Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 2

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Vélarvana í Norðursjó FISKISKIPIÐ Höfrungur n GK-27 fékk vatn í olíuna í Norð- ursjónum á sunnudagskvöldið og stöðvaðist. Skipið átti eftir um sólarhrings siglingu til Bremer- haven, en þangað var skipið að fara i söluferð með um 70 tonn af ufsa. Fiskiskipið Jóhann Gísla- son AR-42, sem var að koma úr söluferð frá Þýskalandi, tók skipið í tog og var áætlað að skipin kæmu til Bremerhaven í nótt. Þokkalegt veður var á þessum slóðum þegar óhappið varð og var skipið og áhöfnin ekki í neinni hættu að sögn Þorleifs Björgvins- sonar framkvæmdastjóra Glettings hf. sem gerir út Jóhann Gíslason. Ekki var ljóst hvemig vatn komst í olíu Höfrungs því ekki tókst að ná í skipstjórann í gær. Það er Hópsnes hf. í Grindavík sem gerir út Höfrung II og voru forsvarsmenn fyrirtækisins í Bre- merhaven í gær til að taka á móti bátnum. Sædýrasaf ninu lokað vegna fjárskorts: Nýir aðilar vilja opna safnið að vori SÆDÝRASAFNINU í Hafn- arfirði hefur verið lokað vegna fjárskorts og hefur Fauna, félag áhugamanna um fisk- og sædýrasafn, tekið yfir bú Sædýrasafnsins. Stefnt er að því að opna Sæ- dýrasafnið aftur að vori ef opinberir aðilar, ríki og sveit- arfélög, sýna framtakinu velvilja með styrkjum, að sögn Helga Jónassonar, for- manns félagsins. „Við emm þessa dagana að skoða hvort möguleiki sé á áframhaldandi rekstri Sædýra- safnsins. Við höfum rætt við fjárveitinganefnd o’g eins ætlum við að leita eftir stuðningi sveit- arfélaganna héma í kring," sagði Helgi. Tvö sæljón hafa verið seld til Hollands, en önnur dýr safnsins em þar enn. Helgi gerði ráð fyrir að íslensku dýmnum yrði lógað, en þeim dýmm, sem erfið- ara væri að fá, yrði þyrmt á meðan verið væri að athuga málin. MorgunDiaoio/Einar Falur Á þriðju milljón bréfa í hendur Reykvíkinga STARFSFÓLK póstmiðstöðvarinnar í Armúla þarf vart að kvíða verkefnaskorti fram að jólum. í Reykjavík einni verða borin út 2,1 milljón bréfa og póstkorta i þessum mánuði. Ríflega 160 manns vinna nú að flokkun böggla og bréfa í póstmiðstöðinni og um 150 bréfberar eru á þönum út um borgina til að koma póstinum í hendur viðtakenda. Að sögn Kristjáns Harðarssonar, deildarstjóra í bréfadeild Pósts og síma, er reiknað með því að Reykvíkingar sendi vinum og vandamönn- um erlendis og hérlendis um 270 smálestir af bréfum fyrir jólin. Við þetta bætast 200 smálestir böggla Sem borgarbúar senda út á land og 63 lestir sem sendar eru til útlanda. Þá eru ótaldir um 20.000 böggl- ar sem berast til landsins í þessum mánuði og póstmiðstöðin dreifír til viðtakenda úti á landi. Formenn aðildarfélaga BSRB: Vilja samflot um gerð samninga við ríkið ÞORRI formanna aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja vill hafa samflot í væntan- legri samningagerð við ríki og sveitarfélög um kjarasamning fyrir næsta ár. Þetta var niður- staða fundar stjórnar og for- manna aðildarfélaga BSRB, sem haldinn var í gær, en frumvarp til laga um samningsrétt opin- berra starfsmanna, sem vænst er að samþykkt verði fyrir jól, gerir ráð fyrir að samningsrétt- urinn færist til hvers aðildarfé- lags innan BSRB fyrir sig. