Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 284. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins . AP/Símamynd Mannleg mistök? ENN er verið kanna hvað olli flugslysinu í Aust- ur-Berlín sl. fðstudag en þá hrapaði þar til jarðar sovésk farþegaflugvél af gerðinni TU-134. 70 af 82 mönnum um borð fórust í slysinu. Meðal hinna látnu eru 60 Austur-Þjóðverjar, einn Aust- urríkismaður og öll áhöfn vélarinnar, níu Sovétmenn. 26 Austur-Þjóðveijanna voru skóla- börn frá borginni Schwerin, flestir á aldrinum 15-16 ára. 12 lifðu slysið af en tveir þeirra eru enn þungt haldnir. Mikil þoka var þegar flugvél- in hrapaði en hún kom niður í skóglendi um þijá km frá Schönefeld-flugvelLinum í Austur- Berlin. Otto Arndt, samgönguráðherra Austur- Þýskalands, sagði í gær, að enn væri verið að kanna hvað slysinu olli en hann gaf þó i skyn, að mannleg mistök hefðu átt mestan þátt í þvi. Casey fluttur í sjukra- hús eftir yfirheyrslur Washington, AP. WILLIAM Casey, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, var fluttur í skyndingu í sjúkra- hús eftir yfirheyi*slur hjá þingnefnd, sem rannsakar vopnasöluna til Irans. Hann veiktist skyndilega en ekki var skýrt frá hvað að honum amaði. Tilkynnt var í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Donald Regan, starfsmannastjóri, myndi bera vitni vegna rannsóknar á vopna- sölumálinu, ef þess yrði krafizt. Dave Durenberger, formaður þeirrar nefndar öldungadeildarinn- ar, sem fjallar um málefni leyni- þjónustunnar, sagði í gær að hann byggist við að kalla Regan til yfír- heyrslna hjá nefndinni í vikunni. Ronald Reagan, forseti, hefur fullri samvinnu stjómar sinnar við rann- sókn á vopnasölunni og peninga- greiðslum til Contra-skæruliða í Nicaragua. Að beiðni Bandaríkjastjórnar létu svissnesk yfirvöld loka aftur bankareikningum í Sviss.sem tekj- ur af vopnasölunni til íran voru lagðar inn á. Um nokkra þeirra fóru einnig greiðslurnar til skæru- liða í Nicaragua. Reikningarnir voru allir í þriðja stærsta banka Sviss, Credit Suisse. Einn þeirra var sagður tengjast Oliver North, aðstoðarmanni Johns Poindexter, fyrrum öryggsmálaráðgjafa Reag- ans, Richard Secord, fyrrum hershöfðingja í flughernum og bandaríska kaupsýslumanninum Albert Hakim, sem fæddist í íran. Blaðið Ai Hamishmar í Israel sagði í gær að ráðamenn þar í landi hefðu vitað um það sumarið 1985 að andvirði vopna, sem seld hefðu verið írönum, hefði verið afhent skæruliðum, sem berðust gegn stjórn sandinista í Nicaragua. Sjá ennfremur fréttir á bls. 44. Palme-morðið: Engin vísbending um aðild kúrdanna Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKERT hefur komið fram við yfirheyrslur yfir kúrdun- um, sem handteknir voru eftir skotbardaga í Stokkhólmi á laugardagskvöld, er tengir þá morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, 28. febrúar sl., að sögn áreiðan- legra heimilda. Samtök kúrda í Svíþjóð hafa alltaf neitað því að vera viðriðin morðið á Palme, en þau höfðu lengi horn í síðu hans. Tveir kúrd- ar hófu skothríð á lögreglumenn í miðborg Stokkhólms á laugar- dagskvöldið. Öðrum þeirra var á sínum tíma vísað úr landi en dómnum var ekki framfylgt þar sem talið var að hann yrði líflátinn ef hann yrði að fara aftur til Tyrk- lands. Lögregluna fysir hins vegar að vita hvers vegna hann bar skot- vopn og hvers vegna hann yfirgaf heimabæ sinn, Sollentuna. Hann fékk að vera áfram í Svíþjóð gegn því að fara ekki út úr bænum. Eftir skotárásina var gert áhlaup á tvö hús utan við Stokk- hólm og þrír kúrdar til viðbótar handteknir. Sjá ennfremur á bls. 45. 