Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C tfgmilifafcife STOFNAÖ 1913 241.tbl.72.árg. SUNNUDAGUR 26. OKTÖBER 1986 PrentsmMtja Morgunblaðsins Svíþjóð: Rúmur helming- ur rafork- unnar frá kjarnorku Stckkhóluii, fri Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. f FYRSTA sinn i sögu sænskrar rafmagnsframleiðslu kemur rúmur helmingur orkunnar frá kjarnorkuverum. Á þessu ári munu þau framleiða 36 terra- wattstundir á móti 31 i vatnsafls- stöðvum. Framleiðsla olíukyntra orkuvera er þrjár terrawatt- stundir. Eftir Chemobylslysið var mikið um það rætt að hætta smám saman raforkuvinnslu í kjarnorkuverum en nú er það að renna upp fyrir flest- um, að það er hægara ort en gjört. Ef Barsebáck-verinu við Eyrarsund yrði lokað eins og danska þjóð- þingið hefur krafist ylli það alvar- legum rafmagnsskorti í Svíþjóð og gerði að engu áætianir stjórnvalda um að flest hús verði hituð upp með rafmagni en ekki olfu. Birgitta Dahl, orkumálaráðherra, er nú mjög varkár í orðum þegar talað er um að loka kjarnorkuverun- um upp úr aldamótunum og um það að byrja strax að draga saman segl- in er alls ekki talað lengur. f leiðurum dagblaðanna og á pólitfsk- um vettvangi snýst nú umræðan um það, að undið verði ofan af kjarnorkuvinnslunni um. allan heim samtímis. Segja Svíar, að það sé eins með hana og kjarnorkuvopnin, að það gangi ekki að þeir „af- vopnist" einir á sama tfma og allir aðrir „vígbúist" af kappi. Spánn: Baskar vega hers- höfðingia San Sebastiaa, AP. *—^* HERSHÖFÐINGI í her Spán- ar, eiginkona hans, sonur þeirra og ekill létu lifið i sprengjutilræði í San Sebast- ian á Spáni í gær. Hryðju- verkamenn baska eru taldir hafa staðið að baki tilræðinu. Tveir ungir menn á mótor- hjóli óku upp að bifreið hers- höfðingjans í miðborg San Sebastian og vörpuðu sprengju að honum, að sögn vitna. At- burðurinn átt sér stað nærri útimarkaði og brak úr bílnum slasaði að minnsta kosti 15 manns. Enn hafa engin samtök lýst yfir ábyrgð á ódæðisverkinu en lögreglan telur fullvíst það hafi verið framið af hryðju- verkamönnum Baska. ETA, aðskilnaðarhreyfing baska, berst fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra. Talið er að hryðju- verkamenn á vegum samtak- anna hafi vegið um 600 manns frá árinu 1968. Morgunblaðið/RAX Hallgrímskirkja vígðídag Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð verður vígð í dag 41 einu ári eftir að fyrsta skóflustung- an var tekin og 60 árum eftir að ákveðið var að byggja þar 1200 manna kirkju. Kirkjan er reist í minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Sjá ennfremur forystugrein á bls. 30 og grein á bls. 28. Rauða kross- þingið í Genf: Fulltrúar S.-Afríku reknirút úr salnum Genf, AP. í GÆR var samþykkt með at- kvæðagreiðslu á Alþjóðaþingi Rauða krossins að víkja full- trúum Suður-Afríkusfjóriiar af þinginu. Fór svo að lokum að fulltrúarnir voru reknir út úr ráðstefnusalnum. Sam- þykktin kom ekki á óvart þótt margir hafi orðið til að vara við afleiðingum hennar fyrir f ramtíð Rauða krossins. Fulltrúar Kenya fluttu tillöguna og var hún á þá leið, að fulltrúum stjórnariftnar í Pretoriu yrði vikið af þinginu en sérstökum fulltrúum suður-afríska Rauða krossins leyft að sitja áfram. Fulltrúar flestra þriðja heimsríkja og Sovéríkjanna og Kfna studdu tillöguna en full- trúar Suður-Ameríkuríkja sátu hjá. Fulltrúar ríkisstjórna Vestur- landa og gestgjafarnir, Svisslend- ingar, voru tillögunní andsnúnir og sögðu, að brottrekstur af þessu tagi ætti sér ekkert fordæmi f sögu Rauða krossins og gengi þvert á hugsjónir samtakanna. Fulltrúar ríkja þriðja heimsins sögðu tillögu sendinefndarinnar frá Kenýa fullkomnlega löglega þar sem stjórn hvfta minnihlutans f Suður-Afríku hefði ítrekað gerst sek um mannréttindabrot. Fulltrúar hinna ýmsu félaga Rauða krossins á Vesturlöndum nýttu sér ekki rétt sinn til að taka þátt f atkvæðagreiðslunni. Jeremy B. Shearar, formaður suður-afrísku sendinefndarinnar, brást hinn versti við pegar honum neitað um að taka til máls áður en gengið var til atkvæðagreiðsl- unnar. Hljóp hann að ræðustóln- um, fleygði nafnspjaldi sínu á skrifborð forseta ráðstefnunnar og stormaði síðan út úr salnum. Þeg- ar talning atkvæða var langt komin reyndi hann aftur að taka til máls en forsetinn skipaði suð- ur-afrísku sendinefhdinni að hverfa á braut. Hvatt til efnahagslegra refsi- aðgerða gegn Sýrlendingum NOKKRIR bandarískir þingmenn hafa hvatt til þess að Bandaríkja- stjórn grípi til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Sýrlendingum. Bandaríkin og Kanada hafa kall- að heim sendiherra sfna í Sýrlandi til stuðnings þeirri ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Sýrlend- inga. Svo sem fram hefur komið í frétt- um ákváð breska ríkisstjórnin í fyrradag að slíta stjórnmáiasam- bandi við Sýrlendinga. Ríkisstjórnin kvað fullsannað að Sýrlendingar hefðu staðið að baki tilraun til að koma fyrir sprengju um borð í fsra- elskri farþegaflugvél í London þann 17. apríl síðastliðinn. Bob Dole, leiðtogi repúblíkana við öldungadeild Bandaríkjaþings, hvatti Bandaríkjastjórn t gær til að grípa til efnahagslegra og pólit ískra refsiaðgerða gegn Sýrlendingum. Dole sagði ríkisstjórn Margaret Thatcher hafi staðið með Banda- ríkjamönnum þegar þeir gerðu loftárásir á Líbýu og nú þyrfti breska ríkisstjórnin á stuðningi Bandaríkja- manna að halda til að brjóta á bak aftur hryðjuverkastarfsemi Sýrlend- inga. Frank Lautenberg, þingmaður Demókrataflokksins, birti í gær bréf sem hann og 18 aðrir bandarískir þingmenn rituðu Ronald Reagan þar sem lagt er til að bandarískum fyrir- tækjum verði meinað að starfa í Sýrlandi. Sýrlandsstjórn tilkynnti í gær að allir starfsmenn breska sendiráðsins í Damascus yrðu að hverfa úr landi innan viku. Ennfremur var landinu lokað fyrir umferð breskra skipa og flugvéla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.