Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 1

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 284. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins . AP/Símamynd Mannleg mistök? ENN er verið kanna hvað olli flugslysinu í Aust- ur-Berlín sl. fðstudag en þá hrapaði þar til jarðar sovésk farþegaflugvél af gerðinni TU-134. 70 af 82 mönnum um borð fórust í slysinu. Meðal hinna látnu eru 60 Austur-Þjóðverjar, einn Aust- urríkismaður og öll áhöfn vélarinnar, níu Sovétmenn. 26 Austur-Þjóðveijanna voru skóla- börn frá borginni Schwerin, flestir á aldrinum 15-16 ára. 12 lifðu slysið af en tveir þeirra eru enn þungt haldnir. Mikil þoka var þegar flugvél- in hrapaði en hún kom niður í skóglendi um þijá km frá Schönefeld-flugvelLinum í Austur- Berlin. Otto Arndt, samgönguráðherra Austur- Þýskalands, sagði í gær, að enn væri verið að kanna hvað slysinu olli en hann gaf þó i skyn, að mannleg mistök hefðu átt mestan þátt í þvi. Casey fluttur í sjukra- hús eftir yfirheyrslur Washington, AP. WILLIAM Casey, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, var fluttur í skyndingu í sjúkra- hús eftir yfirheyi*slur hjá þingnefnd, sem rannsakar vopnasöluna til Irans. Hann veiktist skyndilega en ekki var skýrt frá hvað að honum amaði. Tilkynnt var í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Donald Regan, starfsmannastjóri, myndi bera vitni vegna rannsóknar á vopna- sölumálinu, ef þess yrði krafizt. Dave Durenberger, formaður þeirrar nefndar öldungadeildarinn- ar, sem fjallar um málefni leyni- þjónustunnar, sagði í gær að hann byggist við að kalla Regan til yfír- heyrslna hjá nefndinni í vikunni. Ronald Reagan, forseti, hefur fullri samvinnu stjómar sinnar við rann- sókn á vopnasölunni og peninga- greiðslum til Contra-skæruliða í Nicaragua. Að beiðni Bandaríkjastjórnar létu svissnesk yfirvöld loka aftur bankareikningum í Sviss.sem tekj- ur af vopnasölunni til íran voru lagðar inn á. Um nokkra þeirra fóru einnig greiðslurnar til skæru- liða í Nicaragua. Reikningarnir voru allir í þriðja stærsta banka Sviss, Credit Suisse. Einn þeirra var sagður tengjast Oliver North, aðstoðarmanni Johns Poindexter, fyrrum öryggsmálaráðgjafa Reag- ans, Richard Secord, fyrrum hershöfðingja í flughernum og bandaríska kaupsýslumanninum Albert Hakim, sem fæddist í íran. Blaðið Ai Hamishmar í Israel sagði í gær að ráðamenn þar í landi hefðu vitað um það sumarið 1985 að andvirði vopna, sem seld hefðu verið írönum, hefði verið afhent skæruliðum, sem berðust gegn stjórn sandinista í Nicaragua. Sjá ennfremur fréttir á bls. 44. Palme-morðið: Engin vísbending um aðild kúrdanna Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKERT hefur komið fram við yfirheyrslur yfir kúrdun- um, sem handteknir voru eftir skotbardaga í Stokkhólmi á laugardagskvöld, er tengir þá morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, 28. febrúar sl., að sögn áreiðan- legra heimilda. Samtök kúrda í Svíþjóð hafa alltaf neitað því að vera viðriðin morðið á Palme, en þau höfðu lengi horn í síðu hans. Tveir kúrd- ar hófu skothríð á lögreglumenn í miðborg Stokkhólms á laugar- dagskvöldið. Öðrum þeirra var á sínum tíma vísað úr landi en dómnum var ekki framfylgt þar sem talið var að hann yrði líflátinn ef hann yrði að fara aftur til Tyrk- lands. Lögregluna fysir hins vegar að vita hvers vegna hann bar skot- vopn og hvers vegna hann yfirgaf heimabæ sinn, Sollentuna. Hann fékk að vera áfram í Svíþjóð gegn því að fara ekki út úr bænum. Eftir skotárásina var gert áhlaup á tvö hús utan við Stokk- hólm og þrír kúrdar til viðbótar handteknir. Sjá ennfremur á bls. 45. 