126 menn hafa látizt í kynþátta- erjum í Karachi Karachi, AP. Reuter. GÍFURLEGAR kynþáttaóeirðir, sem hófust í Karachi, höf- uðborg Pakistan, á laugardag, héldu áfram í gær og höfðu 126 manns beðið bana og 500 særst þegar síðast fréttist. Eru þetta mestu óeirðir í sögu landsins. Óeirðirnar brutust út eftir að lögregla gerði áhlaup á nokkur hús í hverfí Pathana í borginni og gerði upptæk vopn og fíkni- efni. Óeirðaseggirnir brutust inn í banka, verzlanir og íbúðarhús um borgina alla og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Herinn var kvaddur á vettvang og fengu hermenn fyrirmæli um að skjóta óeirðaseggi, sem þeir stæðu að verki. Þeir skárust hins vegar ekki í leikinn og hleyptu ekki af skoti. Lögregla reyndi hins vegar að skakka leikinn og notaði fyrst táragas en síðar skotvopn. Oljóst er hins vegar hversu marg- ir féllu fyrir hendi lögreglu. í óeirðunum tókust á menn af þremur helztu þjóðflokkum Pak- istans. Vitni sögðu Pathana, sem eru múslimar af indóírönskum uppruna, hafa ráðizt gegn Bihör- um og Mohæjum. Voru Pathanir vopnaðir haglabyssum og sjálf- virkum byssum. Mohammed Khan, forsætisráðherra, hét því í gær að þeim, sem bæru ábyrgð á uppþotunum, yrði harðlega refs- að. Sendiherra segir skilið við ríkisstióm Eþíópíu Stokkhólmi, AP. Reuter. JL Stokkhólmi, AP. Reuter. TAYE Telahun, sendiherra Eþíópíu á Norðurlöndum, veitt- ist harðlega að ríkisstjórninni i Addis Ababa, sem nýtur stuðn- ings Sovétríkjanna, er hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að láta af starfi og biðja um hæli á Vesturlöndum. „Samvizkan leyfír það ekki að ég leggi lengur blessun mína yfír og verji stefnu þeirrar harðýðgis- stjórnar, sem gerði mig að fulltrúa sínum hér,“ sagði Taye. Hann er þriðji háttsetti maðurinn, sem segir skilið við marxistastjórnina í Eþíópíu á skömmum tíma. I október sagði Goshu Woldu, ut- anríkisráðherra, af sér og í september ákvað sendiherra Eþíópíu í Frakklandi að biðja um hæli. „Vonir Eþíópíumanna í kjölfar byltingarinnar 1974 hafa að engu verið gerðar og yfír landinu grúfa óheillaský," sagði Taye. Hann sagði átökin í Eritreu dæmi um það hvernig stefna stjómarinnar hefði fætt af sér stríð og deilur í stað þess að sameina þjóðina, eins og vonir stóðu til. Þá hefði stór hluti landsmanna verið auðmýkt- ur í hungursneyðinni og milljónir manna byggju enn við örbirgð og niðuriægingu. Sendiherrann skoraði á ráða- menn í Sovétríkjunum að endur- skoða stuðning sinn viðríkisstjóm Taye Telahun Eþíópíu. „Að óbreyttu kemst eþíópíska þjóðin ekki hjá því að tengja Sovétríkin við hörmungar sínar, harðræði og félagslegar, efnahagslegar og pólitískar þján- ingar, sem hún líður í sinii heimalandi,“ sagði Taye. Taye, sem er 54 ára, varð sendi- herra í Stokkhólmi í janúar í fyrra. Hann var flugmaður í flughemum 1952—68 og yfírmaður sjóhersins 1968—74. Eftir byltinguna 1974 var hann gerður að yfírmanni flughersins og síðar landvarna- ráðherra árið 1977. Árið 1979 var hann gerður að innanríkisráð- herra og gegndi því starfí til ársloka 1984.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.