Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986
Meðal þeirra sem fluttu ávörp á 40 ára afmælisfagnaði Foreign Airlines Association í Lundúnum var Michael Spicer, flugmálaráð-
herra Bretlands. Hann sést hér i ræðustól en honum á vinstri hönd sitja þeir Jóhann Signrðsson, formaður FAA og Einar Benedikts-
son, sem nýverið lét af sendiherrastarfi í Lundúnum.
„Leiðtog'afundurinn var
ómetanleg landkynning“
— Rætt við Jóhann Signrðsson svæðisstjóra Flugleiða 1 Lundúnum
Fyrir skömmu hélt Samband
erlendra flugfélaga í Lundún-
um, Foreign Airlines Associati-
on (FAA), hátíðlegt fjögurra
áratuga afmæli sitt. Hátt á
fimmta hundrað gestir komu
saman á Hotel Intercontinental
við Hyde Park Comer til að
taka þátt í afmælisfagnaðinum,
sem fór hið besta fram. Veg
og vanda að undirbúningi há-
tíðarinnar hafði Jóhann Sig-
urðsson, sem er svæðisstjóri
Flugleiða i Lundúnum en jafn-
framt formaður FAA. Morgun-
blaðið spjallaði við Jóhann um
þetta félag og forvitnaðist jafn-
framt um starfsemi Flugleiða
í Lundúnum.
Umræðuvettvangur
— Hvers konar félagsskapur
er FAA?
„Foreign Airlines Association
er einkum hugsað sem sameigin-
legur umræðuvettvangur fyrir
fulltrúa þeirra erlendu flugfélaga
sem starfandi eru hér í Lundún-
um. Þetta er kjörinn vettvangur
til að kynnast kollegum og viðra
sameiginleg hagsmunamál.
Það hefur mikið vatn runnið til
sjávar síðan félagið var stofnað
fyrir réttum fjórum áratugtum.
Þá voru til dæmis aðeins starf-
andi um fímmtán erlend flugfélög
í Lundúnum en nú eiga 83 félög
aðild að FAA.
Félagið kappkostar að halda
vakandi umræðum um sameigin-
leg hagsmunamál, til dæmis með
því að standa fyrir sérstökum
umræðufundum um ýmislegt sem
lýtur að flugmálum. Þá hittast
fulltrúar aðildarfélaga á hádegis-
verðarfundum einu sinni í mánuði,
spjalla um daginn og veginn og
brydda á því sem efst er á baugi
í flugheiminum hveiju sinni.“
— Kjaftaklúbbur?
„Orð eru til alls fyrst, segir
máltækið. Enda þótt FAA beiti
sér ekki sem slíkt í hagsmunamál-
um erlendra flugfélaga hér í borg
hefur þessi félagsskapur ótvírætt
gildi sem nauðsynlegur umræðu-
vettvangur þeirra sem að félaginu
standa. Ég er til dæmis þeirrar
Jóhann Sigurðsson, fyrir miðju, á tali við tvo gestanna á 40 ára afmælisfagnaði Foreign Airlines
Association í Lundúnum. Sá til vinstri er Johan Cunningham, gömul stríðskempa, sem nú er formað-
ur Geoffrey de Havilland Flying Foundation. Til hægri er John Kverndal, norskur maður, forstjóri
O. Kverndal & Co.
skoðunar að innan skamms muni
reyna meira á þetta félag en oft
áður. Hér í Bretlandi stendur
nefnilega fyrir dyrum margvísleg
uppstokkun í flugmálum; ríkið er
í þann mund að sleppa hendinni
af ýmsum þáttum sem einkaaðil-
um verður nú gefínn kostur á að
spreyta sig á. Ber þar vitanlega
hæst að British Airways verður
selt og gert að einkafyrirtæki.
Sömu sögu er að segja um starf-
semi alla á breskum flugvöllum.
