Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 19 deild SÍF með tilkomu pæklunar og tandurfísks. Ferskfískútflutningurinn hlýtur nú að vera á tímamótum og í topp- marki. Fiskvinnslufólk óttast um hag sinn því að vinna minnkar stöð- ugt í þeim frystihúsum, sem eru nærri þessum gámagleypum til að spoma við taumlausum útflutningi á ferskum físki, sem er þjóðinni hættulegur þegar til lengri tíma er litið. Þá tel ég ekki útilokað að nota hið illræmda kvótakerfí þannig að einungis 15% af afla hvers báts mætti flytja út óunninn, þannig myndi stöðvast taumlaus útflutn- ingur í ákveðnum verstöðvum eins og nú er. Það verður að bægja þessum byggðavoða frá svo ekki glatist verk- og vinnuþekking fiskvinnslu- fólksins. Við verðum að vera minnugir þess að þjóðin stóð saman þegar að Bretinn heijaði með fólsku í landhelgi okkar en þá færði sam- staðan okkur sigur. En nú þegar Bretinn herjar á ný með breyttum baráttuaðferðum, otar gulli og glansbrydduðum pundum með fölskum fagurgala, þá virðumst við sofa á meðan Bretinn vinnur vopna- laust að ákveðnu marki. Stefnan fer ósjálfrátt í það að við verðum hréfnisöflunarmenn erlendra þjóða í landhelginni, sem við áttum og nýttum öllum vinnandi höndum til hagsældar. Enn eitt ár mun kvótinn kvelja stóran hluta fískvinnslunnar. Eg hlýt því að taka. undir með Friðriki Pálssyni forstjóra SH um breyttan farveg þeirra mála. Byggðarlag eitt vestur á landi hefír misst um 40% af aflakvóta sínum, vegna sölu tveggja skipa, sem urðu verðbólg- unni að bráð. Eitt best rekna frystihús Sambandsins varð þar með úr leik, sem gott fýrirtæki, hins vegar ef Friðriks-farvegurinn hefði gilt þá hefði nefnt frystihús fengið nóga báta_ til að afla því hráefnis. Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra sagði á fískiþingi í fyrra: „Vissulega er mikilvægt að skipting milli einstakra þjóðfélags- hópa sé réttlát en sú barátta má ekki koma í veg fyrir framfarir." því spyr ég hvar er réttlætið gagn- vart þessu byggðarlagi? Og í annan stað eru það framfarir, að stækka eitt byggðarlag með því að minnka annað og láta þar sitja eftir óarð- bærar fjárfestingar? Málefni fískvirihslufólks voru mjög á dagskrá á liðnu starfsári, starfsfræðsla er nú komin í fullan gang við góðar undirtektir starfs- fólksins og greinilega til betri samskipta milli fólks og fyrirtækja og þá er ótalinn þjóðarhagurinn, sem liggur að baki allri verkþekk- ingu og góðu hugarfari. Um skattfrádrátt fiskvinnslu- fólks hefír því miður ekkert áunnist en við heitum á þingmenn okkar og landstjóm að þeir muni um síðir læra að meta störf þessa fólks, sem er burðarás velmegunar á íslandi. Það skal viðurkennt að nú í bili er bjart yfír verðlagsmálum sjávar- afurða og flest fyrirtæki með þolanlegan rekstur, nema þau sem að sigldu of djarft hin dapurlegu verðbólguár. En förum hægt, mér sýnist blika við sjóndeildarhring. Fijálst verð á allri þjónustu við sjáv- arútveginn er langt yfir viður- kennda verðbólgu. Fijáls samkeppni þjónustuaðila er ekki til, samkeppnin er aðeins um vinnu- aflið en ekki um verkefnin. Stjóm- málamennimir hafa séð um að nóg er að gera, en þeir kunna sér ekki hófs þegar þeir eru á atkvæðaveið- um. Fyrst og síðast er slagorðið: „Fleiri atvinnutækifæri, fleiri at- vinnutækifæri", þessi upphrópunar- þensla þeirra er nú að koma í ljós með mikilli offjárfestingu í atvinnu- tækifæmm, sem enginn er til að vinna við, því nú vantar 4.000 starfsmenn á vinnumarkaðinn til að fullnægja eftirspum. Með allri virðingu fyrir þessum atvinnupólitíkusum legg ég til að þeir leggi slagorðið niður, nema að þeir komi á þegnskyldu til að taka við atvinnutækifærunum, það hent- ar ekki þjóðarheill að flytja inn útlendinga til að vinna ábyrgðar- störf fískvinnslufólksins. Svo og mætti áminna bankastjóra um að varða ofan í grunn atvinnutækifær- anna áður en lánsféð er látið af hendi, til að kanna hvort botn sé í títtnefndum tækifærum. Ef ekki verður spáð í blikuna strax þá er Já, Skátabúðin byrjar skíðavertíðina á glæsilegan hát't. Mikill afslátturá glerfínum skíðavörum. Skíði, bindingar, skór og buxur. Allt toppvörur á toppverði. Ekki missa af þessu stórkostlega tækifæri. SKÁTABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 verðbólgan vís og sú glæta sem nú er, hún hverfur.. Góðir fundarmenn, starfsemi Sambands fiskvinnslustöðvanna er sá tengiliður sem styrkir bönd á milli framleiðenda og sölusamtaka okkar, sá hlekkur má ekki bresta. Því er það hugmynd mín að stjóm- arfundir verði ársfjórðungslega en inn komi starfsneftid sem saman- standi af frammámönnum' frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusambandi ísl. fískframleiðenda og Skreiðarsamlaginu ásamt fram- kvæmdastjóra okkar og stjómar- formanni. Þessi nefnd fundi saman einu sinni í mánuði og þar safnist saman fróðleikur, sem ársfjórð- ungsfundir stjómarinnar fjalli um. Með þessari skipan skapast náið samband og virk aðgæsla á hags- munum okkar, sem myndi lýsa okkur rétta veginn og setja rautt ljós á þann drabbveg er við vorum látnir ganga á verðbólguárunum. Að lokum vil ég þakka fyrrver- andi framkvæmdastjóra okkar, Knúti Óskarssyni, gott starf þann stutta tíma er hann var hjá okkur, einnig vil ég þakka starfsfólki Vinnuveitendasambandsins. Þá vil ég bjóða velkominn til starfa nýráð- inn framkvæmdastjóra, Ágúst Elíasson, sem er okkur öllum að góðu kunnur. Meðstjórnendum mínum þakka ég gott samstarf. Ég mun starfa áfram með þeim þótt ég hafí óskað eftir að losna úr forystustarfi vegna fjárlægðar frá aðalstarfssvæðinu. Dýrindis glös á jólaborðið og í jólapakkann Jól í Kosta Boda Chateáu Bankastræti 10 Sími 13122 (larðakaupum (larðabæ, sími (Í51S12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.