126 menn hafa látizt í kynþátta- erjum í Karachi Karachi, AP. Reuter. GÍFURLEGAR kynþáttaóeirðir, sem hófust í Karachi, höf- uðborg Pakistan, á laugardag, héldu áfram í gær og höfðu 126 manns beðið bana og 500 særst þegar síðast fréttist. Eru þetta mestu óeirðir í sögu landsins. Óeirðirnar brutust út eftir að lögregla gerði áhlaup á nokkur hús í hverfí Pathana í borginni og gerði upptæk vopn og fíkni- efni. Óeirðaseggirnir brutust inn í banka, verzlanir og íbúðarhús um borgina alla og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Herinn var kvaddur á vettvang og fengu hermenn fyrirmæli um að skjóta óeirðaseggi, sem þeir stæðu að verki. Þeir skárust hins vegar ekki í leikinn og hleyptu ekki af skoti. Lögregla reyndi hins vegar að skakka leikinn og notaði fyrst táragas en síðar skotvopn. Oljóst er hins vegar hversu marg- ir féllu fyrir hendi lögreglu. í óeirðunum tókust á menn af þremur helztu þjóðflokkum Pak- istans. Vitni sögðu Pathana, sem eru múslimar af indóírönskum uppruna, hafa ráðizt gegn Bihör- um og Mohæjum. Voru Pathanir vopnaðir haglabyssum og sjálf- virkum byssum. Mohammed Khan, forsætisráðherra, hét því í gær að þeim, sem bæru ábyrgð á uppþotunum, yrði harðlega refs- að. Sendiherra segir skilið við ríkisstióm Eþíópíu Stokkhólmi, AP. Reuter. JL Stokkhólmi, AP. Reuter. TAYE Telahun, sendiherra Eþíópíu á Norðurlöndum, veitt- ist harðlega að ríkisstjórninni i Addis Ababa, sem nýtur stuðn- ings Sovétríkjanna, er hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að láta af starfi og biðja um hæli á Vesturlöndum. „Samvizkan leyfír það ekki að ég leggi lengur blessun mína yfír og verji stefnu þeirrar harðýðgis- stjórnar, sem gerði mig að fulltrúa sínum hér,“ sagði Taye. Hann er þriðji háttsetti maðurinn, sem segir skilið við marxistastjórnina í Eþíópíu á skömmum tíma. I október sagði Goshu Woldu, ut- anríkisráðherra, af sér og í september ákvað sendiherra Eþíópíu í Frakklandi að biðja um hæli. „Vonir Eþíópíumanna í kjölfar byltingarinnar 1974 hafa að engu verið gerðar og yfír landinu grúfa óheillaský," sagði Taye. Hann sagði átökin í Eritreu dæmi um það hvernig stefna stjómarinnar hefði fætt af sér stríð og deilur í stað þess að sameina þjóðina, eins og vonir stóðu til. Þá hefði stór hluti landsmanna verið auðmýkt- ur í hungursneyðinni og milljónir manna byggju enn við örbirgð og niðuriægingu. Sendiherrann skoraði á ráða- menn í Sovétríkjunum að endur- skoða stuðning sinn viðríkisstjóm Taye Telahun Eþíópíu. „Að óbreyttu kemst eþíópíska þjóðin ekki hjá því að tengja Sovétríkin við hörmungar sínar, harðræði og félagslegar, efnahagslegar og pólitískar þján- ingar, sem hún líður í sinii heimalandi,“ sagði Taye. Taye, sem er 54 ára, varð sendi- herra í Stokkhólmi í janúar í fyrra. Hann var flugmaður í flughemum 1952—68 og yfírmaður sjóhersins 1968—74. Eftir byltinguna 1974 var hann gerður að yfírmanni flughersins og síðar landvarna- ráðherra árið 1977. Árið 1979 var hann gerður að innanríkisráð- herra og gegndi því starfí til ársloka 1984.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.