Þetta verður allt boðið út. Við
vitum ekki nú hver áhrif þetta
kann að hafa til dæmis á lending-
argjöld en ljóst er að erlend
flugfélög verða að vera vel á
verði. FAA er kjörinn vettvangur
fyrir umræður um þessi mál öll
og hugsanlegar leiðir til að bregð-
ast við ef nærri þeim verður
höggvið."
Skin og skúrir
Jóhann Sigurðsson hefur starf-
að lengur í FAA en nokkur annar
fulltrúi erlends flugféiags í Lund-
únum. Hefur hann tekið þátt í
þessum félagsskap samfleytt í 33
ár eða frá því hann tók til starfa
fyrir Flugfélag íslands í Lundún-
um árið 1953; þrisvar hefur hann
gegnt formannsembætti. Jóhann
hefur búið í Lundúnum í tæpa
fjóra áratugi. Hann hleypti heim-
draganum á íslandi árið 1948 og
hélt til náms í viðskiptafræðum í
Englandi. Vann hann síðan hjá
bresku fyrirtæki um hríð en fékk
brátt mikinn áhuga á flug- og
ferðamálum. Árið 1953 bauðst
honum að gerast svæðisstjóri
Flugfélags íslands í Lundúnum
og hefur hann gegnt því starfí
síðan þótt nafn fyrirtækisins
breyttist vitanlega með samein-
ingu Flugfélagsins og Loftleiða á
sínum tíma. En hvemig hefur
íslensku flugfélagi vegnað í Lund-
únum undanfama áratugi?
„Það hefur vitanlega gengið á
ýmsu en vöxturinn hefur þó verið
nokkuð stöðugur þegar á heildina
er litið. Mér er það til dæmis
minnisstætt að árið sem ég byij-
aði héma fóm 374 Bretar til
íslands. Nú flytja Flugleiðir ár-
lega um 10.000 breska ríkisborg-
ara þangað norður eftir."
— Engir alvarlegir afturkippir
gert vart við sig?
„Jú, auðvitað eins og gengur
og gerist. Verst var árið sem við
áttum í síðasta þorskastríðinu við
Breta, 1975-1976. Það stríð
hafði alvarleg áhrif.á okkar við-
skipti hér í landi því stórlega dró
úr ferðum Breta til íslands. Árleg-
ur fjöldi breskra farþega hrapaði
þá úr 8.000 í tæp 4.000, beinlínis
vegna þorskastríðsins.
Oll umfjöllun hér í lapdi um
þetta leyti fældi fólk frá íslands-
ferðum. Þetta var hörð deila og
Bretar lögðu hreinlega ekki í það
að sækja heim andstæðinginn í
stríðinu. Til dæmis er mér kunn-
ugt um að margir foreldrar þorðu
ekki að senda unglinga til ís-
lands, töldu þá geta átt von á
hinu versta. Einnig kom sér illa
fyrir okkur minnkandi eftirspum
eftir ráðsteftiuhaldi, sem við vor-
um komnir vel af stað með áður
en landhelgisdeilan skall á. En öll
él birtir upp um síðir og við vomm
fljótir að ná okkur upp úr þeirri
lægð sem fylgt hafði þessu síðasta
þorskastríði. Nú fara um 10.000
Bretar árlega til íslands eins og
ég sagði áðan. Við voram raunar
búnir að gera okkur vonir um og
spá því að þeim mundi fjölga í
11.000 á þessu ári en sú spá virð-
ist ekki ætla að rætast. Megin-
ástæðan held ég að sé óblíð og
grámygluleg veðrátta hér í landi
undanfarin sumur; þegar þannig
stendur á kýs fólk fremur að leita
á náðir sólar í suðrænum löndum
en ótryggrar veðráttu norður við
heimsskautsbaug."
Leiðtogafundur
oglandkynning
— En má ekki gera ráð fyrir
að nýafstaðinn fundur Reagans
og Gorbachovs í Reykjavík muni
hafa í för með sér aukinn áhuga
á Islandsferðum?
