Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 4
a»w;wgpp/wy
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986
Reykjavík:
Tvö ný dag-
vístarheimili
REYKJAVÍKURBORG tók í gser formlega í notkun tvö ný dagvistar-
heimili, Foldaborg og Nóaborg.
Foldaborg er í Grafarvogi, að
Frostafold 33. Húsið er 459 fer-
metra að stærð, eða 10 fermetrum
stærra en þau dagheimili sem byggð
hafa verið undanfarin ár. Það er
frábrugðið öðrum slíkum að því leyti
að það er byggt í vinkil og myndast
við það skjól á leiksvæði bamanna.
Þar verður eingöngu leikskóli, enda
óskaði meirihluti íbúa í Grafarvogi
eftir þeirri skipan mála. í Nóaborg,
Stangarholti 11, verða hins vegar
tvær dagheimilisdeildir og ein leik-
skóladeild. Á hvoru heimili er
reiknað með rúmi fyrir 89 böm.
Arkitektamir Guðmundur Kr. Guð-
mundsson og Ólafur Sigurðsson
teiknuðu húsin, en um verkfræði-
störf sáu Verkfræðistofa Braga og
Eyvindar, Verkfræðistofa Guð-
mundar og Kristjáns, Sigurður
Halldórsson verkfræðingur og Verk-
fræðistofan Rafhönnun. Reynir
Vilhjálmsson landslagsarkitekt sá
um lóðahönnun.
Fyrr á árinu var skrifstofuhús-
næði að Njálsgötu 9 breytt í leik-
skóla og skrifstofu Fomhaga 8
breytt í skóladagheimili, en borgin
leigir það hús af Bamavinafélaginu
Sumargjöf.
VEÐUR
v
ÍDAGkl. 12.00:
Heímild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gaar: Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er
hægfara 930 millibara djúp lægð á leiö austnorðaustur.
SPÁ: Austan eöa suðaustan kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig)
á landinu með skúrum eða óljum um sunnan- og austanvert landið.
Úrkomulítið verður annars staðar. Hiti í kring um frostmark.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Austan- og norðaustanátt,
víða él en líklega þurrt á suðvesturlandi. Víðast vægt frost.
Heiðskírt
TÁKN:
o
: Léttskýjað
& Háifskýjað
A
m Skýjað
Alskýjað
A Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
10° Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
*
V El
EE Þoka
= Þokumóða
’, 5 Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
■%? f r
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 2 skýjaö
Reykjavík 0 snjóól
Bergen 3 alskýjað
Helsinki -14 snjókoma
Jan Mayen 1 skýjað
Kaupmannah. B skýjað
Narssarasuaq -12 alskýjað
Nuuk -9 snjókoma
Osló -3 snjókoma
Stokkhólmur -2 snjókoma
Þórshöfn 4 snjóél
Algarve 16 þokumóða
Amsterdam 2 þokumóða
Aþena 18 léttskýjað
Barcelona 11 heiðsklrt
Bertln 2 þokumóða
Chicago -B þokumóða
Glasgow S skúr
Feneyjar 7 alskýjað
Frankfurt 3 alskýjað
Hamborg 1 þokumóða
LasPalmas 20 skýjað
London 9 rlgning
LosAngeles 10 þokumóða
Lúxemborg 0 alskýjað
Madrfd 6 þokumóða
Malaga 18 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Mlami 23 hálfskýjað
Montreal 0 skýjað
Nlce 14 heiðsklrt
NewYork 1 léttskýjað
París 2 alskýjað
Róm 16 rigning
Vln -2 snjókoma
Washington -2 léttskýjað
Wlnnipeg -10 Isnálar
Morgunblaðið/Bj ami
Fríða Guðný og Birgir Þór fengu að reyna ýmsa leiki og þrautir á
nýja dagvistarheimilinu Foldaborg, sem sést á innfelldu myndinni.
Skipaður dýralækn-
ir í Hreppaumdæmi
Ráðherra fór ekki að tillögum stöðu-
veitinganef ndar dýralækna
Landbúnaðarráðherra hefur skipað Katrínu Andrésdóttur í stöðu
héraðsdýralæknis í nýstofnuðu Hreppaumdæmi frá 1. desember sl.
að telja. Sextán dýralæknar sóttu um stöðuna.
Katrín er búsett á Miðfelli í
Hrunamannahreppi og hefur starf-
að sjálfstætt að dýralækningum á
svæðinu. Landbúnaðarráðherra
fékk áskoranir úr héraði um að
skipa hana í stöðuna.
Stöðuveitinganefnd Dýralækna-
félags íslands sendi ráðherra
umsögn um umsækjendur, þar sem
þeim er raðað eftir mati á starfs-
aldri og gefur starfsaldur í af-
skekktari héruðum fleiri punkta en
önnur störf. Dýralæknamir röðuðu
Hákoni Hanssyni héraðsdýralækni
á Breiðdalsvík efst á listann og
mæltu með að hann yrði ráðinn,
en Katrínu í 5.-6. sæti. Á félags-
fundi í Dýralæknafélaginu, sem
haldinn var fyrir skömmu, var skor-
að á ráðherrann að fara að tillögu
stöðuveitinganefndar félagsins. Eru
forráðamenn félagsins og fleiri
dýralæknar reiðir vegna þeirrar
ákvörðunar Jóns Helgasonar land-
búnaðarráðherra að hunsa tillögu
þeirra.
Um 1800 manns hlýddu
á j ólaóratoríuna
Um 1800 manns munu hafa sótt
flutning Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands og Pólýfónkórsins á jólaór-
atoríunni Messías.
Tónleikarnir voru tvívegis
fluttir i Hallgrímskirkj u í siðustu
viku. Fyrra skiptið, fimmtudags-
kvöld, má segja að troðfuilt hafi
verið út úr dyrum í kirkjunni,
því um 1000 manns hlýddu á
þessa frábæru tónleika. Seinni
flutningur var síðan á laugar-
dagseftirmiðdag og munu um
800 manns hafa sótt þá tónleika
Að sögn talsmanns Sinfóníu-
hljómsveitar Islands, verða
tónleikarnir ekki fluttir þriðja
sinni. Þar kemur til að einsöngv-
arar eru flestir farnir burt af
landinu og miklar annir eru hjá
Sinfóníuhljómsveit Islands sem í
desembermánuði heimsækir
sjúkrahús og vistheimili og held-
ur þar tónleika.
Ragnheiður Eggerts■
dóttirlátin
RAGNHEIÐUR Eggertsdóttir
lést á Borgarspítalanum í
Reykjavík föstudaginn 12. des-
ember síðastliðinn, á 41.
aldursári.
Ragnheiður fæddist í Reykjavík
6. maí 1946. Foreldrar hennar
voru Eggert Amórsson skrifstofu-
stjóri og Stefanía Benónýsdóttir.
Ragnheiður gekk snemma til liðs
við Sjálfstæðisflokkinn og tók
virkan þátt í félagsstarfi flokksins
frá unga aldri og allt til dauða-
dags. Hún sat tvívegis í stjóm
Hvatar og átti sæti í stjóm félags-
ins er hún lést.
Ragnheiður lætur eftir sig eig-
inmann og tvær dætur. Ragnheiður Eggertsdóttir