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði að samþykkt hefði verið að óska eftir fundi með fjár- málaráðherra, borgastjóra og formanni Sambands íslenskra sveit- arfélaga við fyrsta tækifæri til þess að ræða við þá um fyrirkomulag samningagerðarinnar. Kristján sagði að nokkur forföll hefðu orðið í mætingu á fundinn hjá formönn- um utan af landi vegna veðurs, en annars hefðu formenn allra aðildar- félaganna utan tveggja samþykkt að hafa samflot í samningunum. Starfsmannafélag Akureyrar og Félag tollvarða hefðu haft fyrirvara á um þetta atriði og tekið sér tíma til þess að athuga málið betur. Vestmannaeyjar: Fundur hjá Dagsbrún í kvöld: Stuttur fundur Þórar- ins og Þrastar í gær Sprakk á tveimur deklq- um Fokker Flugleiða í lendingu í Eyjum FUNDUR stjórnar og trúnaðarmannaráðs verkamannafélagsins Dagsbrúnar er í kvöld og mun fundurinn ákveða hvernig staðið verður að viðræðum við Vinnuveitendasamband íslands um nýjan kjarasamning. Dagsbrún er ekki aðili að kjarasamningi ASI og vsí, sem undirritaður var fyrir rúmri viku. „Á fundinum munum við gera grein fyrir því hvemig okkur sýnist þessi mál standa eftir að tfmi hefur gefíst til þess að skoða þessa samn- inga,“ sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist búast við því að afstaða Dagsbrúnar myndi skýrast á fund- inum. Þröstur sagði að kröfugerð félagsins hefði verið í endurskoðun undanfarið og á fundinum yrði rætt um hvaða leið skyldi farinn í samningagerðinni. Þröstur og Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, hittust að máli í gær og ræddu um hvað framundan væri í samningagerð milli félagsins og sambandsins. Þröstur sagði að lítið hefði komið út úr þessum fundi. VSÍ byði upp á óbreyttan samning frá þeim samningi sem gerður var við ASÍ. Hann sagði að samningurinn væri óaðgengilegur fyrir Dagsbrún, en það væri álitamál hversu mikið þyrfti að breyta honum til þess að Dagsbrún gæti hugsað sér að ganga að honum. Dagsbrún teldi að sú kauphækkun sem samið var um væri of lítil. Segja mætti að launþegar hefðu borgað sér þessa launahækkun. Þá væri launaflokka- kerfíð nánast aflagt og erfítt að sjá fyrir enda þess máls. Hins vegar væri ýmislegt gott að segja um samninginn. Hækkun lágmarks- launanna væri mjög ánægjuleg og sennilega hefði ekki verið raunhæft að gera meira í þeim efnum í bili. Þá væri það einnig gleðiefni að stefnt væri að áframhaldandi stöð- ugleika í efnahagsmálum, en að mati Dagsbrúnar væri meira rými til launahækkana, en samið hefði verið um, án þess að stofna þessum stöðugleika í hættu. ÞAÐ óhapp vildi til er Fokker- vél Flugleiða lenti á flugvell- inum í Vestmannaeyjum rétt eftir kl. 13.00 í gær að það sprakk á tveimur hjólum vél- arinnar sömu megin. Um 35 farþegar voru með vélinni, en engan sakaði. Að sögn Sæmundar Guðvinsson- ar, blaðafulltrúa Flugleiða, var vélin á lítilli ferð er óhappið varð, en veðurskilyrði voru erfíð til lending- ar. Tveir flugvirkjar voru sendir með lítilli vél frá Reykjavík til Eyja, en þegar þeir höfðu lokið við að skipta um dekkin, hafði veður versnað. Vélin hélt þó til Reykjavíkur um kl. 19 í gærkvöldi, en án farþega. Sæmundur sagði að Vestmanna- eyjaflugvöllur væri afar illa fallinn til að geyma flugvélar í slæmu veðri og engin flugskýli þar til staðar. Árekstra- fjöld í borginni MIKIL hálka var i Reykjavík i gær og urðu hvorki fleiri né færri en 42 árekstrar frá kl. 6 um morguninn til kl. 16.30 en betur fór en á horfð- ist, því aldrei þurfti að kaUa til sjúkrabifreið. Það var ekki aðeins gærdag- urinn sem_ reyndist ökumönnum erfíður. Á föstudag urðu 30 árekstrar, 33 á laugardag en aðeins 5 á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.