„Það leikur ekki nokkur vafi á
því að leiðtogafundurinn í Reykja-
vík á eftir að verða mikil lyftistöng
fyrir íslenskan ferðaútveg. Ég hef
til dæmis orðið þess vemlega
áskynja í starfi mínu hversu Is-
land hefur fest rækilega í sessi í
hugum breskra borgara. Leið-
togafundurinn var ómetanleg
landkynning og nú er bara að
hamra jámið á meðan það er
heitt. Við hér í Lundúnum höfum
nú þegar lagt nokkuð af mörkum
í því efni. Eg er til dæmis búinn
að senda bréf og bæklinga út um
allan heim til rúmlega 500 aðila,
sem hafa þann starfa með hönd-
um að skipuleggja ráðstefnur af
ýmsu tagi. í bréfl til þessara aðila
vísa ég raunar beint til fundar
þeirra Reagans og Gorbachovs í
Reykjavík og bendi á hversu gott
orð fari af íslendingum sem gest-
gjöfum erlendra fyrirtækja og
samtaka, sem þar hafa kosið að
halda fundi og ráðstefnur.
Við getum auðvitað ekki búist
við neinu stóra stökki í ráðstefnu-
haldi erlendra aðila alveg strax
því allur aðdragandi slíkra funda
og ráðstefna er langur. Ég tel að
eftir um það bil tvö ár munum
við fyrst verða verulega varir við
þann gífurlega ávöxt sem leið-
togafundurinn í Reykjavík mun
bera í þessu efni.“
Ekkert fararsnið
Já, það er gott hljóðið í Jó-
hanni Sigurðssyni þar sem hann
spjallar við fréttaritara Morgun-
blaðsins á skrifstofu sinni í
Grosvenor Street þar sem Flug-
leiðir hafa aðsetur sitt í Lundún-
um. Á skrifstofunni starfa að
jafnaði um 10 manns, auk þess
sem Flugleiðir hafa 3—4 starfs-
menn á sínum vegum á Heath-
row-flugvelli. Þá er einn maður
starfandi fyrir fyrirtækið í Glas-
gow.
Það hafa margir starfsmenn
komið og farið þau 33 ár sem
Jóhann Sigurðsson hefur haft með
höndum stjóm söluskrifstofunnar
í Lundúnum. Á Jóhanni er hins
vegar ekkert fararsnið. Hann er
löngu búinn að koma sér vel fyrir
hér í Bretlandi, ásamt eiginkonu
sinni, Dorothy Mary. Þau hjón
eiga þijú uppkomin böm; elst er
Anna, sem býr nú í Brassel og
starfar fyrir auglýsingafyrirtæki;
Róbert Bjami er lögfræðingur og
starfar sem slíkur í Lundúnum
og Edward Thor, yngri sonur
þeirra hjóna, starfar á vegum
bandarísks fyrirtækis í City, hinu
fræga viðskiptahverfi Lundúna-
borgar. Þriðji sonur Jóhanns,
Alfreðj býr í Reykjavík og er for-
stjóri Isfugls.
Fæddur og uppalinn á íslandi,
starfandi og búsettur í Englandi
um áratuga skeið á vegum
íslensks fyrirtækis. Er Jóhann
Sigurðsson sáttur við útkomuna?
„Mér hefur þótt gott að búa
hér í Lundúnum og gaman að
starfa að framgangi íslenskra
flugmála. Ég hef búið hér í 38
ár og því varið hér meiri tíma en
heima á íslandi. Þar eru þó mínar
heimaslóðir og þangað fer ég svo
oft sem ég sé mér fært. í hvert
skipti sem ég kem þangað verð
ég sannfærðari um það hversu
mikil ferðamannaparadís ísland
er. Við þurfum að láta umheiminn
vita af þessu og hefur það raunar
verið starfssvið mitt undanfarin
33 ár. Ég er fyllilega sáttur við
árangurinn fram til þessa."