Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 V Að hugsa í annanendann eftirPál V. Daníelsson Bessí Jóhannsdóttir tók sæti á Alþingi í nokkra daga. Mér hefur oft fundist Bessí hafa sitt hvað gott til mála að leggja og varð því fyrir miklum vonbrigðum þegar hún bar fram þingsályktunartillögu um afnám einkasölu ríkisins á áfengi. Og þegar slíkt er borið fram í nafni fijálshyggju fer skörin að færast upp í bekkinn. Að vilja láta fram- boð og eftirspum ráða í sambandi við áfengisviðskipti tilheyrir ekki frelsi fyrir annan en hið harðsvír- aða, afturhaldssama, grimma og miskunnarlausa áfengisauðvald, sem einskis metur hamingju og líf fólks og er tilbúið að eyða og deyða ef það hefur hagnað af. Þetta er að hugsa í annan endann og það þann sem spillingin ræður ríkjum. Eg trúi því ekki þegar á reynir að frúin sé svo ofurseld hagsmunum áfengissalanna að hún í raun meini það sem hún lætur frá sér fara í þessu efni, heldur sé hún slegin þeirri blindu á samfélagið, sem þjá- ir allt of marga. Hvers vegna ekki frjálsa áfengisverslun Málið er einfalt. Einkaframtakið Páll V. Daníelsson nær alla jafna betri árangri í því að auka viðskipti. Áfengið er eitur engu minna en sum þau fíkniefna sem ólögleg eru. Tjón af völdum neyslunnar eykst í hlutfalli við aukningu neyslunnar. Það hafa all- ar þjóðir reynt. Og verst er ástandið „Kostnaðurinn í þjóð- félaginu vegna áfengis- neyslu er gífurlegur. Hann er svo mikill að það er eins og stjórn- völd þori ekki að láta gera athugun á því.“ þar sem frelsið í áfengissölu er mest. Þegar fólk er orðið háð neysl- unni vegna fíknar eða siðvenja er það komið í þrældóm hjá áfengis- auðvatdinu. Tilheyrir slíkt frelsi? Hinn endinn Ef litið er til hins endans, afleið- inganna, má skoða áhrif fijáls- hyggjunnar frá þeim sjónarhóli. Og hvað sjáum við? Við sjáum vanrækt börn vegna áfengisneyslu forráðamanna. Við sjáum ungmenni missa alla rótfestu og bíða tjón. Við sjáum fólk lenda í fjötrum annarra fíkniefna en áfengisneyslan er nær 100% for- Glœsileqt rum frú IIIGURRI & GVIFR Rúm breiddir: 170 cm 150 cm 115 cm 90 cm Viðartegundir: Hvítt Beiki Litaður askur Fylgihlutir: Fataskápar Kommóður Speglar Kollar HÖNNUN: Einar Ágúst m inGURR&GVLFI Crensósueg3 sími 681144 senda þess. Mörg hinna stærri slysa, bæði umferðarslys og önnur eru vegna áfengisneyslu. í mörgum tilvikum eiga fötlun og örkuml ræt- ur að rekja til neyslu áfengis. Við sjáum afbrotafólk, sem að megin hluta hefur lent út á þá braut vegna neyslu áfengis. Þá er ljóst að mörg hinna ógeðslegustu ofbeldisverka, þar á meðal á heimilum, eru tengd áfengisneyslu. Samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins eru 10—20% innlagna á almenn sjúkra- hús vegna veikinda, sem af áfengis- neyslu stafa. Vart undir 100 manns láta lífið árlega fyrir aldur fram vegna áfengisneyslu. Fólk, sem sljóvgað er af áfengisneyslu gætir sín verr en ella og er því hættu- legra varðandi útbreiðslu ýmissa skæðra sjúkdóma og er alnæmis- sjúkdómurinn einn þeirra. Kostnaðurinn Kostnaðurinn í þjóðfélaginu vegna áfengisneyslu er gífurlegur. Hann er svo mikill að það er eins og stjórnvöld þori ekki að láta gera athugun á því. Þó er vitað að ríkis- sjóður greiðir 1 til 1,5 milljarð króna meira út vegna áfengisneyslu en tekjumar eru af áfengissölu. Er það e.t.v. ftjálshyggja að greiða þannig á óbeinan hátt niður áfengisvið- skiptin í þjóðfélaginu? Svo kemur kostnaður sveitarfélaga og kostnað- ur annarra aðila og má ætla að heildarkostnaður þjóðarinnar af áfengisneyslu sé 5—10 milljarðar króna á ári hveiju. Sé hann sam- bærilegur og hjá Svíum má miða við efri mörkin, enda eru þau því miður líklegri. Nátttröllið Einkasalan — nátttröll í samtím- anum, segir Bessí. Þá á hún við að áfengissalar fái ekki nóg svig- rúm til þess að græða. Hennar mat og margra annarra á fijálshyggju virðist vera það eitt að fólk fái að græða og þá skipti litlu máli þótt einhveijir verði undir í þeim leik. Pólk úr öllum flokkum styður þessi gróðasjónarmið þegar um er að ræða sölu áfengis. En þessu fylgir aukin fátækt, niðurlæging, veikindi og dauði. Slíka grimmd og mis- kunnarleysi gagnvart samborgar- anum eiga margir erfitt með að þola. Við höfum séð nóg af slíku. Og ég trúi ekki öðru, ef vínunnend- ur legðu það á sig að skoða málið, þá vildu margir fóma vímunni til að forða fólki frá því víti sem áfeng- isbölið er. Og ekki trúi ég öðru en að Bessí sé í þeim hópi. Þess vegna væri farsælast að „nátttröllið" yrði að steini sem engin lind sprytti undan. Höfundurer viðskiptafræðingur. Komið til móts við þarfir fatlaðra Á FUNDI bæjarráðs Kópavogs sem haldinn var fyrir skömmu voru samþykkt tilmæli frá Sam- starfsnefnd um ferlimál fatl- aðra. Nefndin óskaði eftir því við bæj- arráð að það kannaði möguleika á því að fjarlægður verði snjóruðning- ur við innkeyrslur þeirra húsa sem fatlaðir búa í eftir að snjóplógur hefur rutt götur bæjarins. Þjónusta þessi stendur til boða íbúum Kópavogs sem búa í strætis- vagnaleið og eru hjartasjúklingar eða hreyfihamlaðir (sem nota hjóla- stól eða önnur hjálpartæki). Sótt er um þessa þjónustu til Tæknideildar Kópavogskaupstaðar — deildartæknifræðings í síma 41570. (Fréttatilkynning frá Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra f Kópavogi.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.