Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 21 Til hvers eru landsfundarsam- þykktir Sjálf- stæðisflokksins? eftirFriðrik Kristjánsson Virðisaukaskattur í hugum okkar sjálfstæðismanna er landsfundur flokksins, sem hald- inn er annað hvert ár, vettvangur þar sem hinum almenna flokks- manni gefst tækifæri til að hafa áhrif á gang mála. Þar eru saman- komnir einstaklingar með svipuð lífsviðhorf og þann ásetning að vinna að sameiginlegum markmið- um landi og þjóð til heilla. Niðurstöður landsfundar ættu síðan að vera leiðarljós þeirra full- trúa sem kjörnir eru til að fylgja málum eftir. Samþykkt landsfundar Eftirfarandi var samþykkt mót- atkvæðalaust á XXVI Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þann 14. apríl ’85: „Ekki verði tekin ákvörðun um virðisaukaskatt fyrr en að lokinni rækilegri kynningu meðal almenn- ings og fyrirtækja. Það er ennfrem- ur skilyrði fyrir upptöku virðisauka- skattsins að hvorki skattheimta, ríkisumsvif né skriffinnska aukist frá því sem nú er. Einnig verði hækkun neysluvara og byggingar- kostnaðar mætt þannig að hagur almenns launafólks verði ekki lak- ari á eftir.“ Hvað um kynninguna? Það var hljótt um virðisauka- skatt langa hríð á eftir eða þar til snemma á þessu ári er örfáir frammámenn flokksins tilkynntu „að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ákveðið að upp verði tekinn virðis- aukaskattur í stað söluskatts". Það er fyrst nú allra síðustu vik- ur að tilraun til kynningar hefur farið fram með því að birtur hefur verið einhliða lofsöngur skattinum til dýrðar. Því sem næst eingöngu hafa þar verið að verki launaðir embættismenn ríksins, sem greini- lega eru sendir fram á ritvöllinn af yfirmönnum sínum. Hvað um báknið? Það eru gömul sannindi og ný að umsvif hins opinbera fara ætíð fram úr áætlun og hlaða utan á sig, um það höfum við mörg dæmi. Ríkisvaldið viðurkennir nú þegar að verði 26% virðisaukaskatti kom- ið á muni skatttekjur aukast um 2,5 milljarða, sem nýtt niður- greiðslukerfi á að ráðskast með. Sömuleiðis er viðurkennt að fjöldi starfsmanna núverandi söluskatt- skerfis muni aukast um 100% og síðast en ekki síst mun fjöldi skatt- skyldra (eða VASK-skyldra) aukast um 150%. Það þurfa hvorki meira né minna en 12 þúsund nýir aðilar að tíunda öll innkaup sín og sölu (innskattur- útskattur) og rölta síðan reglubund- ið í VASK-musterið með greinar- gerð og uppgjör. Það er vert að íhuga að nýir skattheimtumenn verða jafnmargir og allir Akur- eyringar að bömum oggamalmenn- um meðtöldum. Og hér er aðeins verið að tala um viðbótina við það sem fyrir er. Hvort á nú betur við „Báknið burt“ eða „Leiftursókn til sósíalisma" eins og ungur sjálfstæð- ismaður nefndi það af öðru tilefni. Friðrik Kristjánsson „Við getum krafist þess að fulltrúar okkar kjörnir á landsfundi og í alþingiskosningum, virði landsfundarsam- þykktir og hægi að minnsta kosti á ferðinni fram að næsta lands- fundi, sem haldinn verður eftir rúma tvo mánuði.“ Aðrar staðreyndir Auk þess sem áður er getið er vert að beina athygli að nokkrum staðreyndum. 1. BandaríkjamennogJapanirhafa ekki tekið upp virðisaukaskatt í stað söluskatts og ekki er hægt að merkja að það hái þeim á viðskiptasviðinu, nema síður sé. 2. Allir virðast sammála um að ekki verði aftur snúið frá VASK-martröðinni sé hún á annað borð komin á. Þrátt fyrir þetta hefur frumvarp verið lagt fram í norska Stórþinginu í þá veru að taka aftur upp venjuleg- an söluskatt í stað virðisauka- skatts. Knýjandi hlýtur þörfin að vera ef menn vilja jafnvel reyna hið óframkvæmanlega til að losna úr fjötrunum. 3. Virðisaukaskattsfrumvarpið er frá Alþýðubandalaginu komið. Ætti það eitt sér að vera nægi- legt til þess að Sjálfstæðismenn spyrntu við fótum. Lokaorð Ofanskráð ætti að vekja okkur Sjálfstæðismenn, og þá sérstaklega landsfundarfulltrúa, til alvarlegrar íhugunar. Við getum krafist þess að fulltrú- ar okkar, kjörnir á landsfundi og í alþingiskosningum, virði lands- fundarsamþykktir og hægi að minnsta kosti á ferðinni fram að næsta landsfundi, sem haldinn verður eftir rúma tvo mánuði. Það er hægara í að rata en úr að komast. Höfundur rekur eigið innflutn- ingsfyrirtæki í Reykja vík. KJOTIÐNAÐARSTOÐ (fg) Borgarnesi sími 93-7200 Þiðþurfið ekki að 8 lenguryfir þessu- -HANGIKJÖTIÐ ER FRÁ OKKUR Og hangikjötið frá Kjötiðnaðarstöð KB er gott. Allt frá fyrsta munnbita mælir það með sér sjálft. Borgarneshangikjötið er úrvalskjöt, vel taðreykt svo að bragð er að. Sem sagt: Ijúf- fengt hangikjöt við hvers manns hæfi og hentar við öll tæki- færi. Spurðu um Borgarneshangikjötið Bergið klifið. Minn- ingar veiðimannsins Hlöðvers Johnsens. Úteyjalíf náttúrubarns og náttúruskoðara, sjó- mennska með Binna í Gröf, Vestmannaeyja- gos. Einnig fróðleiks- brunnur um horfna þjóðhætti Eyjamanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.