerne Björnsson mótmælir opin- berlega, að ríkisstyrkurinn skyldi ganga í þriðja sinn til Munchs. Málarinn Fritz Thaulow, sem lengi var einn helsti velunnari Munchs ásamt Christian Krogh, svaraði Björnsson strax daginn eftir. Á þessu hausti ritar Munch ýms- ar hugleiðingar f dagbók sfna, sem opinbera tilhneigingar til innsæisins (expressjónismans). Hann byrjar á fyrstu uppköstum að myndunum „Örvænting" og „Ópið", auk þess sem hann sýnir málverkið „Guli báturinn" á Haustsýningunni í Osló, sem var endanleg gerð af hinni frægu mynd „Þunglyndi". Hann sýnir f Munchen myndir eins og „Nótt í St. Cloud", „Inger á strönd- inni" o.fl. f ársbyrjun 1892 svarar hann sjálfur grein Björnssons í Dagblað- inu, og það reynist góð byrjun á viðburðaríku ári, er skipti sköpum um frama hans. Honum er boðið að sýna f Berlfn og sýnir á líkum tfma f Kaupmannahöfn og Miinch- en. Sýningin í Berlín endar með ósköpum og varð upphafið að klofn- ingi listasamtakanna þar, er meiri- hlutinn samþykkir á stormasömum fundi að loka henni. En lokun sýn- ingarinnar virkaði líkt og vítamínsprauta á frama Munchs, sem er í kjölfarið boðið að sýna víða um Þýskaland og er á allra vörum, sem með myndlist fylgjast. Á þessum tíma lýkur hann við myndir svo sem „Kossinn", „Ör- væntingin", „Dauðinn í sjúkrastof- unni" og „Kvöld á Karl Johan". Næsta ár verður Munch ekki síður örlagaríkt. Auk ýmissa sýn- inga víða í Evrópu umgengst hann fjölda andans manna, er koma til með að hafa áhrif á hann líkt og Strindberg, Julius Meier-Graefe og skáldið pólska Stanislaw Przybys- zewski. Þeir halda til ásamt fleirum á veitingastað, er nefndist „Græna svínið", en það nafn hafði Strind- berg gefið staðnum vegna sérstakr- Þessa einstœðu mynd málaði Munch af Dagny Juel Przybysewska árið 1893. Hann lót hana aldrei og hún hékk jafnan upp á vegg f húsum hans. Líkast til er Oagny Juel fyrirmyndin að hinni f reegu mynd "Madonna" sem hann útfwrði bœði í olfu og grafflc, svo og mörgum f leiri því að andlitsdráttum hennar bregðurvíðavið ar lögunar nafnskiltisins yfir staðnum. Pyrsta bók um Munch sér dagsins ljós og standa að henni þeir Willi Pastor, S. Przybyszewr ski, Frank Servas og Julius Meier- Graefe. Munch lýkur við myndir svo sem „Ópið", „Blóðsugan", „Stúlkan og dauðinn", „Mánaskin", „Strönd- in", „Madpnna", „Röddin". Það er loks árið 1884, að Munch gerir fyrstu tilraunir með ætimyndir og steinþrykk og nær fljótlega góðum tökum á tækninni því að hún átti vel við hann og þá tækni sem hann hafði tileinkað sér og meistraði til fullkomnunar. Myndir eins og „Hræðsla", „Kvöldstjarnan", „Aska", „Konan", ásamt nokkrum raderingum sjá dagsins ljós. Nú er myndaröð hans, sem fylgdi honum allt lífið, farin að fá á sig form, „Livsfrisen" (Lffskeðjan), og það eru einmitt myndir frá þeirri myndaröð, sem telst inntak sýning- arinnar í Norræna húsinu ásamt röð sjálfsmynda og módelmynda. Segja má, að á þessum tfma hafi flest höfuð verk Munchs séð dagsins ljós — nú fer hann að vinna þau upp í grafík, auk þess sem hann málar af kappi og gerir á næstu árum margt frábærra mynda, sem hann tengir margar hverjar „Livsfrisen". Nafnið er vel við hæfi, hvað lífsverk Munchs snertir, því að það var lífið sjálft, sem hann vildi mála f allri sinni nekt og fjölbreytni, hann vildi ekki fegra það né sverta, og að mínu mati rangt að höfða svo mjög til þunglyndis hans, svo sem gert hefur verið. Þetta var eiginlega tfðarandinn f listinni hjá fjölda manna á þessum tfma og er ennþá í ýmissi mynd, en myndir Munchs tjá svo mikla lffsorku f formi og lit, að þær tengjast ekki síður lífsnautninni. Þær eru vissulega fullkomlega lausar við alla fágaða lognmollu en er slíkt mælikvarði á lífshamingju? Að þessi maður, sem svo mjög var vfgður listinni og öllu því sem var efst á baugi f Evrðpu á þessum tfmum, yrði hræddur við að bindast konum, er ósköp eðlilegt og skálda má hér margar ástæður svo sem gert hefur verið. Hann verður sterklega fyrir áhrifum af hræringum tfmanna í lSfi og list svo sem symbolismanum, j'ugendstil" og „art nouveu" og allt í senn af hinu niðurbrjótandi sem upphafna, fagra og mikilfeng- lega. Þetta allt brýtur hann á merkilegan hátt undir persónuleika sinn og skapar alveg nýtt inntak í listinni, sem ber sterkan svip af heimaslóðum hans og eigín lSfí. Norrænni birtu og ferskleika en einnig þunglyndi skammdegisins. Hann var svo upptekinn af tfmunum og list sinni, að hann hræddist allt sem gæti raskað vinnufriði hans. Þá var hann á stöðugum ferðalög- um og slfkt lff á eins lftið við varanlega sambúð með konum og eðlilegt fjölskyldulif og hugsast getur. Hann vildi hinn fullkomna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.