Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 4
a»w;wgpp/wy MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Reykjavík: Tvö ný dag- vístarheimili REYKJAVÍKURBORG tók í gser formlega í notkun tvö ný dagvistar- heimili, Foldaborg og Nóaborg. Foldaborg er í Grafarvogi, að Frostafold 33. Húsið er 459 fer- metra að stærð, eða 10 fermetrum stærra en þau dagheimili sem byggð hafa verið undanfarin ár. Það er frábrugðið öðrum slíkum að því leyti að það er byggt í vinkil og myndast við það skjól á leiksvæði bamanna. Þar verður eingöngu leikskóli, enda óskaði meirihluti íbúa í Grafarvogi eftir þeirri skipan mála. í Nóaborg, Stangarholti 11, verða hins vegar tvær dagheimilisdeildir og ein leik- skóladeild. Á hvoru heimili er reiknað með rúmi fyrir 89 böm. Arkitektamir Guðmundur Kr. Guð- mundsson og Ólafur Sigurðsson teiknuðu húsin, en um verkfræði- störf sáu Verkfræðistofa Braga og Eyvindar, Verkfræðistofa Guð- mundar og Kristjáns, Sigurður Halldórsson verkfræðingur og Verk- fræðistofan Rafhönnun. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt sá um lóðahönnun. Fyrr á árinu var skrifstofuhús- næði að Njálsgötu 9 breytt í leik- skóla og skrifstofu Fomhaga 8 breytt í skóladagheimili, en borgin leigir það hús af Bamavinafélaginu Sumargjöf. VEÐUR v ÍDAGkl. 12.00: Heímild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gaar: Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er hægfara 930 millibara djúp lægð á leiö austnorðaustur. SPÁ: Austan eöa suðaustan kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig) á landinu með skúrum eða óljum um sunnan- og austanvert landið. Úrkomulítið verður annars staðar. Hiti í kring um frostmark. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Austan- og norðaustanátt, víða él en líklega þurrt á suðvesturlandi. Víðast vægt frost. Heiðskírt TÁKN: o : Léttskýjað & Háifskýjað A m Skýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El EE Þoka = Þokumóða ’, 5 Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður ■%? f r VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 skýjaö Reykjavík 0 snjóól Bergen 3 alskýjað Helsinki -14 snjókoma Jan Mayen 1 skýjað Kaupmannah. B skýjað Narssarasuaq -12 alskýjað Nuuk -9 snjókoma Osló -3 snjókoma Stokkhólmur -2 snjókoma Þórshöfn 4 snjóél Algarve 16 þokumóða Amsterdam 2 þokumóða Aþena 18 léttskýjað Barcelona 11 heiðsklrt Bertln 2 þokumóða Chicago -B þokumóða Glasgow S skúr Feneyjar 7 alskýjað Frankfurt 3 alskýjað Hamborg 1 þokumóða LasPalmas 20 skýjað London 9 rlgning LosAngeles 10 þokumóða Lúxemborg 0 alskýjað Madrfd 6 þokumóða Malaga 18 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Mlami 23 hálfskýjað Montreal 0 skýjað Nlce 14 heiðsklrt NewYork 1 léttskýjað París 2 alskýjað Róm 16 rigning Vln -2 snjókoma Washington -2 léttskýjað Wlnnipeg -10 Isnálar Morgunblaðið/Bj ami Fríða Guðný og Birgir Þór fengu að reyna ýmsa leiki og þrautir á nýja dagvistarheimilinu Foldaborg, sem sést á innfelldu myndinni. Skipaður dýralækn- ir í Hreppaumdæmi Ráðherra fór ekki að tillögum stöðu- veitinganef ndar dýralækna Landbúnaðarráðherra hefur skipað Katrínu Andrésdóttur í stöðu héraðsdýralæknis í nýstofnuðu Hreppaumdæmi frá 1. desember sl. að telja. Sextán dýralæknar sóttu um stöðuna. Katrín er búsett á Miðfelli í Hrunamannahreppi og hefur starf- að sjálfstætt að dýralækningum á svæðinu. Landbúnaðarráðherra fékk áskoranir úr héraði um að skipa hana í stöðuna. Stöðuveitinganefnd Dýralækna- félags íslands sendi ráðherra umsögn um umsækjendur, þar sem þeim er raðað eftir mati á starfs- aldri og gefur starfsaldur í af- skekktari héruðum fleiri punkta en önnur störf. Dýralæknamir röðuðu Hákoni Hanssyni héraðsdýralækni á Breiðdalsvík efst á listann og mæltu með að hann yrði ráðinn, en Katrínu í 5.-6. sæti. Á félags- fundi í Dýralæknafélaginu, sem haldinn var fyrir skömmu, var skor- að á ráðherrann að fara að tillögu stöðuveitinganefndar félagsins. Eru forráðamenn félagsins og fleiri dýralæknar reiðir vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Helgasonar land- búnaðarráðherra að hunsa tillögu þeirra. Um 1800 manns hlýddu á j ólaóratoríuna Um 1800 manns munu hafa sótt flutning Sinfóníuhljómsveitar Is- lands og Pólýfónkórsins á jólaór- atoríunni Messías. Tónleikarnir voru tvívegis fluttir i Hallgrímskirkj u í siðustu viku. Fyrra skiptið, fimmtudags- kvöld, má segja að troðfuilt hafi verið út úr dyrum í kirkjunni, því um 1000 manns hlýddu á þessa frábæru tónleika. Seinni flutningur var síðan á laugar- dagseftirmiðdag og munu um 800 manns hafa sótt þá tónleika Að sögn talsmanns Sinfóníu- hljómsveitar Islands, verða tónleikarnir ekki fluttir þriðja sinni. Þar kemur til að einsöngv- arar eru flestir farnir burt af landinu og miklar annir eru hjá Sinfóníuhljómsveit Islands sem í desembermánuði heimsækir sjúkrahús og vistheimili og held- ur þar tónleika. Ragnheiður Eggerts■ dóttirlátin RAGNHEIÐUR Eggertsdóttir lést á Borgarspítalanum í Reykjavík föstudaginn 12. des- ember síðastliðinn, á 41. aldursári. Ragnheiður fæddist í Reykjavík 6. maí 1946. Foreldrar hennar voru Eggert Amórsson skrifstofu- stjóri og Stefanía Benónýsdóttir. Ragnheiður gekk snemma til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og tók virkan þátt í félagsstarfi flokksins frá unga aldri og allt til dauða- dags. Hún sat tvívegis í stjóm Hvatar og átti sæti í stjóm félags- ins er hún lést. Ragnheiður lætur eftir sig eig- inmann og tvær dætur. Ragnheiður Eggertsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.